Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Elsku besti pabbi minn...

Eins og flestir vita er að þegar maður missir ástvin þá finnst manni oft að maður sé bara með martröð. Mig langar að deila með ykkur smá vísu sem ég bjó til, ég er samt ekki góð í þessum stuðlum og höfuðstöfum þannig að ég vona að þið fyrirgefið þó það sé ekkert svoleiðis en hérna kemur vísan.

Elsku besti pabbi minn

þín mun ég alltaf sakna

núna ertu einn um sinn

eða þangað til ég vakna.

Annars er allt gott að frétta héðan. Maður er alltaf með alveg helling í huga sem maður ætlar að blogga um en svo er eins og það slökkni á heilanum þegar maður er að blogga. En ég ætla aðeins að tala um dekur. Mörg börn kunna mjög vel á foreldra sína, oft fylgir líka dekur með yngsta barni. Kannski foreldrar létti svo mikið við að vera búin að koma börnumnum sínum til manna að þau ofdekra litla barnið sitt. Tökum mig sem dæmi. Ég alveg elskaði það þegar mamma var að vinna hjá Ístak því alltaf þegar hún fékk útborgað þá græddi ég vel á því. Þá var farið með mann í fatabúð og keypt handa manni einhvað flott oftast valdi ég föt. Þegar ég kom suður síðast þá tók ég eftir því að ég hef enn þessi áhrif á Mömmu. Ég og Mamma sáum síma í símanum í Smáralindinni og það var svona útborgun það var einhvað 6000 kr útborgað og svo borgaði maður vist mikið á mánuði svo ég fór að stríða Mömmu og sagði - viltu gefa mér þennan síma. - Já, sagði hún ef hann kostar bara þetta. Hahaha LoL Svo benti ég Mömmu á rétta verðið og þá kom nú annað hljóð í kelluna. Töfraráðið er bara að horfa á Mömmu sína hvolpaaugum ég meina hver stenst þetta????

IMG_0138

Ekki ég og alveg ábyggilega ekki Mamma. LoL

En jæja nenni ekki að ljúga meira í ykkur. Kveðja frá litlu vitlausu rugludalladósinni í snjókommunni fyrir austan. Kissing


Helgarfrí :)

Jæja þá er ég komin í helgarfrí mjög langþráð. En það byrjar á kolvitlausu veðri, þvílíkt rok, fór áðan með Lillu út að varð að halda fast í tauminn hjá henni svo ÉG myndi ekki fjúka. Tounge Annars er kannski ágætt að fjúka svona annarslagið, svona til að spara bensínið. Cool Annars er lítið búið að gerast hjá mér frá seinasta bloggi, ekkert nema bara vinna, skíta, borða og R++a hahhahahhaa þetta varð að fá að fylgja með.

Veit nú ekkert hvað ég á að ljúga í ykkur núna. Segi ykkur smá sögu af Lillu á meðan ég hugsa. Sko um daginn þá var ég að borða og vildi ekki gefa henni neitt af mínum mat, benti henni bara á sinn matardall og hvað gerir skvísan??? Hún pissar á gólfið við matarborðið.  En svo í gær þá poppaði ég og gaf henni ekki neitt og þar sem poppið var brennt og vont þá henti ég því og hvað gerir daman?????? Kem ég ekki að henni upp í sófa að kúka. Vá hvað ég varð foj. Ætti kannski að fara að prófa þetta heima hjá Mömmu :) Ef ég fæ ekki það sem ég vill þá er bara að girða niðrum mig og kúka í sófann. LoL Já kannski maður geti lært ýmislegt af dýrunum sínum...

Ég er búin að fá út úr myndatökunni sem ég fór í og það var allt eðlilegt nema það vantaði heilann Grin Hhahahahahhahahahah DJÓK Djöfull er maður ruglaður...

Þið Sunnlendingar viljið þið gjöra svo vel að taka rokið ykkar og skila okkur góða veðrinu??? Ég er eiginlega farin að hallast að því að Vallý hafi verið fyrir austan... Ég meina ef hún hnuplar hurðarhúnum þá er allt eins víst að hún nappi veðri líka Police Fer að senda lögguna á hana bara. Bandit

Helgin er ekki alveg plönuð. Reyndar var Gummi að tala um að einhver vinnufélagi hans hafi ætlað að bjóða okkur í kaffi og svo kannski kíkir maður á Garðar og Freydísi og börnin þeirra. Já, ég skal lofa að kúka ekki í sófann þó ég fái ekkert meira með kaffinu en mjólk, ég lofa......LoL Bónus er líka farinn að kalla á mig langar alveg að komast þangað. Svo fer Sunnudagurinn í það að læra og byggja stiga reikna ég með allavega ef að Vallý sér sér fært um að skila veðrinu.

En jæja ætla að hætta að ljúga í ykkur núna :) Hafið það gott og ekki hlaupa hratt í gegnum gleðinnar dyr þið lofið annars er mér að mæta...

Kveðja Litli rugludallavitleysingurinn fyrir austa í rokinu :)

 


Giftingar...

 

 

Hafið þið einhverntímann spáð í hefðum í giftingum? Ég var að lesa í Skakka turninum nokkra fróðleika um giftingar og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja nokkra punkta hér inn.

Af hverju er brúðurin með blæju?

Þessi siður á uppruna sinn til þess tíma þegar foreldrar brúðhjóna sáu alfarið um hjónabönd barna sinna og litið var á hjónabönd fyrst og fremst sem bandalög milli fjölskyldna. Oft var brúðurin beinlínis seld fjölskyldu brúðgumans. þá var hún látin vera með blæju við hjónavígsluna til að minnka hættuna á að brúðguminn hætti við á síðustu stundu þegar hann uppgvötar að brúðurin væri forljót, tannlaus, bólugrafin...

Af hverju leiðir faðir brúðarinnar hana inn kirkjugólfið?

Það er svo að hún hætti ekki við á síðustu stundu. LoL

Njótið þessa vel... Og þessar hefðir haldast enn þann dag í dag :) Vonum samt bara að það sé ekki af sömu forsendum.

Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig. Var að vinna og passa Töru. Haha Tara þessi stóri hundur tróð sér inn í búrið hennar Lillu snéri sér við og labbaði út aftur og vitið þið það að ég beið alltaf eftir að búrið myndi springa.

En jæja ætla að fara að hætta þessu röfli og fara að læra. Megið endilega setja inn ef þið vitið einhvað meira um giftingar :)

Kveðja Litli vitleysingurinn fyrir austan :)

 


Að komast aftur í barnæsku.

Sko ég er skrítin skrúfa vegna þess að þegar ég vakna um morgnana um helgar þá kveiki ég alltaf á sjónvarpinu og horfi á skrípó, eða allavega hlusta á það eins og núna Smile Eins og er þá er ég nú barnapía er að passa hana Töru hund Garðars og Freydísar en hún Lilla mín er ekkert sérstaklega sátt við þetta Smile. Ég er að fara að vinna á eftir frá 12 til 3 og mig hlakkar ekkert sérstaklega til. Er að spá í að fara að þrífa bílinn minn á eftir því það er svo mikið salt á honum eftir vonda veðrið um daginn. Svo var líka planað hjá mér að fara í blómabúðina athuga hvort ég finni einhvað spennandi þar. Á sko gjafabréf þar. Fór til læknis um daginn, yfirmaður minn rak mig vegna þess að ég er alltaf með hausverk, svo að litlan ég pantaði tíma og fékk bara tíma samdægurs. Mér fannst samt bara læknirinn hlæja að mér að vera að koma með svona smávægilegt eins og hausverk á hverjum degi. En ákvað samt að senda mig í myndatöku og það var tekin mynd af hausnum á mér fæ að vita úr því á Þriðjudaginn. En þó að læknirinn sagði að þetta væri ábyggilega bara venjulegt þá er ég samt smá smeyk um að einhvað muni finnast sem ekki á að vera. Blush

Á morgun er ég að vinna frá 12 til 6 og mig hlakkar ekki mikið til. Ég er orðin svo leið á þessu. Allavega veseninu í kringum helgarnar og kvöldin. En jæja blogga kannski meira í kveld. Bless bless elskurnar mínar og munið gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki hlaupa í búðum :)


Leiðindarpest.

Þá vitum við það að sjálfsstyrkurinn er ekki nóg til að fá ekki pest. Byrjaði í gær í vinnunni að vera með leiðindar hausverk en tengdi hann við vöðvabólgu. Kom svo heim og fór að verða slöpp en bjó mér til engiferte, fannst ég vera að lagast fór út að labba með Lillu í 10 mín en þegar ég kom til baka þá var ég svo slöpp að ég fór bara beint að sofa. Vaknaði svo í morgun með þann versta höfuðverk sem ég hef fengið og var bara drulluslöpp og tilkynnti mig því veika í vinnuni. Mér líður eins og ég sé bara aumingi. Af hverju þarf ég að ná í hverja einustu pest sem gengur? Á meðan aðrið verða veikir einu sinni til 2 á ári. Kannski gerir maður bara meira úr sínum veikindum ég veit ekki. En nóg um það.

Námið gengur vel og fékk ég 9 fyrir fyrsta uppeldisfræðiverkefnið og já ég er mjög stolt af sjálfri mér. Wink Svo dreif ég mig í gær að skila verkefnabókinni í uppeldisfræði en svo í dag gaf hún öllum frest þangað til á Mánudaginn. Og Dísin náttla búin að skila.

Lady vallí er víst mjög dugleg að heimsækja gömlu kerluna en það er víst alveg stórhættulegt að fá hana í heimsókn allavega skilst mér að hún girnist mjög hurðarhúna hjá fólki Tounge Eins gott að fara að festa húninn sinn vel. Ef hún skildi einhverntímann eiga leið austur á land Grin Annars veit ég ekkert hverju ég á að ljúga meira að ykkur.

Bjó til heimsins besta kvöldmat í gær. Fer oft á kaffihúsið og fæ mér crepes og ákvað að prófa að búa til sollis heima. Keypti bara svona fajitas pönnukökur, sauð hrísgrjón og steikti beikon. Svo blandaði ég saman hrísgrjónum, beikoninu, pepperoni og maísbaunir og lét inn í pönnukökuna og svo lét ég e finnson grænmetissósu inn í. Og held ég hafi fengið nokkuð gott hrós frá Gumma allavega sagði hann að þetta væri betra en á kaffihúsinu.

En jæja nenni ekki að blogga meira bæjó.

ps. Lady vallí eins gott að það er ekki hurðarhúnn á bloggsíðunni minni...LoL


Þið megið velja fyrirsögn :)

Jæja þá er komið að blogginu sem margir hafa beðið eftir. Margir héldu víst að ég ætlaði að sofa yfir veturinn, en það var ekki hægt að klóna mig, maður verður víst að vinna þegar það er kreppa að ganga yfir LoLÉg tala ekki um annað en kreppu núna haha. Var að stríða Gumma í gær, hann kom svangur heim úr vinnu og eins og vanalega var húsfreyjan ekki búin að elda ofan í karlinn sinn svo hann fékk sér bara cherrios, en húsfreyjunni fannst hann nota einum of mikla mjólk og sagði því þessi ódauðlegur orð, - Ekki nota svona mikla mjólk veistu ekki að það er kreppa í gangi... Haha þetta er svona...

En líklegast þar sem margir voru farnir að vilja fá blogg er best að koma með einhverjar smá lýsingar á þessu lífi manns. Wink Vikan er bara búin að fara í þetta venjubundna vinna, sofa og Skíta mikið :) Fór að taka mataræðið í gegn og tók út allt nammi og sætabrauð og fæ mér alltaf nupo létt einn ávöxt og kaffibolla í morgunmat. Eftir þessu breytingu er ég bara búin að vera á skítstofunni, Algjör úthreinsun í gangi sko. Það er ein sem er að vinna með mér og við erum í þessu saman og á Föstudaginn þá stakk hún nammi upp í sig og ég var sko ekki sátt en hún hrækti því strax út úr sér en svona er þetta, maður étur og étur og spáir ekki einu sinni í það sem er að fara ofan í mann.

Rigningar suddi er búinn að vera að fara yfir Austurlandið og ég held að það sé búið að rigna hérna síðan ég kom heim af ljósanótt Crying Þessir Sunnlendingar hafa greinilega fest rigninguna aftan á vélina þegar ég sá ekki til. Ég hef sko nokkra grunaða. Skamm skamm skammm.

Nýju gleraugun hafa gert ljómandi lukku og öllum finnst ég voða sæt með þau Smile Reyndar ætlaði ég að fara í dag og láta stilla þau en þá var farið að hafa lokað í Birtu á Laugardögum þannig að það varð fíluferð sem varð ekki lengi því ég var búin að vera með svo mikinn hausverk að ég vildi bara komast heim og leggja mig. Vorum komin heim um 3 leitið og ég ætlaði að leggja mig í svona klukkutíma en Nei, Dísin vaknaði klukkan 18:00 en jæja ég rak því bara karlinn á heimilinu í að henda bayone skinkunni í pottinn. Svo náði ég að laga vel til hérna tók allt og ryksugaði og skúraði og er sko geggjað stolt svo skipti ég um á búrinu hennar Lillu :) Ég er Hörkukvendi sko...

Jamm og jæja veit ekki alveg hvað ég hef meira skemmtilegt að segja ykkur. Set kannski inn myndir af ljósanótt :) Elska ykkur öll. Bless í bili :)W00t

 


Mamma náði víst að klukka mig :)

1. 4. störf sem ég hef unnið

Verslun

Flugeldhús

Leikskóli

Bæjarvinna

2 . 4 Myndir sem ég hef séð

Pretty woman

Sound of music

Grease

Corrina Corrina

3.4. Staðir sem ég hef búið á

Innri Njarðvík

Keflavík

Ytri Njarðvík

Neskaupsstað

4.Sjónvarpsþættir sem mér líkar

allir elska Raymond

House

Ewerwood

October road

5.4.Staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Keflavík

Danmörk

Egilsstaðir

Florida

6.4. Síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

Mbl.is

Flickr

Vísir.is

Facebook

7.Fernt sem ég held upp á matarkyns

Kjötsúpa

Plokkfiskur a la Óla

Pizza a la Gummi

Steiktur fiskur a la Valur

8.4.bækur sem é hef lesið oftar enn 1 sinni

Fugl í búri

Sunna þýðir sól 

Draumaráðnig  1

Draumaráðnig  2

9.4 bloggarar sem ég klukka

Gerður Ósk

Svanhildur

Mamma er samt búin

Og lady Vallý :)


Ljósanæturævintýrið á enda.

Jæja, þá er komið að lokum þessara ljósanætur ætla að segja frá henni.

Föstudagur: Var að vinna til klukkan 6 fór þá beint heim fór úr vinnufötunum og svo var leiðinni haldið til Egilstaða. Þar voru tvíburarnir Benedikt Árni og Oddný Edda þau töluðu alveg helling við okkur Gumma en svo varð Gummi að fara að vinna. Ég varð eftir og Sveina tengdamamma var að hjálpa mér á kennsluvefinu og fann loks út hvernig ég átti að ná í verkefnin. En svo keyrði Jóhann tengdapabbi mig út á flugvöll. Ég lenti í Reykjavík um klukkan 22:00 þar biðu frænkur mínar Svanhildur og Sigga eftir mér Takk æðislega fyrir að sækja mig frænkur. Wink En svo var leiðinni haldið beint suður til Keflavíkur og  þar hitti ég hana móður mína en þar sem við mæðgur vorum báðar orðnar mjög þreyttar eftir erfiðan dag þá var farið snemma að sofa.

Laugardagur: Vaknaði um 8 leitið og fór í sturtu og svo keyrði Mamma mig til Geira bróðurs þar hitti ég Maríönu og Aseneth líka og það var svo gaman að hitta þau aftur. Og hún Maríana mín er orðin svo stór Happy En svo einhvað um hádegi hringdi Berglind og bað mig um að sækja sig. Geiri bróðir var svo æðislegur að lána mér bílinn sinn sem ég mátti hafa bara og það var alveg æðislegt. Svo hafði ég samband við Heiðu systir Gumma og ég náði í hana upp á flugvöll og hún kom með mér og öllum hinum að labba út í bæ. Svo keyrði ég hana heim og fékk að sjá hjá henni íbúðina.  Svo skutlaði ég Berglindi heim og fór í mat til Geira þar fékk ég ofnbakaðan laxarétt. Svo eftir matinn hringdi ég í Heiðu og dró hana með mér út í bæ. Þar var náttla alveg helling um að vera og við biðum eftir flugeldasýningunni og svo fórum við heim til Geira bróðurs að ná í Lillu. Stoppuðum þar í smá stund og fórum svo og ég gerði tilraun til að kaupa mér nammi í 10 11 en mér hefur ekki verið ætlað að fá nammi þar. Segi ykkur frá því seinna. Svo keyrði ég Heiðu heim og fór að sofa.

Sunnudagur: Vaknaði um 11 fór smá stund í tölvuna og svo heim til Geira. Var þar að leika við Maríönu en svo þurfti Aseneth að fara að vinna en ég Geiri, Maríana og Lilla fórum á rúntinn. Kíktum til Rögnu ömmu og sollis. Svo þegar rúnturinn var búinn þá fór ég heim og gerði verkefnið í uppeldisfræði. Þangað heim kom Berglind og þá ákvað ég að hafa smá stelpukvöld prófaði að hringja í Heiðu og athuga hvort hún vildi borða með okkur en hún þurfti svo mikið að læra Crying En ég Berglind og Thelma lind pöntuðum okkur pizzu og borðuðum hana og fórum svo heim til Geira. Stoppuðum þar í smá stund en svo keyrði ég Berglindi heim og svo Thelmu stoppaði smá stund heima hjá Kalla og Kollu fór svo og náði í Mömmu og við kíktum á Stínu fínuSmile Svo var haldið af stað heim á leið. Og núna sit ég hér og blogga Cool.

Ætla að láta eina fyndna sögu með.

Geiri bróðir sat í tölvunni og prumpaði all svakalega og sagði svo Ásdís ég myndi færa mig en ég sagði - Nei, Ég geri það bara þegar lyktin kemur. Svo stuttu seinna er ég að skoða sjampóið sem ég keypti handa Lillu og var að þefa af því og sagði svo - Umm, hvað það er góð lykt af þessu, Aseneth viltu finna. Og Geiri var fljótur að snúa sér við. Hélt að prumpulyktin væri komin til mín LoLSick Hahaha 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband