Að komast aftur í barnæsku.

Sko ég er skrítin skrúfa vegna þess að þegar ég vakna um morgnana um helgar þá kveiki ég alltaf á sjónvarpinu og horfi á skrípó, eða allavega hlusta á það eins og núna Smile Eins og er þá er ég nú barnapía er að passa hana Töru hund Garðars og Freydísar en hún Lilla mín er ekkert sérstaklega sátt við þetta Smile. Ég er að fara að vinna á eftir frá 12 til 3 og mig hlakkar ekkert sérstaklega til. Er að spá í að fara að þrífa bílinn minn á eftir því það er svo mikið salt á honum eftir vonda veðrið um daginn. Svo var líka planað hjá mér að fara í blómabúðina athuga hvort ég finni einhvað spennandi þar. Á sko gjafabréf þar. Fór til læknis um daginn, yfirmaður minn rak mig vegna þess að ég er alltaf með hausverk, svo að litlan ég pantaði tíma og fékk bara tíma samdægurs. Mér fannst samt bara læknirinn hlæja að mér að vera að koma með svona smávægilegt eins og hausverk á hverjum degi. En ákvað samt að senda mig í myndatöku og það var tekin mynd af hausnum á mér fæ að vita úr því á Þriðjudaginn. En þó að læknirinn sagði að þetta væri ábyggilega bara venjulegt þá er ég samt smá smeyk um að einhvað muni finnast sem ekki á að vera. Blush

Á morgun er ég að vinna frá 12 til 6 og mig hlakkar ekki mikið til. Ég er orðin svo leið á þessu. Allavega veseninu í kringum helgarnar og kvöldin. En jæja blogga kannski meira í kveld. Bless bless elskurnar mínar og munið gangið hægt um gleðinnar dyr og ekki hlaupa í búðum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já sko hundapía ,það er örugglega skemmtilekt .Og Lilla mín er hún abbó þessi elska ,Hún ætti sko bara að vera í pössun hjá ömmu sinniHún yrði bara mjög sæl með það þessi elskaÉg  sakna ykkar obbolega mikið ,kveðja mamma gamla og stubbaknús

Ólöf Karlsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:19

2 identicon

Kvitt!

Svanhildur frænka (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband