Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Fljúgandi fyrirsagnir

Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa þá voru fyrirsagnirinar fljúgandi um heilann á mér, ég var með margar góðar hugmyndir og meira að segja bara nokkuð góðar. En eitthvað hefur þetta skolast til þegar ég fór á fætur því nú MAN ég bara ekki neitt.

Þetta þjóðfélag sem við búum í er alls ekki nógu gott. Mér verður illt í litla hjartanu mínu þegar ég hugsa til þess að hérna á þessu litla Íslandi skuli vera til fólk sem ég í engin hús að venda. Vildi að ég gæti boðið eitthverju fólki að búa hérna hjá mér bara. Mér finnst þetta alveg rosalegt á meðan hinn venjulegi íslendingur fer í Elko að reyna að ákveða hversu stóran flatskjá hann á að fá sér þá hefur heldur til stækkað raðirnar af fólki sem fer í mæðrastyrksnefnd og hvað þetta nú heitir til að ná sér í mat til að gefa börnunum sínum að borða. Á meðan lifa útrásarvíkingarnir góðu lífi með niðurfelldar skuldir eitthversstaðar í útlöndum með peningana sem þeir náðu að koma úr landinu. Vá, hvað ég verð reið að hugsa um þetta. Af hverju er hægt að fella niður margra milljóna króna skuldir hjá þessum glæponum en við hér sem eftir situm með kannski 14 milljóna króna skuld og það er bara sagt því miður þú skuldar ekki nógu mikið til að geta fengið hjálp. Ég er að vinna í búð og ef mér hefði dottið í hug að stela 5000 kr úr kassanum yrði ég ábyggilega send beint í steininn og myndi þar að auki missa vinnuna, ég held að málið sé að maður verði að stela nógu helvíti miklu til að sleppa með klapp á öxlina. Þetta er alveg hrikalega Ósanngjarnt. Angry

Hér á Íslandi er ekki búandi í dag. Ég held að hér sé ekki hægt að lifa. Maður fer í búð og kaupir brauð, mjólk, klósettpappír og pasta og maður kemur út úr búðinni 5000 krónum fátækari, Hvar er sanngirnin? Allt hefur hækkað nema launin og nú vilja þeir fara að minnka barnabætur og hvað eina.

Mér finnst þetta hörmuleg tilhugsun að vera að bjóða barninu mínu upp á þetta. Sem betur fer er ég og kallinn í þeirri aðstöðu að ná að borga reikningana eins og er en það má ekkert út af bregða til að allt fari í vitleysu. En það eru ekki allir jafn heppnir og ég og það finnst mér hörmulegt.

En ég vil bara senda þeim sem eiga um sárt að binda knús get því miður ekki gert betur en það eins og er. Þetta er hörmulegt ástand og ég vil fá breytingar til hins góðs og það STRAX. 


Góða kveldið!

Jæja maður á eitthverja leynda ást við þessari bloggsíðu því hingað verður maður að koma inn einstaka sinnum, held að maður sé ekki tilbúinn að loka þessari síðu enda elska ég að lesa gamlar bloggfærslur, enda var ég svaka bloggari fyrir nokkrum mánuðum.

Ég veit nú samt ekkert hvað ég á að blogga um. Einhverjar hugmyndir?

Ég get nú samt alveg endalaust dáðst að yndislega fallega stráknum mínum honum Sigurbirni. Ég er bara ekki að trúa því að það sé að verða komið ár síðan hann fæddist. Finnst ég sko hafa komið í dekrið hjá Mömmu fyrir bara mánuði síðan til að unga út. Stundum vildi ég að ég gæti sett svona stopp á tímann. Það liggur við að maður sé farinn að undirbúa ferminguna.

Þarf aðeins að æfa mig á þessu bloggi. Ætla að fara að sofa fljótlega og hugsa um eitthvað að skrifa :) Það er að segja ef það les þetta eitthver :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband