Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Fyrirgefiði

Blush Ég veit að ég er alveg hrikalega léleg í að nenna að blogga en ég kem með eitt núna en ætla eiginlega bara að blogga um helgina. Ég og Gummi fórum í víkina og það var bara æði og ég drakk ekki einn áfengan sopa alla helgina:) Var sko alveg rosalega stolt af sjálfri mér fyrir það. ( Sór þess eið að drekka ekki næst þegar ég færi þangað vegna þess að ég varð svo þunn síðast) En allavega þá komum við í víkina á föstudaginn um klukkan 7 og vorum bara að spjalla og svona svo um kvöldið fórum við í heita pottinn og það var sko algert æði. Tókum líka smá rúnt þarna um kvöldið.

Á laugardaginn vaknaði Gummi alveg eldsnemma þar sem hann varð að fara að vinna en ég og Lilla vorum eftir í víkinni og það var bara alveg helling að gera. Við fundum alveg eldgömul tímarit vikuna og séð og heyrt og vorum að glugga í það og svo var Lilla eiginlega bara í því að hlaupa um henni fannst það algjör draumur í dós að fá að vera laus og maður þurfti sko engar áhyggjur að hafa af henni hún klóraði bara alltaf í hurðina þegar hún vildi koma inn.

En svo um 7 leitið kom Gummi aftur og þá grilluðum við og svo vorum við bara að spjalla um kvöldið svo fór ég, Gummi og Garðar í pottinn og það var bara æði var varla að tíma að fara upp úr en var komin upp úr um hálf fimm Grin og þá var náttla farið bara beint upp að sofa.

Á sunnudaginn varð ég svo náttla að vakna eldsnemma til að fara út með Lillu og svo gat ég ekkert sofnað aftur og ég er ennþá vakandi, dottaði reyndar pínu í bílnum á leiðinni heim. En við lögðum af stað um 18:00 og þá held ég að ég sé búin að segja nóg frá helginni.

En svo er bara stefnan á að reyna að fá afhent á morgun. Er reyndar að fara í blóðprufu í fyrramálið en svo þurfum við ábyggilega að fara upp á Egilstaði og ná í kerruna svo verður bara komið heim og PAKKAÐ. En nóg í bili bið að heilsa.

Ps: Kalli, kolla og krakkarnir ætla að koma núna í Júlí og ég get ekki beðið eftir því. Þau ætla að reyna að vera í viku. Kissing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband