Jæja, páskafríið búið.:(

Þá er vinnan byrjuð aftur! Sem er gott en samt ekki, var farið að leiðast pínu mikið sérstaklega að vera ein Errm En Allavega þá fæ ég að hafa Gumma minn um helgina við verðum bæði í fríi núna. Það er ekkert orðið planað að gera um helgina nema að fara upp á Egilstaði og gera skattaskýrsluna, Frænka hans Gumma ætlar að hjálpa okkur, það er svona pínu meira mál að gera skattaskýrslu þegar maður er búinn að kaupa sér eins og eitt stykki hús Cool

Eldamennskan hjá mér fer alltaf bara síbatnandi og er ég farin að búa til uppstúf og brúnaðar kartöflur og hef ég sko eiginlega séð um eldamennskuna þessa vikuna. Í dag var til dæmis bara grjónagrautur og slátur og brauð. Á annan í páskum var svo etið hangjkjöt og kartöflur og heit eplakaka og ís í eftirrétt Nammi namm. Hef ekki enn ákveðið hvað á að elda á morgun en mig langar svoldið í fiskibollur í tómatsósu FootinMouth

Lillan mín er sko alltaf jafn sæt og við Gummi höldum stundum að hún sé að hlæja að okkur og ef vel liggur á henni reynir hún að tala við okkur eins og núna er hún að láta okkur vita að hún sé sko ekki sátt hún var úti og er rennandi blaut og fær þá ekki að koma lengra en inn í forstofu Wink En oft er hún mjög góð í að láta okkur vita hvað hún vill til dæmis áðan þá kom hún með verkjatöfluspjald í kjaftinum hehe hefur ábyggilega legið á gólfinu eða einhvað en við vorum nógu snögg að taka það af henni. Skildi hún hafa verið að segja okkur að hún væri með hausverk??? Wink Ætli henni finnist þá vanta meira blóm á heimilið??? Hún var allavega byrjuð að naga blómið sem var af páskaegginu. Hún er sko orðin verri en litlu börnin við þurfum að fara að kaupa lás á allt saman LoL

Elsku Pabbi minn: Það er svo margt sem mig langar til að segja þér og gera með þér Crying Ég sakna þín svo innilega sárt. Ég býst ábyggilega við því næst þegar ég kem suður að þú munir standa með Mömmu á flugvellinum og þú sendir mér þetta fallega bros sem þú sendir mér ( Alltaf varstu jafn glaður að fá stelpuna þína heim, enda er ég og verð alltaf litla barnið þitt). Við systkynin fundum alltaf svo mikla ást frá þér þó þú hafir ekki sagt það með orðum þá vissum við það alltaf að þú elskaðir okkur meira en allt og gerir enn. Ég vil svo bara láta þig vita að ég mun ávallt eiga fallegar minningar um þig og mig klæjar alltaf í fingurnar að hringja í þig það var svo gott að tala við þig og ennþá betra í eigin persónu. Heart

En jæja nú ætla ég að fara að ljúka þessu bloggi það er víst annar vinnudagur á morgun verið þið bless og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Ps: málsháttur ársins hjá okkur Gummar var Ástin gefur endurást :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er gott að mæta í vinnu aftur en það er líka gott að komast í frí.Já eldamenskan lærist hægt svo verður hún mjög auðveld hjá þér bráðum ,við fæðumst ekki meistarar við lærum að verða meistarar.Já auðvitað hlær Lilla að vitleysunni í ykkur ,okkur hva auðvitað verður hún veik líka fær kvef og hausverk og allt hitt.

Og mikið fallegt sem þú segir um Pabba ykkar þú segir satt

en bæbæ í bili elska ykkur

Mamma (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband