Tilraun 2

Mér til mikillar ama var ég búin að segja frá helginni en svo datt allt út. En hver hefur svo sem ekki lent í því svo hér kemur tilraun 2 Smile

Föstudagur: Var að vinna frá 8 til 6 og kom heim fór í sturtu og gerði mig tilbúna fyrir jólahlaðborðið. Það var sko jólahlaðborð og show í Egilsbúð og við fórum með hluta af Samkaup, það voru fáir sem komust. Crying En allavega þetta var mjög fínt og´mjög gaman. Gummi fór fyrr heim en ég þar sem að hann þurfti að mæta snemma í vinnu en ég fékk far hjá Kristíni og Villa. Þegar heim var komið var bara kíkt aðeins í tölvuna og svo farið að sofa( enda klukkan orðin margt) Smile

Laugardagur: Ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig. Ætlaði sko að mæta aðeins fyrir klukkan 11 af því að það átti eftir að taka saman baksturinn en nei mín vaknaði 15 mín yfir 11 enda var bara hoppað inn á klósett og svo út. Var svo að vinna til klukkan 6. Kom þá heim og eldaði bara svona smátterý það var sko lambasneiðar, rósapiparsósa og grænmeti handa mér. Ekki samt skilja það þannig að ég hafi ekki tímt að gefa Gumma grænmeti hann bara borðar það ekki. En svo horfði ég á Spaugstofuna en fannst hún ekki svo góð. Svo hringdi ég í hann Kalla bróður minn bara svona til að minna hann á mig ( og hann er alltaf sami prakkarinn og þóttist ekki þekkja mig) haha. Svo ætluðum við Lilla að vera rosalega góðar að taka á móti Gumma en fórum aðeins of seint af stað í göngutúr þannig að hann var á undan okkur heim. Horfði svo á mynd sem heitir Mexíkóinn og hún var alveg geggjað góð en svo var bara farið snemma í bólið.

Sunnudagur: Vaknaði um 9 leitið fór í sturtu og hellti mér svo upp á kaffi og sat og horfði á tv. Fór svo að skúra hérna. Kem hérna með eitt kreppuráð. Þið sem hafið lítið á milli handanna núna þá getið þið sleppt því að þrífa hjá ykkur og tekið svo lóið sem kemur og búið til kodda. Smile Og ef það er mjög skítugt hjá ykkur þá getið þið kannski gert sæng líka. En nóg um það Þegar ég var búin að skúra þá fór ég að setja í þvottavél og brjóta saman þvott og svo henti ég í Lakkrístoppa og kornflexsmákökur maður verður nú að baka einhvað. Var sko með jólalög á hæsta styrk og naut mín vel :) En jæja svo var bara tiltekt í frystinum í matinn svo tókum við Lilla stóran göngutúr og tókum á móti Gumma svo spjölluðum við saman og svo var bara fljótlega farið að sofa. Gleymdi að segja frá einu ég leigðii mér líka mynd sem heitir over her dead body og hún var mjög góð.

En jæja ætla að segja þetta gott í bili

ps: dagar Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Hæ frænka það er alltaf nó að gera á litlu(stóru stærra)heimili hahaha.Kvitt kvitt

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Jæja þú ætlar sesé ekki að safna þér í sæng og kodda hehe.Hér er ég heima með flensu .Ekki segja Dóru að ég ætli að límast við sofus

núna ,hún má ekki vita það  Knús á ykkur Mamma

Ólöf Karlsdóttir, 15.12.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband