Eftir helgina blogg :)

Jæja þá er þessi helgi búin og ný vika tekin við. Helgin var rosalega góð hjá mér :)

Á Föstudagsmorgun hringdi Berglind í mig og lét mig vita það að hún væri að koma þann daginn. En þar sem allir voru að vinna og því bras að sækja hana en hún var alveg ákveðin að koma þannig að hún kom bara með rútunni niðureftir. Ég sótti hana bara í Olís um hálf 7. Þá fórum við frænkur að elda og Lilla var alveg rosalega glöð að fá hana. Elduðum fiskinagga og franskar Smile Svo um kvöldið vorum við bara í Leti hérna heima. Horfðum á sjónvarpið og svona. Hún sagði að ég væri alveg eins og Mamma alltaf í tölvunni CoolHaha.

Á Laugardaginn vorum við eiginlega bara í leti líka. Nema við bökuðum pizzu og það voru allir alveg tilbúnir að hjálpa til við að baka pizzu en fólkið mitt var alveg rosalega Bizzy þegar kom að því að þrífa eftir Pizzubaksturinn. En Berglind endaði þó á því að hjálpa mér smá. Svo horfðum við á Spaugstofuna og Eurovison. Svo ákváðum við að leigja okkur mynd sem heitir Chestnut og hún er sko alveg rosalega góð. Við hlógum og grétum öll mikið. En svo fljótt varð mannskapurinn orðinn þreyttur. Og þá var farið í rúmið.

Á Sunnudaginn vildi Berglind endilega baka pönnukökur og hún fékk það og svo voru þær borðaðar og svo var haldið á Egilstaði. Komum við í Krónunni og keyptum þar einhvað smá nart bara. Svo fórum við á Egilstaði að skoða Saumavélar. Komum svo við í kaffi heima hjá Tengdó og hún ákvað að fara með okkur að skoða saumavélarnar. Byrjuðum reyndar á að koma Berglindi í flug og svo héldum við aftur í Kaupfélagið. Þar hittum við tengdamömmu og við fengum ekki íslenskar leiðbeiningar með saumavélinni sem var þar þannig að við ákváðum að bíða með þetta því Tengdamamma ákvað að fara daginn eftir og fá meiri upplýsingar. En svo héldum við bara niðureftir og borðuðum og vorum bara í svona slökun. En svo var ég orðin þreytt og fór niður. En hef verið orðin eitthvað leiðinlega veik því mér fannst ég þurfa að g**** og k***Sick En gerði sem betur fer hvorugt. Var samt komin niður með fötuna og allt saman. Og mér var svo kalt. Lá undir sæng í flíspeysu og ullarsokkum. Sleeping En hafði tekið eina Samarin og var frekar hress í morgun en bara með smá höfuðverk.

Í dag leyfði ég sjálfri mér að sofa til 09:30 eða eitthvað er fór svo að vinna. Elín pantaði saumavélina og hún kemur á Miðvikudaginn líklegast Wink  Og mig hlakkar geggjað mikið til. En svo þegar ég var búin að vinna þá var ég bara að hanga hérna í tölvunni og borða og svona. Baðaði líka Lillu mína og hún er svo hrein og fín núna :) En jæja fer að segja þetta gott í bili set inn nokkrar myndir líka af Berglindi kokk :)

IMG_1204

IMG_1205

Og svo smá svona auka. Þetta er svo fallegt lag :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Berglind dugleg að baka pönnsur ,þarf að leyfa henni að gera það hér hjá mér

Og á að fara að sauma föt eða falda gardínur hehe

En þetta lag er alveg gull gull fallegt elska það:-)

Ólöf Karlsdóttir, 3.2.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Svanhildur Eysteinsdóttir

Flott litla frænka mín :) Hún er myndarleg í eldhúsinu...annað en ég hehe

Svanhildur Eysteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 08:08

3 identicon

Hæ elsku Ásdís mín. Mikið er gaman að sjá færsluna frá þér. Þú ert jákvæð sem aldrei fyrr. Og myndarskapurinn í þér. Hann er nú engum líkur.

Hafðu það rosalega gott Ásdís mín og gangi þér rosa vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert að gera rosa góða hluti.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband