Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Góðan daginn :)

Jæja ætli það sé nú kominn tími á blogg. Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að blogga síðustu daga enda hefur verið alveg nóg að gera hjá mér er búin að vera að vinna allan daginn í sirka eina viku. En í morgun  er ég búin að vera mjög dugleg að þrífa, Er búin að setja í þvottavél og svo er ég búin að skúra eldhúsgólfið já og vaska upp nenni ábyggilega ekki að gera meira af þessu núna enda er ég að fara að vinna á eftir eða frá 12 til 18 sem verður bara cool.

Í gær kíktum við Gummi á Breiðdalsvík á tvíburana og það var bara gaman fékk að máta bæði börnin og ég held að þau hafi farið mér bara nokkuð vel set kannski myndir inn á eftir eða á morgun. Annars hef ég ekkert skemmtilegt að segja í bili þannig að ég bið bara að heilsa BLESS

Desember 111Hér er ég að máta litlu stelpuna fer hún mér ekki bara nokkuð vel :)


Jæja þá!

Ég skal bloggaGrin Hjá mér er bara búin að vera brjáluð vinna síðan ég kom heim. Reyndar kom Magga til okkar á Sunnudagskvöldið og það var alveg rosalega gaman. Páll Helgi kom að sjálfsögðu með okkur til mikillar gleði því hann er svo mikið KRÚTT Happy En svo fórum við til Þeirra á Þriðjudaginn og það var líka mjög gaman maður verður að vera duglegur að fara einhvað annað líka má ekki hanga heima bara.

En Gummi fór illa með mig í gær. Hann var búinn að vera að steikja hamborgara og svo vantaði mig disk og ég segi -hva, til hvers ertu að fá þér kellingu ef þú getur ekki hugsað um hana? Og hann stakk svo roslega upp í mig og ég varð orðlaus því hann svaraði bara til baka- Til hvers ert þú að fá þér kall sem getur ekki hugsað um þig??Grin

Já svona er þetta. En ég sé ekkert framundan á næstunni nema VINNA þannig að ég skal samt reyna að blogga einhvað líka. En nú er þetta nóg í bili. Hafið það gott.Kissing


Minningarblogg um Jón Ægisson

Hann elsku Jón minn fór úr þessum heimi þann 3 Janúar 2007 og Ætla ég að gera smá minningarblogg fyrir hann þið sem skoðið þetta megið kveikja á kerti fyrir hann.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband