Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Er allt að fara til FJANDANS???

Þá er ég að tala um allt saman sko launin okkar hækkuðu um alveg nokkrar krónur um síðustu mánaðarmót, en í staðinn er matvöruverðið að hækka eða komið upp í það sama og það var áður en þeir lækkuðu matvöru skattinn í 7 %. Þetta er náttla bara geðveiki. Nú er til dæmis bensínlíterinn kominn upp í 148 kr spáið í þessu, þetta er alveg bara ÖMURLEGT. Reyndar var ein sem ég er að vinna með við vorum að tala um að það á að fara að hækka mjólkurlíterinn upp í 100 kall og henni fannst það bara allt í lagi. Hún sagði að fyrst að fólk tímir að kaupa hálfan líter af kók á 100+ þá ætti fólk að tíma að kaupa einn líter af mjólk á 100 kr. Þessu er ég alveg sammála en ég væri frekar til í að þeir myndu reyna að halda öllu nauðsynlegu eins og matvörur og bensín á ráðanlegu verði en myndu frekar hækka allar ónauðsynjavörur eins og kók og snakk og nammi og allt það.

En nóg um það. Helgin er bara búin að fara í leti, við gummi gerðum tilraun til að fara upp á Egilstaði á Laugardaginn en við urðum að snúa við á skarðinu vegna veðurs bílarnir voru bara fastir þarna uppi og maður sá ekkert fram fyrir bílinn vegna snjófoks Angry En svo í dag var fagridalurinn þungfær en við reddum skattaskýrslunni sem betur fer Woundering.

Vikan verður bara góð held ég. Fyrir þá sem ekki vita þá á ég afmæli á Fimmtudaginn og ég fæ að fara heim klukkan 5 Gerður ætlar að vinna fyrir mig frá 5 til 7LoL Svo ætlar Gummi að bjóða mér út að borða og mig hlakkar mikið til alltaf gott að borða góðan mat Tounge En jæja það eru komnir gestir best að fara að tala við gestina bless í bili :)


Hvað er að ske???

Mikið er ég glöð að búa ekki í Reykjavík núna, maður er farinn að vakna á hverjum degi til að athuga hvaða staður var rændur þann daginn. Hvað er að verða um þjóðfélagið í dag ég bara spyr?????
mbl.is Ránstilraun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, páskafríið búið.:(

Þá er vinnan byrjuð aftur! Sem er gott en samt ekki, var farið að leiðast pínu mikið sérstaklega að vera ein Errm En Allavega þá fæ ég að hafa Gumma minn um helgina við verðum bæði í fríi núna. Það er ekkert orðið planað að gera um helgina nema að fara upp á Egilstaði og gera skattaskýrsluna, Frænka hans Gumma ætlar að hjálpa okkur, það er svona pínu meira mál að gera skattaskýrslu þegar maður er búinn að kaupa sér eins og eitt stykki hús Cool

Eldamennskan hjá mér fer alltaf bara síbatnandi og er ég farin að búa til uppstúf og brúnaðar kartöflur og hef ég sko eiginlega séð um eldamennskuna þessa vikuna. Í dag var til dæmis bara grjónagrautur og slátur og brauð. Á annan í páskum var svo etið hangjkjöt og kartöflur og heit eplakaka og ís í eftirrétt Nammi namm. Hef ekki enn ákveðið hvað á að elda á morgun en mig langar svoldið í fiskibollur í tómatsósu FootinMouth

Lillan mín er sko alltaf jafn sæt og við Gummi höldum stundum að hún sé að hlæja að okkur og ef vel liggur á henni reynir hún að tala við okkur eins og núna er hún að láta okkur vita að hún sé sko ekki sátt hún var úti og er rennandi blaut og fær þá ekki að koma lengra en inn í forstofu Wink En oft er hún mjög góð í að láta okkur vita hvað hún vill til dæmis áðan þá kom hún með verkjatöfluspjald í kjaftinum hehe hefur ábyggilega legið á gólfinu eða einhvað en við vorum nógu snögg að taka það af henni. Skildi hún hafa verið að segja okkur að hún væri með hausverk??? Wink Ætli henni finnist þá vanta meira blóm á heimilið??? Hún var allavega byrjuð að naga blómið sem var af páskaegginu. Hún er sko orðin verri en litlu börnin við þurfum að fara að kaupa lás á allt saman LoL

Elsku Pabbi minn: Það er svo margt sem mig langar til að segja þér og gera með þér Crying Ég sakna þín svo innilega sárt. Ég býst ábyggilega við því næst þegar ég kem suður að þú munir standa með Mömmu á flugvellinum og þú sendir mér þetta fallega bros sem þú sendir mér ( Alltaf varstu jafn glaður að fá stelpuna þína heim, enda er ég og verð alltaf litla barnið þitt). Við systkynin fundum alltaf svo mikla ást frá þér þó þú hafir ekki sagt það með orðum þá vissum við það alltaf að þú elskaðir okkur meira en allt og gerir enn. Ég vil svo bara láta þig vita að ég mun ávallt eiga fallegar minningar um þig og mig klæjar alltaf í fingurnar að hringja í þig það var svo gott að tala við þig og ennþá betra í eigin persónu. Heart

En jæja nú ætla ég að fara að ljúka þessu bloggi það er víst annar vinnudagur á morgun verið þið bless og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Ps: málsháttur ársins hjá okkur Gummar var Ástin gefur endurást :)


Gleðilega páska !

Jæja þá fékk ég loksins að opna páskaeggið mitt Cool Reyndar þá tók Gummi upp á því að fela það þannig að ég var alveg heillengi að leita að því, svo hljóp ég niður og sagðist vilja fá vísbendingu þá sagði hann - Eggið er á sínum stað! hann orðaði það einhvern veginn svona og ég hugsaði náttla bara í ískápinn en Nei þá var það enn upp á hillunni hann var bara búinn að halla því niður þannig að það sást ekki nema að fara á stól og kíkja upp á skápinn. Kissing Hann er nefnilega svoldið hrekkjóttur þessi elska!

En ég fékk allavega páskaeggið mitt á endanum fékk sko Freyja ævintýraegg með rís og málshátturinn var ( Ást gefur endurást )

En jæja veit ekki hvað ég á að blogga meira og munið bara að passa ykkur á páskaeggjunum :)

 


Hef sko ekki verið að standa mig í blogginu.

Enda er nú kannski ekki neitt spennandi að gerast hjá mér. En við skulum reyna að segja smá frá. Grin

Síðustu helgi ætlaði Berglind að koma og mig var búið að hlakka til alla vikuna. En Svo rennur föstudagurinn upp og Neinei þá er ekki pláss í vélinni. En jæja ég jafna mig á endanum þegar Gummi hringir og segist ætla að bjóða mér til Akureyrar varð sko geggjað ánægð gistum á hóteli og allt saman. Garðar og Freydís pössuðu Lillu fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir það Kissing En Lilla var ekkert sérstaklega sátt grét mikið og neitaði að borða þangað til að við komum aftur þá fór hún beint í matardallin sinn.

En á Akureyri var bara farið í smá verslunarleiðangur fórum í rúmfatalagerinn og keyptum dúk á borðið og herðatré og svona. Og svo var farið í Hagkaup. En þegar ég fór inn í Hagkaup þá pípti þjófavarnarkerfið á mig sko þegar ég labbaði INN ótrúlegt sko ég er viss um að það hefur verið að vara Gumma við að fara með mig þarna inn. En ókey við stóðum þarna eins og vitleysingar þangað til að það kom einhver stelpa og tala við stelpuna sem vinnur í afgreiðslunni og fyrsta sem hún spurði mig var hvort ég væri í fötum frá útlöndum og þá fattaði ég að ég var í peysunni frá sússu. Þá var einhvað merki inn í henni sem maður á að klippa úr og ég varð að fara inn í mátunarklefinn í Hagkaup og taka þetta merki úr. LoL Þetta var sko algjör ævintýraferð.

En við vorum komin frekar snemma heim eða við lentum í mat hjá Garðari og Freydísi fengum kjötfarsbollur í káli og ég gat borðað það án þess að verða veik Cool En Páll Helgi sagði mér að það hafi verið padda með ljótt andlit sem vildi eiga húsið hans alveg frábært sem þessum börnum dettur í hug.

En já svo gekk vikan bara eins og í sögu og ég fór í vinnuna og svona. En þetta var náttla bara stutt vika og nú er maður bara í páskafríi og veit eiginlega ekkert hvað maður á af sér að gera Devil

Gummi er á næturvöktum núna þannig að ég og Lilla erum bara mest tvær að dunda okkur. En jæja fer að láta þetta vera gott í bili og munið ekki borða yfir af ykkur af páskaeggjum :)


Fermingarstrákar ársins eru ?

Þorsteinn Ingi Karlsson fermdist 24 Febrúar Asdís 104

Konráð Ólafur Eysteinsson fermist 9 Mars Asdís 016


Afmælisbörn mánaðarins eru ?

Davíð Freyr 7 ára þann 5 Mars P1010104

 

Maríana 1 árs þann 7 Mars ''Eg 'Ola 029

 

Og vil ég óska þeim innilega til hamingju. Þar sem ég og Gummi komust ekki í afmælið þá bjuggum við til afmælisköku og erum við enn að japla á henni.


Erfið byrjun á degi.

Vaknaði klukkan 6 í morgun og fór á klósettið hélt ég þyrfti bara að pissa en Nei nei er mín ekki komin með bullandi niðurgang, Sit á klóesettinu í svona 30 mín en fer svo niður aftur og er þá svo kalt að ég verð að hafa 2 sængur. En jæja vakna svo um 8 ætlaði að fara að gera mig reddý fyrir vinnu og ætla að fara að hleypa Lillu út en Nei ég næ varla að krækja í ólinu og þarf að komast á klósettið aftur og ég er búin að vera þar af og til í allan dag. Og til að toppa þetta þá er ég líka á bullandi túr og með bullandi túrverki.Crying

En annars var helgin mjög góð. Við Gummi fórum yfir á Eskifjörð til Garðars og Freydísar, tókum Garðar reyndar með því hann var hérna niður frá og þegar við komum þangað var Freydís að baka skonsur. En jæja við stoppuðum þar smá stund og brunuðum svo yfir aftur.Halo

Laugardagur, Ég og Gummi vöknuðum snemma og fórum upp á Egilstaði og versluðum alveg helling. Ég keypti mér eyrnalokka, fataskáp, inniskó, heimasíma og svo smá mat í bónus. Þvílíkur verðmunur þar og hérna í Samkaup tökum sem dæmi Ben&jerrys ís hann kostar 749 hjá okkur hann kostaði að mig minnir 549 kr í bónus og þetta er sko alveg nákvæmlega sami ísinn... En jæja nóg um það svo náttla fórum við í Kaffi til Tengdó og þar voru Þóra, palli, Benedikt og Oddný og þar að auki voru Heiða og Amma hans gumma og svo að sjálfsögðu tengdó. Og það var mikið fjör og mikið gaman.Blush

Vorum svoldið að fylgjast með Benedikt árna og Oddný eddu þau fóru inn í herbergi til Heiðu og svo var Benni allur í sjónvarpinu og vídeoinu en Oddný var að rífa bækurnar úr hilluni og svo til að toppa allt þá stóð Benni ofan á bókunum og náði lengra inn í hilluna.Wink

Um kvöldið var svo brunað beint hérna niðureftir og byrjað að elda. Garðar, Freydís, Páll helgi og Magnús Orri komu öll hingað í mat og það var mjög fínt.En svo urðu þau að bruna yfir fjallið með 2 þreytta stráka. Og við Gummi gengum bara frá hérna heima og fórum svo að sofa.Sleeping

Sunnudagurinn: Löguðum til allan daginn og breyttum hérna heima, fórum reyndar stutta ferð yfir á Eskifjörð og tengdó komu á móti okkur þau fengu lyklaborð hjá okkur en annars var allt tekið í gegn. En jæja fer að segja þetta gott í bili. Reyni kannski að setja inn fleiri myndirHappy

IMG_0310


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband