Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fyrirgefið þið bloggleysið :(

Elsku hjartans bloggvinir mínir. Ég veit upp á mig sökina Alien En ég er bara búin að vera svo hrikalega slöpp og ekki nennt neinu. En þar sem vinir fyrirgefa alltaf hvort öðru þá veit ég að þið fyrirgefið mér.

Annars er lítið að frétta héðan. Ég reyndar hafði það af að ryksuga efri hæðina og þrífa klósettið í dag. Svo var mér boðið í mat til Árna og Helgu. Árni er sko bróðir mömmu hans Gumma. Þar fengum við Lilla lambalæri og meðlæti rosalega gott. Svo kom ég heim og hafði það af að brjóta saman þvottinn sem var búinn að bíða eftir því í viku að vera brotinn saman og settur inn í skáp. Held ég eigi klapp á bakið skilið fyrir dugnað í dag, ja og þó ég svaf svo mikið líka. Annars ætla ég að fara að segja þetta gott í bili þarf að koma mér í bólið. Góða nótt og ég skal reyna að vera duglegari að blogga Smile Endilega verið dugleg að kvitta og reka mig í blogggírinn :) Kossar og Knús...


Bévítans pest.

Ákvað að update síðuna aðeins. Smile Hjá mér hefur ekki mikið skeð nema að ég er ennþá uppfull af flensu Sick Hafði nú vit á því að kíkja til læknis á endanum þar sem ég fékk svo hrikalega illt í bakið þegar ég hóstaði. Fór til læknis á Miðvikudaginn og var ég þá ekki bara kominn með Brongaitis ( kann ekki að skrifa). Fékk lyf og af þeim fæ ég alveg svakalegan niðurga**. Ömurlegt. Var síðan svo hrikalega slöpp í gær. Og lá bara upp í sófa og horfði á myndir af flakkaranum Crying Svo í gærkvöldi var ég beðin um að vera barnapía þannig að ég var með 2 kríli hér í nótt, það er pálínu Hrönn og Magnús Orra. Það gekk ágætlega. Svo komu freydís og Garðar um 3 eða hálf 4 og eftir að þau fóru þá fór ég að kaupa í matinn og aðeins að fylla á ísskápinn. Ætla svo bara að elda Lasagne handa karlinum og mér. En jæja nú nenni ég ekki að blogga meira. Ætla að setja inn eina mynd af Lillu í pollagallanum sem ég keypti handa henni fyrir sunnan.

IMG_1303


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband