Fyrirgefið þið bloggleysið :(

Elsku hjartans bloggvinir mínir. Ég veit upp á mig sökina Alien En ég er bara búin að vera svo hrikalega slöpp og ekki nennt neinu. En þar sem vinir fyrirgefa alltaf hvort öðru þá veit ég að þið fyrirgefið mér.

Annars er lítið að frétta héðan. Ég reyndar hafði það af að ryksuga efri hæðina og þrífa klósettið í dag. Svo var mér boðið í mat til Árna og Helgu. Árni er sko bróðir mömmu hans Gumma. Þar fengum við Lilla lambalæri og meðlæti rosalega gott. Svo kom ég heim og hafði það af að brjóta saman þvottinn sem var búinn að bíða eftir því í viku að vera brotinn saman og settur inn í skáp. Held ég eigi klapp á bakið skilið fyrir dugnað í dag, ja og þó ég svaf svo mikið líka. Annars ætla ég að fara að segja þetta gott í bili þarf að koma mér í bólið. Góða nótt og ég skal reyna að vera duglegari að blogga Smile Endilega verið dugleg að kvitta og reka mig í blogggírinn :) Kossar og Knús...


Bévítans pest.

Ákvað að update síðuna aðeins. Smile Hjá mér hefur ekki mikið skeð nema að ég er ennþá uppfull af flensu Sick Hafði nú vit á því að kíkja til læknis á endanum þar sem ég fékk svo hrikalega illt í bakið þegar ég hóstaði. Fór til læknis á Miðvikudaginn og var ég þá ekki bara kominn með Brongaitis ( kann ekki að skrifa). Fékk lyf og af þeim fæ ég alveg svakalegan niðurga**. Ömurlegt. Var síðan svo hrikalega slöpp í gær. Og lá bara upp í sófa og horfði á myndir af flakkaranum Crying Svo í gærkvöldi var ég beðin um að vera barnapía þannig að ég var með 2 kríli hér í nótt, það er pálínu Hrönn og Magnús Orra. Það gekk ágætlega. Svo komu freydís og Garðar um 3 eða hálf 4 og eftir að þau fóru þá fór ég að kaupa í matinn og aðeins að fylla á ísskápinn. Ætla svo bara að elda Lasagne handa karlinum og mér. En jæja nú nenni ég ekki að blogga meira. Ætla að setja inn eina mynd af Lillu í pollagallanum sem ég keypti handa henni fyrir sunnan.

IMG_1303


Á morgun, ó morgundagur kær

Á morgun reikna ég með að fara suður Smile Og mig hlakkar geggjað mikið til.

Annars náði flensan að festa sig á mér, vildi að það væri ekki til neitt sem heitir flensa. Hún byrjaði sko á Mánudaginn Bolludaginn sjálfan kom heim eftir vinnu og fór að elda fiskibollur í tómatsósu og var búin að hafa mikið fyrir þessu en loksins þegar maturinn var til þá gat ég borðað eina bollu var svo lystarlaus og KALT. En ég lagðist upp í sófa undir bæði sæng og teppi og horfði á One three Hill. Svo fór ég beint niður að sofa.

Vaknaði alveg kasúldin á sprengidag. Og hringdi mig veika inn í vinnu. Lá svo bara að horfa á sjónvarpið. Gerði svo eitthverja tilraun til að búa til baunasúpu en hún var ekki alveg að virka held ég. Sko hún var góð og allt það en rófurnar, gulræturnar karöflurnar og allt það var bara komið í mauk og mér fannst baunirnar frekar leiðinlega láu samt í bleyti yfir nótt. En nóg um það svo kom Gummi heim og ég lét hann hjálpa mér. Ég lét hann sjá um matinn á meðan ég fór í sturtu. Svo hjálpuðumst við bara við ég gat nú borðað alveg ágætlega af súpunni en svo lagðist ég upp í sófa. Fór svo fljótt niður að sofa.

Öskudagurinn: Hélt ég væri orðin hress og fór að vinna en það var ekki svo mikið rétt hjá mér. Þó svo að maður geti eldað mat þá er ekki þar með sagt að maður geti verið heilan dag í vinnunni. En ég náði að tóra til klukkan 6 þá kom ástin mín og sótti mig. Honum leist nú ekkert á mig karlræfilinn og var eins og ljós við mig. Stjanaði vel við mig. Smile Fékk mér bara ristað brauð að borða og smá kakósúpu en lagðist svo upp í sófa Woundering Var varla að nenna að bíða eftir bráðavaktinni en lét mig hafa það og fór svo niður að sofa.

Nóttin var ekki góð. Vaknaði upp í tíma og ótíma í hóstakasti. Svo þurfti maður vatn og svo þurfti maður að pissa. En þar sem ég fann það að ég myndi ekki þrauka heilan dag í vinnu þá hringdi ég mig inn veika. Og er náttla með bullandi samviskubit yfir því en það þýðir sko ekkert. Maður verður bara að láta líkamann segja sér hvort maður sé tilbúinn eða ekki. Svo núna vona ég að þessi helvítis pest sé bara að verða búin ætla að verða orðin hress á morgun. Bara taka því rólega held ég. En jæja nóg um það Mamma mig hlakkar geggjað til að sjá þig á morgun :) Bæjó :)

 


Þetta er slæmt!!!!!!!!

Einelti bara á ekki að viðgangast. Ég lenti í þessu sjálf, þóttist vera veik í tíma og ótíma bara til að komast heim þar sem mér leið bara ekki vel. Held ég hafi sko ekki verið mikið í skólanum. Ef maður til dæmis missti af strætó þá bara heppin ég ekkert einelti í dag maður tók allar afsakanir sem maður fann. Enn þann dag í dag er ég rosalega óörugg og finnst ég alltaf þurfa að passa hvað ég segi og geri. Ég vona bara alveg innilega að skólayfirvöldin þarna opni augun og geri eitthvað...
mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott kvöld.

Ég reikna ekki með því að þið hafið verið farin að sakna bloggfærslu hjá mér. Ja, og þó. Það er bara aldrei að vita.

Helgin var rosalega góð hjá mér Smile Var að vinna á Föstudaginn til klukkan 18:00 kom svo heim og var í leti að mig minnir.

En svo á Laugardaginn átti Gummi afmæli eins og fyrr segir og við fórum upp á Egilstaði. Vorum þar að vesenast og svo vorum við bara hjá Tengdó líka. Vorum þar í mat, fengum rosalega gott læri. En svo fórum við á Karaoke og það var alveg geggjað gaman. Lilla var í pössun hjá Heiðu og það gekk bara rosalega vel held ég.

Komum heim af karaokiinu um 4 leitið og fórum þá beint að sofa.

Ég vaknaði að sjálfsögðu á undan Gumma og var bara að hangsa þangað til hann vaknaði fór þá í sturtu og svo að taka okkur til fyrir heimferð. Vá mér er svo illt í bakinu að ég bara get ekki setið við tölvuna. Klára þetta seinna.


Afmælisblogg...

Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli hann IMG_1044

Hann er 27 ára í dag .

Til hamingju með daginn ástin mín Kissing

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli hún P1010068

Hún er 12 ára í dag.

Til hamingju með daginn Elsku Thelma Lind mín Kissing


Það sem hundar hugsa :)

Hehe ætla að velta þessu fyrir mér með ykkur á eftir en fyrst þetta ... Smile

Helgin hefur gengið sinn vanagang og nú er hún búin. Eða langt komin allavega. Á föstudaginn kom ég heim og við Gummi elduðum ( elda hjá okkur er mjög oft bara að henda mat inn í ofn) Margar húsmæður í gamla daga myndu ábyggilega ekki kalla það að elda. Woundering En allavega við vorum með Kartöflugratín, Vínarsnitsel og Gordon Brown ( eins og Gummi kallar það) er samt Gordon Blue. En svo borðuðum við og svo fórum við í sitthvora áttina hann í tölvuna og ég í faðm Sófusar ( eins og Mamma kallar sófann). Horfði þá á útsvar og byrjaði á myndinni sem var á eftir því en steinsofnaði svo. En svo vaknaði ég aftur rétt fyrir ellefu og þá ákváðum við að taka smá rúnt. Rúntuðum í svona klukkutíma og fórum svo heim að sofa.

Laugardagur: Vaknaði klukkan nákvæmlega 10:33 og fór beint í sturtu. Gerði mig svo bara tilbúna inn í daginn. Var svo bara á rúntinum en fór svo heim að laga til. Þið vitið skúra, skrúbba, bóna og allt það. Var svo bara í leti yfir sjónvarpinu og tölvunni á Laugardagskveldið. Horfði á rosalega góða mynd sem heitir Win að date with Ted Hamilton hún var alveg rosalega góð Smile Svo fór ég að sofa í rúminu mínu með hreinu sængurveri á. Það var alveg himneskt.

Sunnudagur: Vaknaði á sama tíma og í gær og lét mér bara leiðast. Hafði það reyndar af að setja í þvottavél og þurrka smá af. Fór svo út að labba með Lillu. Vorum komin heim um hálf 2 og þá vorum við bara að dunda okkur hér. Lesa, þvo, hengja út á snúru og so on og on. Nennti svo eiginlega engu þangað til mér datt í hug að fara að sauma. En ég átti í erfiðleikum með að þræða spóluna í saumavélinni. Gummi reyndi að hjálpa mér í gegnum síma. Hvað ætli vinnufélagar hans hafi hugsað. Ábyggilega ekki á hverjum degi þar sem húsbóndinn kennir húsfreyjunni á saumavél. Hann hefur bara fengið betri kennslu en ég á þessu öllu saman. En ég ákvað að bíða svo bara eftir honum áður en ég gerði einhverja vitleysu. Fór og náði í hann hjá Orkunni og tók hann með mér í Olís keyptum okkur pizzu, borðuðum hana og fórum svo smá rúnt og svo heim. Svo þegar heim var komið þá tók saumaskapurinn við. Svo þegar ég var búin að sauma einar buxsur þá fór ég úr þeim sem ég var í því ég vissi að þær voru bilaðar. Og Lilla leit á mig klóraði sér í hausnum og var ábyggilega að huga - Hvernig í ósköpunum fær Pabbi, Mömmu til að afklæðast með því að gefa henni saumavél Smile HAHAHAHAH

En nóg um það. Var að segja Gumma að Davíð Oddson væri búinn að gefa Jóhönnu svar um að hann ætlaði ekki að hætta og sagði honum svo að hann gæti lesið bæði bréfin inn á ruv.is. Svo sagði ég það ratar sko allt til fjölmiðlanna, líka bloggið hennar Mömmu :) Hún kom víst í mogganum á Miðvikudaginn. En hafið það gott elsku vinir mínir. Megi vikan færa ykkur mikla gleði og ánægju CoolLoLTounge


Lalala Ævintýri er gerast :)

Haha var með þetta svo á heilanum þegar ég byrjaði þetta blogg. Þannig að það varð að fá að vera sem fyrirsögn baraSmile. Þessi vika er búin að vera í mikilli óvissu. Vissi ekki hvort mér yrði sagt upp eða hvað en það er komið á hreint að ég held minni vinnu Smile Guði sé lof.

Vaknaði klukkan nákvæmlega 10:33 í dag og fór beint í sturtu og svo er ég búin að vera að laga til og fara smá rúnt. Veðrið er líka búið að vera geggjað. Bongóblíða eins og sagt er. Reyndar snjór og kalt en rosalega bjart yfir kannski eins og líðan mín er búin að vera í dag. Mér er bara búið að leiðast smá. En í kvöld ætla ég að liggja í leti yfir sjónvarpinu. Nenni nú ekki að blogga meira en hafið það gott og kannski blogga ég meira á morgun eða eitthvað Cool

Over and out...


Eftir helgina blogg :)

Jæja þá er þessi helgi búin og ný vika tekin við. Helgin var rosalega góð hjá mér :)

Á Föstudagsmorgun hringdi Berglind í mig og lét mig vita það að hún væri að koma þann daginn. En þar sem allir voru að vinna og því bras að sækja hana en hún var alveg ákveðin að koma þannig að hún kom bara með rútunni niðureftir. Ég sótti hana bara í Olís um hálf 7. Þá fórum við frænkur að elda og Lilla var alveg rosalega glöð að fá hana. Elduðum fiskinagga og franskar Smile Svo um kvöldið vorum við bara í Leti hérna heima. Horfðum á sjónvarpið og svona. Hún sagði að ég væri alveg eins og Mamma alltaf í tölvunni CoolHaha.

Á Laugardaginn vorum við eiginlega bara í leti líka. Nema við bökuðum pizzu og það voru allir alveg tilbúnir að hjálpa til við að baka pizzu en fólkið mitt var alveg rosalega Bizzy þegar kom að því að þrífa eftir Pizzubaksturinn. En Berglind endaði þó á því að hjálpa mér smá. Svo horfðum við á Spaugstofuna og Eurovison. Svo ákváðum við að leigja okkur mynd sem heitir Chestnut og hún er sko alveg rosalega góð. Við hlógum og grétum öll mikið. En svo fljótt varð mannskapurinn orðinn þreyttur. Og þá var farið í rúmið.

Á Sunnudaginn vildi Berglind endilega baka pönnukökur og hún fékk það og svo voru þær borðaðar og svo var haldið á Egilstaði. Komum við í Krónunni og keyptum þar einhvað smá nart bara. Svo fórum við á Egilstaði að skoða Saumavélar. Komum svo við í kaffi heima hjá Tengdó og hún ákvað að fara með okkur að skoða saumavélarnar. Byrjuðum reyndar á að koma Berglindi í flug og svo héldum við aftur í Kaupfélagið. Þar hittum við tengdamömmu og við fengum ekki íslenskar leiðbeiningar með saumavélinni sem var þar þannig að við ákváðum að bíða með þetta því Tengdamamma ákvað að fara daginn eftir og fá meiri upplýsingar. En svo héldum við bara niðureftir og borðuðum og vorum bara í svona slökun. En svo var ég orðin þreytt og fór niður. En hef verið orðin eitthvað leiðinlega veik því mér fannst ég þurfa að g**** og k***Sick En gerði sem betur fer hvorugt. Var samt komin niður með fötuna og allt saman. Og mér var svo kalt. Lá undir sæng í flíspeysu og ullarsokkum. Sleeping En hafði tekið eina Samarin og var frekar hress í morgun en bara með smá höfuðverk.

Í dag leyfði ég sjálfri mér að sofa til 09:30 eða eitthvað er fór svo að vinna. Elín pantaði saumavélina og hún kemur á Miðvikudaginn líklegast Wink  Og mig hlakkar geggjað mikið til. En svo þegar ég var búin að vinna þá var ég bara að hanga hérna í tölvunni og borða og svona. Baðaði líka Lillu mína og hún er svo hrein og fín núna :) En jæja fer að segja þetta gott í bili set inn nokkrar myndir líka af Berglindi kokk :)

IMG_1204

IMG_1205

Og svo smá svona auka. Þetta er svo fallegt lag :)


Þá er komin helgi!

Eina ferðina enn. Í mínum  huga eru bara 2 dagar í vikunni það er Mánudagur og Föstudagur. Tíminn líður svo fljótt það mætti halda að einhver hafi átt við klukkuna Smile Sett hana Óvart eitt ár fram þannig að í rauninni sé þá bara 30 Janúar 2008LoL Hver veit???

Annars hefur lífið gengið bara sinn vanagang hérna fyrir austan. Ég og Lilla erum búnar að vera alveg rosalega duglegar að fara að labba stóran hring og það er bara svo rosalega gott. Sefur vel eftir á. En það gengur eiginlega erfiðara að halda sig frá sætindunum. Sérstaklega þar sem maður er með nammibarinn í augunum allan daginn og þarf svo kannski að fylla á hann líka. Ég held að ég hafi einu sinni náð að fylla á hann án þess að smakka eitt nammi. Smile

Pólitík vikunnar hefur verið mjög umdeild en ég nenni eiginlega ekki að tjá mig um einhvað sem ég þekki ekki nóg til. Veit það bara að það er mjög líklegt að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra. Svo finnst mér að það ætti að segja öllum þessum köllum sem að afsöluðu húsunum sínum til konu sinnar á meðan þeir stóðu fyrir framan alþjóð og sögðu að bankinn stæði á traustum grunni. Þessir karlar hefðu bara gott af því að fara á atvinnuleysisbætur eða fá vinnu með kannski svona 150 þúsund á mánuði. Hvernig myndu þeir ná að borga sínar skuldir, kaupa mat á heimilið og föt á börnin ????? Mig langar að sjá þetta lið lifa á þessum pening líka... og hana nú Smile Kannski maður bjóði sig bara framm í framboð Woundering 

En jæja er að fara að taka próf í sálfræði þannig að það er kannski best að ég hætti þessu þvaðri og fari að læra undir það, svona áður en ég fer að vinna. Blogga ábyggilega meira um helgina.

En við ykkur sem lesið þetta vil ég bara bjóða ykkur góðrar helgar og takið frá svona 15 mín fyrir ykkur sjálf. Naglalakkið ykkur eða eitthvað. SmileInLoveW00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband