Hef sko ekki verið að standa mig í blogginu.

Enda er nú kannski ekki neitt spennandi að gerast hjá mér. En við skulum reyna að segja smá frá. Grin

Síðustu helgi ætlaði Berglind að koma og mig var búið að hlakka til alla vikuna. En Svo rennur föstudagurinn upp og Neinei þá er ekki pláss í vélinni. En jæja ég jafna mig á endanum þegar Gummi hringir og segist ætla að bjóða mér til Akureyrar varð sko geggjað ánægð gistum á hóteli og allt saman. Garðar og Freydís pössuðu Lillu fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir það Kissing En Lilla var ekkert sérstaklega sátt grét mikið og neitaði að borða þangað til að við komum aftur þá fór hún beint í matardallin sinn.

En á Akureyri var bara farið í smá verslunarleiðangur fórum í rúmfatalagerinn og keyptum dúk á borðið og herðatré og svona. Og svo var farið í Hagkaup. En þegar ég fór inn í Hagkaup þá pípti þjófavarnarkerfið á mig sko þegar ég labbaði INN ótrúlegt sko ég er viss um að það hefur verið að vara Gumma við að fara með mig þarna inn. En ókey við stóðum þarna eins og vitleysingar þangað til að það kom einhver stelpa og tala við stelpuna sem vinnur í afgreiðslunni og fyrsta sem hún spurði mig var hvort ég væri í fötum frá útlöndum og þá fattaði ég að ég var í peysunni frá sússu. Þá var einhvað merki inn í henni sem maður á að klippa úr og ég varð að fara inn í mátunarklefinn í Hagkaup og taka þetta merki úr. LoL Þetta var sko algjör ævintýraferð.

En við vorum komin frekar snemma heim eða við lentum í mat hjá Garðari og Freydísi fengum kjötfarsbollur í káli og ég gat borðað það án þess að verða veik Cool En Páll Helgi sagði mér að það hafi verið padda með ljótt andlit sem vildi eiga húsið hans alveg frábært sem þessum börnum dettur í hug.

En já svo gekk vikan bara eins og í sögu og ég fór í vinnuna og svona. En þetta var náttla bara stutt vika og nú er maður bara í páskafríi og veit eiginlega ekkert hvað maður á af sér að gera Devil

Gummi er á næturvöktum núna þannig að ég og Lilla erum bara mest tvær að dunda okkur. En jæja fer að láta þetta vera gott í bili og munið ekki borða yfir af ykkur af páskaeggjum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þar kom bloggið sem ég er búin að vera að bíða eftir

Mamma (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband