Nú er Gunna á nýju skónum...

Nú er að koma jól. Já, það styttist í þetta. Við Gummi fórum á Egilstaði í gær að kaupa nokkrar jólagjafir Smile Gott að vera byrjuð á þessu Smile Maður þarf víst ekki að vera á síðustu stundu með allt, eða ég vona ekki.  Á ég að segja ykkur smá frá helginni? Þið ráðið, ha, hvað segið þið? Já, ekki málið ég skal segja frá.

Föstudagur: Byrjaði daginn frekar snemma á að halda áfram að læra undir Íslenskupróf sem gekk svo því miður ekki nógu vel Crying En ég var allavega með 8,4 í vetrareinkunn þannig að vonandi næ ég með því að ná þessu eina próf upp.  En svo fór ég í vinnuna og var þar til klukkan 6, það var held ég í 1 skipti sem ég dreif mig ekki heim enda bjóst ég ekki við Gumma strax þar sem hann var búinn að segja að hann yrði að vinna til svona 00:00 en ég og Lilla láum upp í sófa og vorum að horfa á útsvar þegar útidyrahurðin opnaðist og inn kom húsbóndinn á heimilinu mér og Lillu til mikillar gleði LoL En þar sem mannskapurinn var orðinn frekar lúinn eftir ævintýri dagsins þá var farið snemma að sofa Sleeping

Laugardagur: Gummi vaknaði um 6 eða einhvað og svo kom ég framm úr um 9 leitið og þá var ákveðið að byrja daginn bara snemma svo að ég dreif mig í sturtu og fór svo í apótekið og svo var leiðinni haldið yfir skarð. Við vorum komin á Egilstaði um 11 eða 11:30 og þar beið okkar soðin ýsa með kartöflum, smjöri og tómatsósu og að sjálfsögðu ísköld mjólk. Og svo eins og tengdamömmu er lagið þá var búðingur í eftirrétt. Upp á Egilstöðum voru Þóra, Benedikt Árni og Oddný Edda og þau eru náttla ennþá jafnmiklar dúllur. Benni kann allastafin og er farinn að læra fuglana líka ekkert smá duglegur Smile Svo fórum við Gummi í Bónus að versla smá jólagjafir og sollis. Svo var haldið heim til tengdó að skera út í laufabrauð og steikja. Það tók alveg tímann sinn og þar sem mig langaði til að fara í kaupfélagið þá kom Heiða bara með mér þar sem Gummi var upptekinn við að pressa laufabrauð. Í kaupfélaginu keypti ég bók sem heitir gerðu besta vininn að ennþá betri vin þetta er bók sem fjallar um uppeldi á hundum. Svo um klukkan 18:30 fórum við að fá okkur að éta, Ég, Gummi og Heiða fórum á yfirborðið og það var svo gott fengum sko pizzu og hvítlauksbrauð. Svo kíktum við á litla sleðakappa Bjössason hann er sko alger dúlla :) Svo var leiðinni haldið niður eftir. Vorum komin heim um 12 og það var svo bara farið snemma að sofa enda búið að gera margt þennan dag Wink 

Sunnudagur eða það sem búið er af honum: Gummi vaknaði jafn snemma og venjulega og ég aðeins seinna og þá horfðum við saman á skrípó og drukkum kaffi. Svo fórum við að brasast. Ég að baða Lillu og hann að laga einhvað til niðri. En nú sit ég hér með jólalagið á fullu og ætla að fara að laga aðeins til líka og svo að læra undir próf þar sem ég ætla að ná þessu prófi Wink En hafið það gott elskurnar minar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já bara mikið að gera  en það er svo gott að vera búin að kaupa jólagjafirnar

Og gott hjá ykkur að fara á Egilstaði ,og ég efa það ekki að það var gott að koma til tengdamömmu þinnar  hún er gull af manni og þau hjón

Mig hlakkar mikið til að fá ykkur 19 des ,vona bara að þið fáið nógan tíma til að gera það sem þið ætlið að gera

En knús á ykkur  og þér gengur vel í prófinu ef ég þekki þig rétt  Spray I Love You Computing Kveðja mamma





Ólöf Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Er komin á fult í kvennasveit björgunarsveita

Ólöf Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband