Æðisleg helgi yfirstaðin :)

Þessi helgi er búin að vera mjög góð. Föstudagurinn fór bara í að vinna og það var bara fínt. Svo var komið heim og ég horfði á útsvar svo kom Gummi heim um 9 leitið alveg dauðþreyttur eftir erfiðan dag. Sleeping En svo lágum við bara hérna og gláptum á sjónvarpið og svo var bara farið snemma í háttinn. Laugardagurinn kom svo upp ekki svo bjartur en það rættist vel úr honum. Byrjaði á því að koma mér á fætur og fór svo í tölvuna og svona dútl bara. Ákvað svo að þrífa þar sem mér gekk ekki nógu vel að koma karlinum á fætur. Setti ryksuguna í gang og lét útvarpið á og kallinn rumskaði ekki einu sinni. Svo skúraði ég efri hæðina og fór svo niður og reyndi hvað ég gat að koma karlinum á fætur kom með alveg snilldarhugmynd sagði við hann að ég myndi koma með geðveikt fallega b*** kellu inn en þá fattaði ég að ég myndi aldrei ná honum frammúr þannig að ég var ekki lengi að taka þetta til baka. En á endanum náði ég karlinum og hundinum upp í sófa. Ákvað svo að fara í Samkaup að kaupa einhvað smátterý úr bakaríinu og sagði við kallinn að hann yrði annaðhvort að vera búinn að raka sig eða fara í sturtu þegar ég kæmi til baka, en ég var svo heppinn að hann var búinn að bæði þegar ég kom heim. Því var hent í sig matnum og svo var rokið út.

Leiðinni var haldið upp á Egilstaði. Þegar þangað var komið var byrjað á að fullnægja þörfum mínum og fara með mig í bónus og var verslað smá þar svo var farið til Tengdó í kaffi. Lét tengdó líka hafa nokkrar buxur til að laga sagði að hún mætti taka sinn tíma en hún var búin með þetta þegar við vorum búin að fara út að éta. LoL Þessa helgi græddi ég 3 nýjar buxur Smile Einar sem ég var búin að gleyma en rennilásin farinn að stríða mér. Svo voru tvær buxur sem voru með saumsprettu og ég lét bara laga það. Klukkan 7 var svo mæting í matinn. Fyrir þá sem ekki vita var boðið út að borða með vinnunni hans Gumma. Í matinn var sjávarréttasúpa ( var að fara að fá mér eina skeið þegar ég heyrði einhvern segja - þetta er sjávarréttarsúpa ) En ég smakkaði samt á henni en fannst hún ekki góð. Svo fengum við rosalega gott kjöt og grænmeti og kartöflumús og sósu. Í eftirrétt var svo rosalega góð súkkulaðikaka með rjóma var bara orðin svo södd að ég gat ekki klárað. Crying Svo var bara setið smá lengur og sötrað rauðvín og spjallað og einhvað um 12 var haldið heim á leið. Þegar heim var komið var bara farið að sofa enda búið að vera langur dagur.

SmileSunnudagurinn rann upp. Vaknaði klukkan 10 lagðist upp í sófa og fór að horfa á skrípó það var bara æði. Vona alveg innilega að ég fái einhvern tímann að horfa á skrípó með barninu mínu. Var að læra það í uppeldisfræði að það er mjög hollt fyrir börnin að það sé horft með þeim á sjónvarpið og leyfa þeim að spyrja eftir á. Var svo bara að hangsa í tölvunni. Svo kom Gummi frammúr og þá hringdi systir hans Gumma og ákvað að kíkja í heimsókn. Og það var alveg rosalega gaman að fá þau. Oddný Edda og Benedikt Árni eru algjörir gullmolar og það var æðislegt að fá þau í heimsókn. En svo ákváðu þau að halda áfram í heimsóknum og við Gummi og Lilla vorum bara 3 eftir á heimilinu og við vildum ekki hafa það þannig svo að við buðum Garðari, Freydísi og co í mat og ætluðu þau að koma. En svo hringdi Freydís og afboðaði þau þannig að ég og Gummi urðum bara að sætta okkur við að vera ein eftir hér.

Ég er svo bara búin að vera að læra hérna heima, og mér finnst ég hafa verið dugleg. Ég skar allt í pulsupastað og Gummi eldaði svo núna sit ég hér og blogga fyrir ykkur yndislegu bloggvini. En hafið það gott og ég vona að helgin hjá ykkur hafi verið jafn góð og mín.

ps. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hvernig á maður að skrifa orðið typpi???? Er það typpi eða tippi. y er flottara en ég veit ekki hvað er rétt. Var spurð að þessu um daginn GetLost

Over and out ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það er typpi En ég er ekki komin með typpi enþá allavegaNóg að gera hjá þér Dísa mín Hafðu það gott í vinnunni á morgun ,knús á þig Mamma

Ólöf Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:04

2 identicon

Sælar frænka alltaf nó að gera hjá þér dúlla mín.Gangi þér og þínum vel í öllu.Knús og kossar.Frænka

Gunna frænka (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nóttMammaFór út að labba  í kvöld

Ólöf Karlsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Hey hey spái að þú verði orðin mamma fyrir þrítugt.Hvernig líst þér á frænka,þú átt það svo sannalega skilið elsku Ásdís mín.Knús og kossar Þín frænka

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Knús á þig dúllan mín Mamsa

Ólöf Karlsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:11

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Vertu bara róleg Mamma kemur og hjálpar þér Dóra er svo upptekin við að skoða hvað er í matinnHún kemst ekki hún er líka á kafi í snjóKnús mamsa

Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband