Elsku besti pabbi minn...

Eins og flestir vita er að þegar maður missir ástvin þá finnst manni oft að maður sé bara með martröð. Mig langar að deila með ykkur smá vísu sem ég bjó til, ég er samt ekki góð í þessum stuðlum og höfuðstöfum þannig að ég vona að þið fyrirgefið þó það sé ekkert svoleiðis en hérna kemur vísan.

Elsku besti pabbi minn

þín mun ég alltaf sakna

núna ertu einn um sinn

eða þangað til ég vakna.

Annars er allt gott að frétta héðan. Maður er alltaf með alveg helling í huga sem maður ætlar að blogga um en svo er eins og það slökkni á heilanum þegar maður er að blogga. En ég ætla aðeins að tala um dekur. Mörg börn kunna mjög vel á foreldra sína, oft fylgir líka dekur með yngsta barni. Kannski foreldrar létti svo mikið við að vera búin að koma börnumnum sínum til manna að þau ofdekra litla barnið sitt. Tökum mig sem dæmi. Ég alveg elskaði það þegar mamma var að vinna hjá Ístak því alltaf þegar hún fékk útborgað þá græddi ég vel á því. Þá var farið með mann í fatabúð og keypt handa manni einhvað flott oftast valdi ég föt. Þegar ég kom suður síðast þá tók ég eftir því að ég hef enn þessi áhrif á Mömmu. Ég og Mamma sáum síma í símanum í Smáralindinni og það var svona útborgun það var einhvað 6000 kr útborgað og svo borgaði maður vist mikið á mánuði svo ég fór að stríða Mömmu og sagði - viltu gefa mér þennan síma. - Já, sagði hún ef hann kostar bara þetta. Hahaha LoL Svo benti ég Mömmu á rétta verðið og þá kom nú annað hljóð í kelluna. Töfraráðið er bara að horfa á Mömmu sína hvolpaaugum ég meina hver stenst þetta????

IMG_0138

Ekki ég og alveg ábyggilega ekki Mamma. LoL

En jæja nenni ekki að ljúga meira í ykkur. Kveðja frá litlu vitlausu rugludalladósinni í snjókommunni fyrir austan. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Falleg staka hjá þér dúllan mínDóra mín og (Milla)Neró og Lilla eru sko flottustVið elskum þau í tætlur og mikið meiraDúllan mín elska ykkur líka rosalega mikiðRugludalladósar mamma þín

Ólöf Karlsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband