Gott kvöld.

Ég reikna ekki með því að þið hafið verið farin að sakna bloggfærslu hjá mér. Ja, og þó. Það er bara aldrei að vita.

Helgin var rosalega góð hjá mér Smile Var að vinna á Föstudaginn til klukkan 18:00 kom svo heim og var í leti að mig minnir.

En svo á Laugardaginn átti Gummi afmæli eins og fyrr segir og við fórum upp á Egilstaði. Vorum þar að vesenast og svo vorum við bara hjá Tengdó líka. Vorum þar í mat, fengum rosalega gott læri. En svo fórum við á Karaoke og það var alveg geggjað gaman. Lilla var í pössun hjá Heiðu og það gekk bara rosalega vel held ég.

Komum heim af karaokiinu um 4 leitið og fórum þá beint að sofa.

Ég vaknaði að sjálfsögðu á undan Gumma og var bara að hangsa þangað til hann vaknaði fór þá í sturtu og svo að taka okkur til fyrir heimferð. Vá mér er svo illt í bakinu að ég bara get ekki setið við tölvuna. Klára þetta seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Já elsku frænka lífið er eintómt vinna vakna sofa og stundum að skemmta sér.

Það var gott að þið skemmtuð ykkur vel þegar þið leifið ykkur það.

Ég held að það sé ekki svo oft.

Blíðasta blíðu knús til ykkar kæra frænka

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 18.2.2009 kl. 21:24

2 identicon

Hæ Ásdís mín.

Mikið er gott og gaman að sjá blogg eftir þig Ásdís mín. Þetta eru góð skrif hjá þér og góður andi. Ekki veitir af á miðjum rúmsjó kreppunnar. Við höfum þetta nú samt í land. Þó að við höfum ekki mótorinn að þá höfum við allavega árar. Það gæti bjargað okkur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já vinna sofa og skemta sér ,ég er alveg að fara að gera þetta allt saman ,þegar ég er búinn að finna ferðafélagann .Ásdís hvar er hann hann er tíndur og tröllum gefinn .

Knúsý knús elskan mín ,ps er farin að telja niður  1 .

Mamma þín og fóstursystir      

I'm Counting Down The Minutes Until I Can Be With You Again.
 





Ólöf Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:33

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Til hamingju með daginn elskan mín ,Mamma

Ólöf Karlsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband