Tilraun 2

Mér til mikillar ama var ég búin að segja frá helginni en svo datt allt út. En hver hefur svo sem ekki lent í því svo hér kemur tilraun 2 Smile

Föstudagur: Var að vinna frá 8 til 6 og kom heim fór í sturtu og gerði mig tilbúna fyrir jólahlaðborðið. Það var sko jólahlaðborð og show í Egilsbúð og við fórum með hluta af Samkaup, það voru fáir sem komust. Crying En allavega þetta var mjög fínt og´mjög gaman. Gummi fór fyrr heim en ég þar sem að hann þurfti að mæta snemma í vinnu en ég fékk far hjá Kristíni og Villa. Þegar heim var komið var bara kíkt aðeins í tölvuna og svo farið að sofa( enda klukkan orðin margt) Smile

Laugardagur: Ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig. Ætlaði sko að mæta aðeins fyrir klukkan 11 af því að það átti eftir að taka saman baksturinn en nei mín vaknaði 15 mín yfir 11 enda var bara hoppað inn á klósett og svo út. Var svo að vinna til klukkan 6. Kom þá heim og eldaði bara svona smátterý það var sko lambasneiðar, rósapiparsósa og grænmeti handa mér. Ekki samt skilja það þannig að ég hafi ekki tímt að gefa Gumma grænmeti hann bara borðar það ekki. En svo horfði ég á Spaugstofuna en fannst hún ekki svo góð. Svo hringdi ég í hann Kalla bróður minn bara svona til að minna hann á mig ( og hann er alltaf sami prakkarinn og þóttist ekki þekkja mig) haha. Svo ætluðum við Lilla að vera rosalega góðar að taka á móti Gumma en fórum aðeins of seint af stað í göngutúr þannig að hann var á undan okkur heim. Horfði svo á mynd sem heitir Mexíkóinn og hún var alveg geggjað góð en svo var bara farið snemma í bólið.

Sunnudagur: Vaknaði um 9 leitið fór í sturtu og hellti mér svo upp á kaffi og sat og horfði á tv. Fór svo að skúra hérna. Kem hérna með eitt kreppuráð. Þið sem hafið lítið á milli handanna núna þá getið þið sleppt því að þrífa hjá ykkur og tekið svo lóið sem kemur og búið til kodda. Smile Og ef það er mjög skítugt hjá ykkur þá getið þið kannski gert sæng líka. En nóg um það Þegar ég var búin að skúra þá fór ég að setja í þvottavél og brjóta saman þvott og svo henti ég í Lakkrístoppa og kornflexsmákökur maður verður nú að baka einhvað. Var sko með jólalög á hæsta styrk og naut mín vel :) En jæja svo var bara tiltekt í frystinum í matinn svo tókum við Lilla stóran göngutúr og tókum á móti Gumma svo spjölluðum við saman og svo var bara fljótlega farið að sofa. Gleymdi að segja frá einu ég leigðii mér líka mynd sem heitir over her dead body og hún var mjög góð.

En jæja ætla að segja þetta gott í bili

ps: dagar Smile 


7 dagar :)

Vá það bara styttist í þetta mig hlakkar svo til að koma suður :) Annars er ég bara að láta vita af mér. Nenni ekkert að blogga núna. Þarf líka að fara að sofa þar sem það verður mikið að gera á morgun :) Hafið það gott.

Nú er Gunna á nýju skónum...

Nú er að koma jól. Já, það styttist í þetta. Við Gummi fórum á Egilstaði í gær að kaupa nokkrar jólagjafir Smile Gott að vera byrjuð á þessu Smile Maður þarf víst ekki að vera á síðustu stundu með allt, eða ég vona ekki.  Á ég að segja ykkur smá frá helginni? Þið ráðið, ha, hvað segið þið? Já, ekki málið ég skal segja frá.

Föstudagur: Byrjaði daginn frekar snemma á að halda áfram að læra undir Íslenskupróf sem gekk svo því miður ekki nógu vel Crying En ég var allavega með 8,4 í vetrareinkunn þannig að vonandi næ ég með því að ná þessu eina próf upp.  En svo fór ég í vinnuna og var þar til klukkan 6, það var held ég í 1 skipti sem ég dreif mig ekki heim enda bjóst ég ekki við Gumma strax þar sem hann var búinn að segja að hann yrði að vinna til svona 00:00 en ég og Lilla láum upp í sófa og vorum að horfa á útsvar þegar útidyrahurðin opnaðist og inn kom húsbóndinn á heimilinu mér og Lillu til mikillar gleði LoL En þar sem mannskapurinn var orðinn frekar lúinn eftir ævintýri dagsins þá var farið snemma að sofa Sleeping

Laugardagur: Gummi vaknaði um 6 eða einhvað og svo kom ég framm úr um 9 leitið og þá var ákveðið að byrja daginn bara snemma svo að ég dreif mig í sturtu og fór svo í apótekið og svo var leiðinni haldið yfir skarð. Við vorum komin á Egilstaði um 11 eða 11:30 og þar beið okkar soðin ýsa með kartöflum, smjöri og tómatsósu og að sjálfsögðu ísköld mjólk. Og svo eins og tengdamömmu er lagið þá var búðingur í eftirrétt. Upp á Egilstöðum voru Þóra, Benedikt Árni og Oddný Edda og þau eru náttla ennþá jafnmiklar dúllur. Benni kann allastafin og er farinn að læra fuglana líka ekkert smá duglegur Smile Svo fórum við Gummi í Bónus að versla smá jólagjafir og sollis. Svo var haldið heim til tengdó að skera út í laufabrauð og steikja. Það tók alveg tímann sinn og þar sem mig langaði til að fara í kaupfélagið þá kom Heiða bara með mér þar sem Gummi var upptekinn við að pressa laufabrauð. Í kaupfélaginu keypti ég bók sem heitir gerðu besta vininn að ennþá betri vin þetta er bók sem fjallar um uppeldi á hundum. Svo um klukkan 18:30 fórum við að fá okkur að éta, Ég, Gummi og Heiða fórum á yfirborðið og það var svo gott fengum sko pizzu og hvítlauksbrauð. Svo kíktum við á litla sleðakappa Bjössason hann er sko alger dúlla :) Svo var leiðinni haldið niður eftir. Vorum komin heim um 12 og það var svo bara farið snemma að sofa enda búið að gera margt þennan dag Wink 

Sunnudagur eða það sem búið er af honum: Gummi vaknaði jafn snemma og venjulega og ég aðeins seinna og þá horfðum við saman á skrípó og drukkum kaffi. Svo fórum við að brasast. Ég að baða Lillu og hann að laga einhvað til niðri. En nú sit ég hér með jólalagið á fullu og ætla að fara að laga aðeins til líka og svo að læra undir próf þar sem ég ætla að ná þessu prófi Wink En hafið það gott elskurnar minar Smile


Kvíði, Kvíði og enn meiri kvíði.

Prófin nálgast óðum. Íslensku prófið mitt er á Föstudaginn og mér er farið að kvíða svo fyrir Crying Vona bara innilega að ég nái þessu.

Annars gengur lífi bara sinn vanagang hér í Borghól. Í dag var ég alveg viss um að ég myndi koma of seint í vinnuna þar sem ég vaknaði svo seint og ég var lengi að þurrka Lillu og svona en Nei allt benti til að ég myndi ná þessu svo ég geng út í bíl og bara yess ég verð ekki sein Smile Og þar sem Gummi var búinn að fræða mig svo vel um það hvernig ég ætti að losa bílinn ef hann myndi festast í stæðinu en Nei ég labba að bílnum og hvað haldiði. - HELVÍTIS LÆSINGIN ER FROSIN.  Þannig að ég varð að játa mig sigraða og hringdi og lét vita að mér myndi seinka smá þar sem ég þyrfti að labba í vinnuna en Elín var svo yndisleg að hún var að fara að færa bílinn þannig að hún skutlaðist bara eftir mér. Cool Annars gekk vinnudagurinn bara eins og á að ganga. Það kom greni og mig langar svo að kaupa sollis bara upp á lyktina. Af því er svo æðisleg lykt Halo 

Svo kom ég heim fékk far hjá einni og byrjaði á að moka tröppurnar hérna og svona og vitiði hvað ég held ég hafi barasta fattað hvernig á að beita skóflunni Pinch Sem betur fer þar sem karlinn er alltaf að vinna og hefur sko engann tíma til að moka snjó svo kom ég inn og eldaði. Í matinn var Fajitas pönnukökur með hakki og öllu sem því fylgir nammi svo gott. Svo gekk ég frá eftir matinn og fór svo í sturtu. Gummi fékk stóran + fyrir að setja upp annað ljós inn í þvottarhús - nú sér maður hvað maður er að þvo Smile og svo braut ég saman þvott og horfði á mæðgurnar það var sko sorglegur þáttur. Svo nú sit ég hér og BLOGGA fyrir ykkur og ég vill að allir sem lesa kvitti annars kemur Police hahahaha

Neinei segi bara svona hann er upptekinn sendi bara jólasveininn á ykkur í staðinn Wink Ég er að spá í því að draga Gumma með mér að versla jólagjafir um helgina við verðum sko bæði í fríi þá svo þið megið alveg segja mér hvað þið viljið í jólagjöf. Aðalega hugsað til Þorsteins Inga, Thelmu Lindar, Davíðs Freyr, Jón Stéfáns, Ástþór Inga, Berglind og Maríana Tounge Maður veit ekkert hvort að maður á að gefa þessum krílum sínum Föt eða dót :) En jæja hafið það gott og munið það eru bara 17 dagar þangað til ég kem suður Smile Og mig hlakkar svo til langar orðið svo að knúsa krúttin mín öll sem ég tel upp hér :) Sendi ykkur bara hérna Fingurkoss og Stubbaknús InLove 

Over and out :)


Snjór, snjór og meiri snjór :)

Já eins og þið sjáið þá er ég að verða komin á kaf í snjó. Tek kannski nokkrar myndir á eftir. Þessi vika er búin að vera mjög erfið og ég hef ekki komið mér í að gera neitt annað en að vinna, sofa og læra enda er ég búin að skila frá mér öllum verkefnum og þá eru bara prófin eftir. Verð að viðurkenna að ég er pínu kvíðin þeim. Vona bara að pabbi yrði stoltur af mér Smile

Er að fara að elda mér pizzu á eftir, ( Gummi fær náttla líka ) en hann er sofandi núna þannig að það er spurning hvort að hann vakni ekki við matarlyktina, vona það allavega að hann sé eins og Lilla og fari framm úr þegar hún finnur matarlykt. Tounge Það á að kveikja á jólatrénu á eftir og mikið væri ég til í að fara en ég hef engan að fara með. Vil ekki klína mér upp á Garðar og Freydísi . Annars reikna ég með að taka því bara rólega í dag og kvöld. Ætla allavega ekki að taka upp meiri skólabækur í dag, er búin að fá nóg af þeim í bili.

Ekki fæ ég bónorð eins og Mamma. Devil Hún vinnur mig í öllu kerlan gamla. 

Mig kvíður fyrir aðfangadag en hlakkar samt til. Gummi fær kannski frí og við verðum ábyggilega upp á Egilstöðum. En það er svo erfitt að á aðfangadag síðan að Pabbi minn dó og mér finnst eins og ég eigi bara að verða leið þann dag. En málið er að ég hef alltaf verið mikið jólabarn og skammast mín í dag fyrir að hlakka til. Hvernig á maður að hugsa? Hvað er rökrétt hugsun. Ég veit allavega að pabbi vissi hvað mér þótti vænt um hann og hann vill ábyggilega að ég gleðjist á þessum degi. Woundering Elska þig elsku pabbi minn.

En jæja nóg í bili ætla að fara að brenna við pizzu LoL


Þynnkublogg :)

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hefur ekkert verið blogg um helgina. Smile En ég hef afsökun, ég er búina að vera þunn. Þannig að þetta er bara smá blogg núna. Verð bara pínu illt í maganum að hugsa um kveldið. En smá gleðifréttir. Það eru komnir gluggar í húsið mitt. Wink

Nokkrar myndir.

IMG 1021Utan á.

IMG 1029Inn á baði

IMG 1026inn í kompu.

Svo eru fleiri myndir í myndaalbúmi. En hafið það gott :)


Smá blogg :)

Góða kvöldið! Hvað segið þið gott í dag? Ég segi bara fínt. Átti samt smá erfitt að vakna í morgun, hvað það er bara svo gott að kúra. Það var reyndar alveg geggjað mikið rok í nótt og Gummi svaf lítið en ég svaf náttla eins og steinn eins og vanalega, átti reyndar frekar erfitt með að sofna.

Kláraði bók í gær sem heitir hvort barnið er mitt og er um fólk sem eignast barn sömu nóttina og svo fer rafmagnið af og börnin ruglast. Rosalega góð en ég reyni að klára bók sem heitir hjarta voltaries  á samt erfitt með að ákveða hvort mér finnist hún góð eða ekki. Svo fékk ég 2 bækur í dag sem heita hálfgul sól og bláir skór og hamingja er sko í svona bókaklúbb og fæ svona sirka 2 bækur í mánuði. Smile Þessar bækur eru ábyggilega góðar.

Borðaði í gær reykta ýsu með stöppuðum kartöflum og bráðið smér og það er svo gott Wink En ég var löt í dag og keypti bara pizzu hún er frá Matur og Mörk og er alveg rosalega góð. Annars er ég alltaf svo hugmyndalaus þegar kemur að því að finna kvöldmat, mér finnst ég alltaf vera með það sama. Er líka alltaf svo þreytt eftir vinnu að ég nenni ekki að vera að elda einhvað sem tekur langan tíma. Lít sko upp til þeirra húsmæðra sem ná að sameina vinnu, eldamennsku, þrif, börn og maka. Þið eruð mjög duglegar. Var að hugsa það um daginn að svona venjulega þá er ég að vinna til klukkan 6 og segjum að ég ætti 2 börn. Eftir vinnu ætti ég eftir að gefa að borða, hjálpa við heimalærdóm baða og koma börnunum í bólið og svo ætti maður kannski eftir að ganga frá eftir matinn, brjóta saman þvott og allt það. Úff verð bara þreytt að hugsa um það en ég hugsa samt að þetta væri allt þess virði. InLove

Lærdómurinn gengur, hann mætti náttla alveg ganga betur en á meðan þetta rúllar þá sleppur þetta svo er það spurning hvort að maður ætti að gera þetta aftur á næstu önn FootinMouth Haha kemur bara í ljós sé allavega hvort að ég nái núna. Fékk allavega 7,7 fyrir próf sem ég hélt að ég fengi 0 í þannig að það var fínt. En jæja ætla að segja þetta gott í bili. Ætla að fara að fara smá blogghring en svo fer ég að sofa bara. en lesa smá fyrst sko. Hafið það gott dúllurnar mínar :)

 


Ekki í bloggstuði.

Nenni ekki að blogga núna Smile  En ég ætla að setja inn smá lag. Þetta er í boði mín í kreppunni Njótið vel :)

Held að það sé kominn tími á nýtt blogg :)

Eruð þið ekki sammála LoL?????

Annars er allt mjög gott að frétta af mér. Tíminn í vinnunni líður svo hratt að það tekur því varla fyrir mann að mæta á morgnana því maður er svo bara á leið heim strax Smile Held það séu bara 2 dagar í vikunni og það er Föstudagur og Mánudagur Wink Hvað segið þið þarna fyrir sunnan og norðan og allt þar á milli? Líður tíminn ekki svona hratt þar?

Fór í klippingu á Fimmtudaginn og ég er svo ánægð. Ætlunin var að lita hárið ljóst aftur og byrja rólega og svo lýsa það bara meira og meira en ég er svo ánægð með útkomuna að ég gæti haldið henni bara einhvað lengur hér er smá mynd af mér með sætuna :)

IMG_1004Mér finnst þetta svo flott en dæmi hver fyrir sig :)Reyndar er toppurinn einhvað farinn úr skorðum þarna haha

Í gær fórum við Gummi yfir á Eskifjörð í mat og það var svo gott það var kjúklingabringur og bananar  manni brá pínu fyrst að sjá kjúkling og banana saman en vá þetta var bara alveg æðislega gott. Fjölskyldan þar hafði minnkað svoldið mikið allavega þessa helgina því það var bara Garðar, Freydís og Pálína Hrönn náði einni góðri mynd af Pálínu Hrönn þar sem hún er alveg skælbrosandi ætla að setja hana hér inn

IMG_1007Hún er svo mikil prinsessa þarna var mamma hennar að stríða henni og hún sko grenjaði úr hlátri Smile

Annars var Lilla góð með sig áðan. Ég fór aðeins í tölvuna og hún fór að væla og vildi komast í fangið á mér, svo að ég tók hana upp en lét hana svo í stólinn hérna við hliðin á mér og ákvað svo að gefa henni bara bein. Svo lá hún hérna í kollnum við hliðin á mér og var að naga beinið og þá fór ég að klappa henni og segja við hana að ég væri ( Mamma) hennar og hefði sko alltaf tíma fyrir hana þó að ég væri í tölvunni og vitið þið hvað mín gerði hún hoppaði niður af kollnum. Lærdómur þó að foreldrar hafi alltaf tíma fyrir börnin þá hafa börnin ekki alltaf tíma fyrir foreldrana.

En jæja nú veit ég ekki hvað ég að segja ykkur meira. Ef pabbi væri enn á lífi þá hefði hann orðið 62 ára í gær 14 Nóvember. Innilega til hamingju með daginn pabbi minn.

See ya all .......


Æðisleg helgi yfirstaðin :)

Þessi helgi er búin að vera mjög góð. Föstudagurinn fór bara í að vinna og það var bara fínt. Svo var komið heim og ég horfði á útsvar svo kom Gummi heim um 9 leitið alveg dauðþreyttur eftir erfiðan dag. Sleeping En svo lágum við bara hérna og gláptum á sjónvarpið og svo var bara farið snemma í háttinn. Laugardagurinn kom svo upp ekki svo bjartur en það rættist vel úr honum. Byrjaði á því að koma mér á fætur og fór svo í tölvuna og svona dútl bara. Ákvað svo að þrífa þar sem mér gekk ekki nógu vel að koma karlinum á fætur. Setti ryksuguna í gang og lét útvarpið á og kallinn rumskaði ekki einu sinni. Svo skúraði ég efri hæðina og fór svo niður og reyndi hvað ég gat að koma karlinum á fætur kom með alveg snilldarhugmynd sagði við hann að ég myndi koma með geðveikt fallega b*** kellu inn en þá fattaði ég að ég myndi aldrei ná honum frammúr þannig að ég var ekki lengi að taka þetta til baka. En á endanum náði ég karlinum og hundinum upp í sófa. Ákvað svo að fara í Samkaup að kaupa einhvað smátterý úr bakaríinu og sagði við kallinn að hann yrði annaðhvort að vera búinn að raka sig eða fara í sturtu þegar ég kæmi til baka, en ég var svo heppinn að hann var búinn að bæði þegar ég kom heim. Því var hent í sig matnum og svo var rokið út.

Leiðinni var haldið upp á Egilstaði. Þegar þangað var komið var byrjað á að fullnægja þörfum mínum og fara með mig í bónus og var verslað smá þar svo var farið til Tengdó í kaffi. Lét tengdó líka hafa nokkrar buxur til að laga sagði að hún mætti taka sinn tíma en hún var búin með þetta þegar við vorum búin að fara út að éta. LoL Þessa helgi græddi ég 3 nýjar buxur Smile Einar sem ég var búin að gleyma en rennilásin farinn að stríða mér. Svo voru tvær buxur sem voru með saumsprettu og ég lét bara laga það. Klukkan 7 var svo mæting í matinn. Fyrir þá sem ekki vita var boðið út að borða með vinnunni hans Gumma. Í matinn var sjávarréttasúpa ( var að fara að fá mér eina skeið þegar ég heyrði einhvern segja - þetta er sjávarréttarsúpa ) En ég smakkaði samt á henni en fannst hún ekki góð. Svo fengum við rosalega gott kjöt og grænmeti og kartöflumús og sósu. Í eftirrétt var svo rosalega góð súkkulaðikaka með rjóma var bara orðin svo södd að ég gat ekki klárað. Crying Svo var bara setið smá lengur og sötrað rauðvín og spjallað og einhvað um 12 var haldið heim á leið. Þegar heim var komið var bara farið að sofa enda búið að vera langur dagur.

SmileSunnudagurinn rann upp. Vaknaði klukkan 10 lagðist upp í sófa og fór að horfa á skrípó það var bara æði. Vona alveg innilega að ég fái einhvern tímann að horfa á skrípó með barninu mínu. Var að læra það í uppeldisfræði að það er mjög hollt fyrir börnin að það sé horft með þeim á sjónvarpið og leyfa þeim að spyrja eftir á. Var svo bara að hangsa í tölvunni. Svo kom Gummi frammúr og þá hringdi systir hans Gumma og ákvað að kíkja í heimsókn. Og það var alveg rosalega gaman að fá þau. Oddný Edda og Benedikt Árni eru algjörir gullmolar og það var æðislegt að fá þau í heimsókn. En svo ákváðu þau að halda áfram í heimsóknum og við Gummi og Lilla vorum bara 3 eftir á heimilinu og við vildum ekki hafa það þannig svo að við buðum Garðari, Freydísi og co í mat og ætluðu þau að koma. En svo hringdi Freydís og afboðaði þau þannig að ég og Gummi urðum bara að sætta okkur við að vera ein eftir hér.

Ég er svo bara búin að vera að læra hérna heima, og mér finnst ég hafa verið dugleg. Ég skar allt í pulsupastað og Gummi eldaði svo núna sit ég hér og blogga fyrir ykkur yndislegu bloggvini. En hafið það gott og ég vona að helgin hjá ykkur hafi verið jafn góð og mín.

ps. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hvernig á maður að skrifa orðið typpi???? Er það typpi eða tippi. y er flottara en ég veit ekki hvað er rétt. Var spurð að þessu um daginn GetLost

Over and out ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband