Er allt að fara til FJANDANS???

Þá er ég að tala um allt saman sko launin okkar hækkuðu um alveg nokkrar krónur um síðustu mánaðarmót, en í staðinn er matvöruverðið að hækka eða komið upp í það sama og það var áður en þeir lækkuðu matvöru skattinn í 7 %. Þetta er náttla bara geðveiki. Nú er til dæmis bensínlíterinn kominn upp í 148 kr spáið í þessu, þetta er alveg bara ÖMURLEGT. Reyndar var ein sem ég er að vinna með við vorum að tala um að það á að fara að hækka mjólkurlíterinn upp í 100 kall og henni fannst það bara allt í lagi. Hún sagði að fyrst að fólk tímir að kaupa hálfan líter af kók á 100+ þá ætti fólk að tíma að kaupa einn líter af mjólk á 100 kr. Þessu er ég alveg sammála en ég væri frekar til í að þeir myndu reyna að halda öllu nauðsynlegu eins og matvörur og bensín á ráðanlegu verði en myndu frekar hækka allar ónauðsynjavörur eins og kók og snakk og nammi og allt það.

En nóg um það. Helgin er bara búin að fara í leti, við gummi gerðum tilraun til að fara upp á Egilstaði á Laugardaginn en við urðum að snúa við á skarðinu vegna veðurs bílarnir voru bara fastir þarna uppi og maður sá ekkert fram fyrir bílinn vegna snjófoks Angry En svo í dag var fagridalurinn þungfær en við reddum skattaskýrslunni sem betur fer Woundering.

Vikan verður bara góð held ég. Fyrir þá sem ekki vita þá á ég afmæli á Fimmtudaginn og ég fæ að fara heim klukkan 5 Gerður ætlar að vinna fyrir mig frá 5 til 7LoL Svo ætlar Gummi að bjóða mér út að borða og mig hlakkar mikið til alltaf gott að borða góðan mat Tounge En jæja það eru komnir gestir best að fara að tala við gestina bless í bili :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er sko allt að fara til fjandans á þessu landi ,hvað er í gangi bara en þetta hefur alltaf verið svona .Fyrst hækka allar vörur svo launin svo vörurnar aftur.En vá  bensín í 148 kr ekkert smáræði það.En hvað viltu í afmælisgjöf gesti kannski ,eða hvað viltu hvað vantar þig .BÆbæ

Mamma (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:39

2 identicon

En ég er að fara að flytja bráðum

Mamma (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband