Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hitt og þetta :)

Maður er alltaf jafn lélegur í blogginu. þegar ég er í vinnunni eða einhvað þá er ég sko búin að gera fleiri fleiri blogg í huganum en svo dettur allt út þegar maður kemst í tölvuna Undecided En ég ætla að reyna að blogga einhvað. Ég hef eiginlega ekkert gert annað en að vinna og hanga heima´hjá mér síðustu daga. Dagurinn gengur alltaf eins fyrir sig maður vaknar, gerir sig tilbúinn fyrir vinnu fer í sturtu og svona svo fer maður í vinnu og er ekki búinn þar fyrr en 6 eða 7 og þá fer maður bara heima að laga til, elda og horfa á sjónvarpið og svo gengur þetta eins og helgar maður kannski reynir að gera aðeins meira þá Halo 

 Tannlæknar:

Ég hef verið að spá í einu sko ég fór til tannlæknis í skoðun og það kostaði mig bara 9000 krónur svo var gert við eina tönn og það kostaði mig bara einar 13000 krónur þetta er sko bara glæpur og ekki nóg með það þá á ég eftir að fara einu sinni enn og það verður ábyggilega annar 13000 krónur úff ég fæ sko bara hausverk við að hugsa um þetta. Það sem fer líka mest í taugarnar á mér er það að maður er að borga allan þennan pening fyrir að láta pína sig, mér finnst að tannlæknar ættu þó að fara að bjóða upp á fótanudd á meðan það er verið að gera við. Og það væri að sjálfsögðu inn í verðinu. Cool

Hundar og mannfólk:

Var svo að hlæja að því um daginn þegar það var rigning úti og Lilla var ekki alveg sátt við að fara út svo að við bara drógum hana út ( ekki viljum viðað hún pissi inni) En svo þegar hún kom inn þá bönnuðum við henni að fara alla leiðina inn vegna þess að hún var BLAUT. Hvað ætli hundar hugsi eignlega um okkur mannfólkið við erum ábyggilega mjög miklar furðuverur. Alien

Og eitt sem ég vil koma á framfæri: lýsi þarf ekki að geyma í kæli fyrr en eftir opnun og hana nú :)

Takk fyrir mig. Ég skal lofa að skrifa meira næst þegar mér dettur einhvað í hug :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband