Það sem hundar hugsa :)

Hehe ætla að velta þessu fyrir mér með ykkur á eftir en fyrst þetta ... Smile

Helgin hefur gengið sinn vanagang og nú er hún búin. Eða langt komin allavega. Á föstudaginn kom ég heim og við Gummi elduðum ( elda hjá okkur er mjög oft bara að henda mat inn í ofn) Margar húsmæður í gamla daga myndu ábyggilega ekki kalla það að elda. Woundering En allavega við vorum með Kartöflugratín, Vínarsnitsel og Gordon Brown ( eins og Gummi kallar það) er samt Gordon Blue. En svo borðuðum við og svo fórum við í sitthvora áttina hann í tölvuna og ég í faðm Sófusar ( eins og Mamma kallar sófann). Horfði þá á útsvar og byrjaði á myndinni sem var á eftir því en steinsofnaði svo. En svo vaknaði ég aftur rétt fyrir ellefu og þá ákváðum við að taka smá rúnt. Rúntuðum í svona klukkutíma og fórum svo heim að sofa.

Laugardagur: Vaknaði klukkan nákvæmlega 10:33 og fór beint í sturtu. Gerði mig svo bara tilbúna inn í daginn. Var svo bara á rúntinum en fór svo heim að laga til. Þið vitið skúra, skrúbba, bóna og allt það. Var svo bara í leti yfir sjónvarpinu og tölvunni á Laugardagskveldið. Horfði á rosalega góða mynd sem heitir Win að date with Ted Hamilton hún var alveg rosalega góð Smile Svo fór ég að sofa í rúminu mínu með hreinu sængurveri á. Það var alveg himneskt.

Sunnudagur: Vaknaði á sama tíma og í gær og lét mér bara leiðast. Hafði það reyndar af að setja í þvottavél og þurrka smá af. Fór svo út að labba með Lillu. Vorum komin heim um hálf 2 og þá vorum við bara að dunda okkur hér. Lesa, þvo, hengja út á snúru og so on og on. Nennti svo eiginlega engu þangað til mér datt í hug að fara að sauma. En ég átti í erfiðleikum með að þræða spóluna í saumavélinni. Gummi reyndi að hjálpa mér í gegnum síma. Hvað ætli vinnufélagar hans hafi hugsað. Ábyggilega ekki á hverjum degi þar sem húsbóndinn kennir húsfreyjunni á saumavél. Hann hefur bara fengið betri kennslu en ég á þessu öllu saman. En ég ákvað að bíða svo bara eftir honum áður en ég gerði einhverja vitleysu. Fór og náði í hann hjá Orkunni og tók hann með mér í Olís keyptum okkur pizzu, borðuðum hana og fórum svo smá rúnt og svo heim. Svo þegar heim var komið þá tók saumaskapurinn við. Svo þegar ég var búin að sauma einar buxsur þá fór ég úr þeim sem ég var í því ég vissi að þær voru bilaðar. Og Lilla leit á mig klóraði sér í hausnum og var ábyggilega að huga - Hvernig í ósköpunum fær Pabbi, Mömmu til að afklæðast með því að gefa henni saumavél Smile HAHAHAHAH

En nóg um það. Var að segja Gumma að Davíð Oddson væri búinn að gefa Jóhönnu svar um að hann ætlaði ekki að hætta og sagði honum svo að hann gæti lesið bæði bréfin inn á ruv.is. Svo sagði ég það ratar sko allt til fjölmiðlanna, líka bloggið hennar Mömmu :) Hún kom víst í mogganum á Miðvikudaginn. En hafið það gott elsku vinir mínir. Megi vikan færa ykkur mikla gleði og ánægju CoolLoLTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt,Knús og kossar:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:02

2 identicon

Knús Ásdís mín.

Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég var svo viss um að ég kom hér í gær og kvittaði ,það er bara tínt ..En hvað um það ,hvað hugsa hundar þú gleymdir að segja það .en svo með hitt ,ekki tala um mat ,ég er södd ,og hvað meira .Sofa borða fara út að labba með Lillu ,það er afrek, og liggja í faðmi sófusar er yndislegt .já og gott þegar maður veit ekki af því ,en langar að gerast

áskrifandi að moggablaði  ,en ekki víst að ég tími ,en langar samt ó´mögulegt eftir að fréttablaðið hætti að koma í lúguna huuu   

Knús og kremja ,fjörullarnir 

Ólöf Karlsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

Meiningin með hvað hugsa hundar var með saumavélina hvernig Gummi fékk mig úr buxunum með að gefa mér saumavél

Er að spá í að gefa þér smá H*r á svo rosalega mikið af því núna. Fullt nef sko

Ásdís Ósk Valsdóttir, 10.2.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ásdís vertu nú prúð stúlka .Og til hamingju með bóndann  

Love you all, Mamma og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband