Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Bíódaga helgi.

WinkGóðann daginn. Var svo upptekin í gær að ég hafði engan tíma til að blogga í gær. Fyrirgefðu mér Mamma Wink En ég skal sko bæta þér það upp núna með góðu bloggi.

Nú ætla ég að segja frá helginni eða allavega það sem er búið af henni.

Föstudagur: Vaknaði, átti að labba í vinnunna í grenjandi rigningu þar sem Gummi var með bílinn. En ég var svo heppinn að æðislegi nágranninn minn hún María lind var að fara einhvað þannig að hún keyrði mig og sagði að hún léti mig sko ekki labba. Takk æðislega María Lind mín. Wink En svo var ég að vinna til klukkan 6 og já það var bara gaman í vinnunni, mér finnst alveg æðislegt að vera búin að fá Elínu mína og Þrúðu til baka. Þegar vinnan var búin þá fékk ég far hjá Siggu minni heim vegna þess að ég náði ekki í Gumma og hélt hann væri bara sofandi en svo kom ég heim og enginn bíll og ég hringi í Gumma og spurði hvar hann væri eiginlega og er hann þá ekki bara inn í Samkaup að sækja Elskuna sína. En í staðinn keypti hann bara góðann mat eða lambasneiðar og það var ofsalega gott. En eftir matinn lögðumst við upp í rúm og ætluðum aðeins að loka augunum en Gummi minn steinsofnaði en ég horfði á myndina sem hann ætlaði að horfa á sem heitir i spy og hún var nokkuð góð.  En svo fór ég bara snemma að sofa.

Laugardagurinn: Vaknaði mjög snemma og við Gummi kúrðum smá stund og ég sofnaði svo aftur og vaknaði ekki aftur fyrr en klukkan um 11 og rauk í sturtu hálf sofandi. Svo vaskaði ég upp en svo fórum við Gummi að finna skólabækur. Fórum í tónspil og við fengum nokkrar bækur þar en svo var leiðinni haldið upp á Egilstaði. Komum reyndar við í Byko á Reyðarfirði og hittum svo Garða og strákana á Olís á Reyðarfirði þeir voru að fara á Höfn að sækja Freydísi og litlu prinsessu. Ég spurði Pál helga hvað hann vildi fá í afmælisgjöf og hann sagði transformer grímu eða hjálm. Ætla að sjá hvort ég finni það eða bara einhver fín föt á strákinn minn.

Svo byrjuðum við Gummi á að fara í office og kaupa restina af bókunum svo kíktum við inn í Bónus og keyptum í pylsupasta og senseokaffi út mánuðinn. Svo bauð ég Gumma á Subway og byrjaði þar að fá alveg geggjaðislegan hausverk en við kíktum samt til tengdó og fórum í kaffi þar og fengum sultur. En svo langaði mig svo að kíkja í Samkaup þar og skoða og það er orðið alveg geggjað flott. En þar sem hausverkurinn versnaði og versnaði bara þá var bara farið á hraðferð heim. Þegar heim var komið tók ég inn 2 panodil og Samarin þar sem mér var orðið flökurt líka og mér varð alveg ískalt þannig að ég lá í sófanum með teppi og sæng og steinsofnaði þar og vaknaði um hálf átta. Þá horfðum við Gummi á allar myndirnar sem voru á stöð eitt fórum reyndar smá ísrúnt eftir egyptalands myndina ( Vallý mín þú varst með í huganum á ísrúntinum ) GrinEn svo horfðum við á restina af myndunum og horfðum svo á eina til viðbótar sem heitir Ameriacan Crime og vá hvað hún var spennandi en samt þurfti maður sko að vera með tyssjú og reiðin blossaði líka upp. Mæli alveg með þessari mynd en ekki fyrir ofurviðkvæma. En svo var haldið í bólið.

Sunnudagur: Vaknaði um 9 og ákvað að fara bara á fætur kveikti á sjónvarpinu og horfði á skrípó. Hvað þetta er svo notarlegt. En dottaði yfir því en nú sit ég hér og blogga og hlusta á tónlist. En jæja fer að láta þetta duga í bili. Ps. 5 dagar þangað til að ég kem suður Wink


Smá update

úr lífi mínu þó það sé ekki mikið sem gerist í mínu lífi. Mig dreymdi skrítinn draum í nótt á eftir að segja Mömmu frá því þegar hún hringir í mig.

Ég komst inn í fjarnámið og mig hlakkar geggjað mikið til. Það byrjar í þessari viku. Reyndar tók ég upp 103 og ísl 212 og ég held að ég eigi allar bækur sem ég þarf að nota. Gummi er líka búinn að skrá sig þannig að við verðum kannski rifist um tölvuna LoL Annars er ég ekki í miklu bloggstuði núna er einhvað svo geggjað þreytt og ætla bara að henda mér í sturtu og fara svo að sofa Sleeping Svo er ég eiginlega búin að ákveða að fara suður um ljósanótt. Ætla sko að fara með Heiðu hring um bæinn minn. Gamla...


Árið 2008

Þú veist að það er 2008 ef.....



1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara

á takkann á sjónvarpinu.



6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.


8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.


9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir  númer fimm.




10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.


12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

 


Setning dagsins er!

Ég ætla að fara að ná í tusku og blautt vatn. Smile hef ekki oft heyrt um þurrt vatn. En þessa setningu lét ég út úr mér í morgun þegar ég missti niður jógúrt og var að þurrka upp með tyssjú en það gekk ekki nógu vel. Kissing

Lífið gengur sinn vanagang var að vinna í dag til klukkan 6 og ætla svo bara að hafa það kósý hér heima í kveld. En jæja blogga meira seinna :)


Það er sko allt annað að sjá mig núna :)

IMG 0824 Svava var að lita á mér hárið. Geggja flott. Annars er lítið búið að gera hjá mér núna nema vinna. Held það sé það eina sem ég geri.

Var samt að spá í einu sko ég var í vinnunni í gær og var að fylgjast með 2 strákum sem voru einhvað að leika sér og þá fór ég að hugsa. - ohh hvað ég vildi að ég væri svona ung, þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu og geta bara verið barn og hafa það svo gaman. Þurfa bara að laga til í sínu herbergi og so on og on. En ætli þeir hafi ekki verið að fylgjast með mér og hugsa - ohh hvað ég vildi að ég væri orðinn fullorðinn, gæti keypt það sem mig langar í, það yrði enginn útivistartími, og byrja að vinna. Hehe Svona hugsaði ég allavega þegar ég var barn. Og svona hugsa ég þegar ég er fullorðin. LoL Svo grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.

Annars vaknaði ég klukkan 7 í morgun og fór svo að vinna klukkan 8 var svo að vinna til klukkan 6 og fór þá heim að láta lita á mér hárið. Svava og Guðrún systir hennar komu hérna og við hlógum alveg geggjað mikið. En jæja fer að láta þetta duga í bili. Ætla að fara að koma mér í bólið. Góða nótt...Cool


Á ég að segja ykkur leyndó???

SleepingÉg skráði mig í fjarnám í dag. Ætla að reyna að taka íslensku 303 og uppeldisfræði 103 og hlakkar geggjað til. Veit reyndar ekki hvort ég komist inn en það er bara að krossa puttana. Tounge Gummi var líka að skrá sig bara cool sko ég er alveg komin með 56 einingar og það eru ekki nema 140 sem maður þarf til að verða stúdent. Þannig að ég er svona næstum því hálfnuð. Það er samt einn mikill ókostur og það er að ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að læra. Ætli ég myndi ekki bara reyna að verða stúdent að félagsfræðibraut held það sé svona almennt bara. Woundering

Annars er lítið að frétta héðan. Helgina var rosalega góð. Á Laugardaginn fórum við Gummi upp á egilstaði og vorum bara að leika okkur fórum í bónus og svona og svo kíktum við yfir til Freydísar og Garðars en Freydís var bara heima ásamt Mömmu sinni og heilum krakkaskara. Það var nú eitt fyndið sem skeði þar ég tók Magnús Orra upp til að knúsa hann og Lilla var sko ekki sátt vældi bara og vældi , hvernig ætli hún verði þegar ég eignast börn Undecided En svo komu við Gummi bara hingað heim og elduðum Lasagne og svo var bara tekið þvi rólega um kveldið. Fengum okkur göngutúr og það var alveg æðislegt það var orðið dimmt en frekar heitt úti og þetta var svo kósý.

Á sunnudaginn fórum við Gummi aftur upp á Egilstaði og Mamma hans Gumma var að taka út sultuvinninginn og bauð okkur öllum í kaffi á Skriðuklaustri og það var sko bara gott. Það var alveg rosalega gaman að fylgjast með Benna og Oddný Eddu hlaupa um þau skemmtu sér sko alveg konunglega. En svo um kveldið var bara komið hér heim lagað til og svo leigði Gummi mynd sem heitir three musketers veit ekki hvort ég skrifa rétt en ég náði ekki að horfa á hana þar sem ég var orðin frekar þreytt og skreið inn í rúm.

Dagurinn í dag er búinn að vera mjög góður það var reyndar alveg hrillilega erfitt að vakna í morgun en ég kom mér framm úr á endanum. Wink Ég var að vinna til klukkan 6 og kom svo heim og fékk mér kryddbrauð með smjör og osti. Svo vaskaði ég upp og þurrkaði af borðinu og svo hékk ég í tölvunni í smá stund en svo fór ég út að labba með Lillu. Eftir göngútúrinn talaði ég við Mömmu smá stund og svo fór ég í sturtu. En nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna og blogga. Svo er ég að fara til tannsa í fyrramálið það er eins gott að fara því að sofa núna Sleeping

ps. Smá ábending til ykkar. Þegar þið takið bensín takið þá eftir hvað stendur á dælunni sjálfri. Tók eftir því áðan á orkunni að á stóra skiltinu stóð að líterinn ætti að vera á 165, einhvað en á dælunni sjálfri stóð 172 þannig að spáið smá í þessu.


Fallega frænkan mín

IMG_4799

Þetta er hún Maríana frænka mín. Vá hvað mér finnst erfitt að þekkja hana ekki eins vel og hin frændsystkynin ég hitti hana svo sjaldan er eiginlega farið að klæja í fingurnar við að fá að hitta hana aftur. Ég verð að fá að kynnast henni almennilega ég vill að hún muni eftir mér. Bráðum fer hún að komast á þann aldur að hún fari að tala og þá vill ég að hún spyrji hvenær Ásdís frænka komi suður. Svo þegar hún er orðin svoldið eldri þá verður hún sko alveg meira en velkomin að koma austur til Ásdísar frænku. Kissing Sakna þín geðveikt mikið Maríana frænka.  Verð bara að reyna að vera dugleg að tala við þig í síma og skype svona þegar þú ferð að tala.

Nú er í fríhelgi. Við Gummi ætlum að gera einhvað sniðugt í dag fara einhvað svo er okkur boðið í kaffi á morgun með fjölskyldu Gumma man ekki hvert en það er hér fyrir austan. 

Hér í Borghól er allt í drasli og ég nenni sko ekki að taka til en ætli ég verði ekki að láta mig hafa það :) En jæja nóg af bloggi í bili blogga aftur þegar ég nenni Woundering


Hrúturinn...

Mundu að þú ert þinn eiginn gæfusmiður og enginn getur lifað lífinu fyrir þig. Þú verður í smá tilvistarkreppu og margt leitar á hugann, þú hefur valið þér góða leið, passaðu þig á útúrdúrnum. Happadagur 17. Ágúst. ( Tekið úr vikunni)

Svo þar sjáið þið það ég á í tilvistarkreppu ég hélt að gamlir karlar með bláa fiðringinn fengju bara svoleiðis en svo virðist ekki vera.

Ég er hætt að kenna Mömmu á tölvur, hún verður alltaf betri en ég. Sko ég lét hana hafa blogg og hvað haldið þið kellan er duglegari að blogga en ég Tounge Og svo sagði hún mér að fara inn á facebook skráðum okkur á svipuðum tíma og ég náttla bjóst við því að hún myndi alls ekki ná mér í vinum en hvað haldið þið kerlan á fleiri vini en ég hún á sko 20 vini og ég 13 eða einhvað álíka. Wink Fer að aftölva mömmu. Haha það er samt eitt sem hún nær mér ábyggilega aldrei í og það er að skrifa á lyklaborðið og vera ekki með neinar stafsetningarvillur. Cool Hehe Fyrirgefðu Elsku Mamma mín.

Lífið gengur sinn vanagang hér í Borghól. Haha það er sko nafnið á húsinu okkar flott nafn. Gummi er búin að fá gröfu til að moka upp hjá okkur hann er að fara að drena og þá loksins getum við farið að nota hitt herbergið og svo var hann að panta nýjan glugga á baðið og geymsluna niðri það er sko allt að gerast í borghól. Wink 

Nú er að koma fríhelgi hjá mér og það verður bara æði. Hlakkar sko geggt til. Ætla sko að reyna að fara upp á Egilstaði og gera einhvað spennandi. Kannski reyna að fara í gæludýrabúðina og kaupa sjampó fyrir hvítan feld handa Lillu. Woundering Og svo bara að slaka á eða reyna það allavega.

Lilla dró mig út að labba áðan hún er sko búin að væla við hurðina þangað til ég drattaðist á fætur og fór út löbbuðum alveg í klukkutíma með einu sígarettustoppi hjá Sveinu og Svövu og co :) Ég reyki samt ekki lét þau bara reykja fyrir mig. En jæja blogga meira þegar ég nenni LoL Og munið að kvitta :)


Get ekki sofið :(

Hvað á maður að gera þegar maður getur ekki sofið? Mér finnst þetta bara skrítið því ég sef alltaf svo mikið. var orðin alveg geggjað þreytt í gær og ákvað að fara niður í rúm en lá þar og bylti mér til 02:30 gafst þá upp fór upp og setti mynd í tækið og ætlaði að sofna yfir henni en Nei ég sofnaði ekki kláraði myndina og fór svo niður að gera aðra tilraun. Woundering Sofnaði þá um 4 leitið. Vaknaði svo klukkan 8 og fór að pissa og hleypti Lillu út og lagðist svo aftur upp í rúm sofnaði svo og vaknaði þegar Gummi kom klukkan 9 Smile Lá svo upp í rúmi í hláturskasti ( ábyggilega bara svefngalsi í mér) fór svo í sturtu um hálf 10 og svo er ég búin að hanga í tölvunni síðan. Ætla samt að fara að setja í þvottavél og svona. Gasp 

Annar er ekkert meira að frétta af mér. Mamma er farin og ég er búin að vera lasin. Náði mér í einhvað fjandans kvef. Nú ætla ég að sjá hvað viljinn er sterkur var búin að segja að ég ætla ekki að verða veik í hálft ár. Það er sko mikið hjá mér þar sem ég er alltaf veik. Sjáum svo hvort mér takist það.

Lá upp í rúmi um daginn að lesa. Svo kom Gummi niður og sagði - Hva ertu farin að sofa? - Nei ég ætla að reyna að lesa alla vikuna WinkHeartW00t Gummi bara what rólega þá var ég náttla að tala um tímaritið vikan hehehehehehehhehehe.

En jæja nóg af blaðri í bili Elska ykkur öllllllllllllllllllll Kissing


Snilldar mynd

Ætla að deila þessari mynd með ykkur. Erum í Hollandi og þarna sagði ég við Pabba - jæja eigum við nú að fara að slaka á. Og fór sko í svona góða slökun InLove Njótið vel.

scan0002 Hún er stærri í myndalbúminu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband