Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Krepppannnnn.

LoLÍ dag þegar maður fléttir blöðum þá sér maður ekkert annað en einhvað um krepputal. Og það sama ef maður kveikir á útvarpi þá er ekkert um talað nema kreppa. Ég reyndar skal alveg fúslega viðurkenna það að ég skil ekki mikið í þessu en ástín mín hann Gummi reyndi að vera þolinmóður og lýsa þessu út fyrir mér. Hann var að tala um að þessi kreppa væri tilkomin vegna þess að þessir RÍKU kallar eiga svo mikið af skuldum í útlöndum. Þetta eru víst bara örfáir karlar og það er ekki talað um annað en að BJARGA ÞJÓÐINNI. Af hverju ekki að láta þessa ríku karla bara súpa seyðið af þessu? Undecided Svo þegar það var farið að tala um að nota lífeyrissjóðinn okkar til að borga þetta þá fyrst varð ég reið. Var farin að ýminda mér að eftir nokkur ár þegar við verðum gömul þá fáum við ekki neitt úr lífeyrissjóðnum og búum kannski 10 manns í pínulitlum bílskúr á meðan þessir karlar munu ekki geta ákveðið á hversu margra milljóna króna bíl hann eigi að fara í í vinnuna. En nóg um það, verð að tala um einhvað annað því ég verð svo reið á þessu.

Lífið hefur sinn vanagang hérna. Ég er bara ennþá að vinna og læra.

Ætla að skamma rugludalladósirnar eða allavega eina þeirra ( þú veist hver þú ert ) fyrir að taka góða veðrið héðan. Ég sagði að þú mættir fá snjóinn en ég vildi ekki fá Grenjandi rigningu í staðinn. Í gær rigndi hérna eins og hellt væri úr fötu. Þurfti að synda í vinnuna Angry. ÆÆÆ þetta er svo erfitt veit ekki hvað ég á að segja meira ætla bara að koma með eina góða uppskrift handa ykkur af ódýrum, fljótlegum og góðum mat.

Það sem þarf í það er:

Hrísgrjón, fajitas kökur, beikon, maísbaunir og grænmetissósu.

Sýður hrísgrjón og steikir beikon, ( gott að nota beikonkurl ) svo blandaru saman í skál hrísgrjónunum, beikoninu og maísbaunir. Svo tekuru pönnukökuna og seturu hrísgrjónablönduna inn í svo grænmetissósuna yfir. Lokar pönnukökunni, opnar munninn, tekur bita, tyggur og svo að lokum kyngiru þessu Wink Og svo rennur þetta í gegnum magann á þér og svo ferðu á klósettið og skilar þessu. Kúkurinn fer í sjóinn og fiskurinn étur kúkinn. Og daginn eftir er nýveiddur fiskur í matinn hjá þér. LoL HHHHHHaaaaa Njótið vel...

 


Hún er snillingur.

Þessi  stelpa sem  er með mér hérna er snillingur hún var að semja ljóð og ég fékk leyfi hjá henni til að setja það inn á síðuna hjá mér.

Hér kemur það.Wink

 

Má ég segja fáein orð,

Öll spilin mín er lögð á borð.

Ás og tvistur líka þristur,

Sá er fær er kemur fyrstur.

Haltu vonina í,

hún ekki má fara fyrir bí,

þannig er það,

ekkert amar að.

Nú skaltu segja það hátt,

að þú hefur þinn mátt,

og á morgun sólin skín,

aldrei máttu hennar dvín,

Nú skaltu halda vonina í,

og aldrei sleppa...

Höf: Thelma Lind Karlsdóttir.

Hún er bara snillingur þessi frænka mín og mér finnst þetta svo flott hjá henni. Smile

En nóg um það ég stefni á að blogga meira í kvöld þegar ég er búin að vinna. Hafið það gott.

Kveðja: ein af mörgum rugludalladósum W00t

 

 

 

 


Endalaus leti...

IMG_0945

Þessi mynd er lýsandi fyrir helgina hjá mér. Gerði sko ekki mikið. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja ykkur. Þegar ég kom heim úr vinnu á Föstudaginn þá var ég eiginlega bara í leti og sama fór Laugardagurinn bara í leti. En ég hafði það samt í mér að fara út að labba með Lillu og var pínu fúl út í hana að hafa dregið mig út en eftir göngutúrinn leið mér svo roslega vel þannig að ég var ekki lengi að fyrirgefa henni. Svo horfði ég á mynd. Í dag lærði ég bara hérna heima og tók próf fékk 9.33 í dag og 10 í gær. Svo fór ég út að labba með Lillu áðan og það var mjög gott tók með mér myndavélina svo að ég tók nokkrar myndir.  En jæja nenni ekki að blogga meira bææ


Það snjóar...

Já, þetta er ekki lygi. Þegar ég vaknaði í morgun var orðið hvítt úti. Sem þýðir að ég þarf að skafa af bílnum og svona skemmtilegheit áður en ég fer að vinna Smile Vallý þú mátt alveg stela snjónum Police Ég skal lofa að skamma þig ekki. Annars er lítið um að vera hjá mér annað en að borða, vinna og sofa og svo kannski einstaka klósettferðir. Vinnan er bara söm við sig en ég get varla hugsað þá hugsun til enda að s*** hætti, það verður rosalegur missir. Gerður var svo góð að hún ætlar að taka Þriðjudagana fyrir mig þá verð ég  bara til 7 á Fimmtudögum og svo ætlar Soffía að hjálpa mér með Sunnudagana. Hún ætlar tildæmis að taka Sunnudaginn núna en ég mæti samt líklegast með henni og kem henni af stað og svona Wink Þannig að ég eyði kannski aðeins minni tíma í vinnunni og það verður æði get kannski farið að gera einhvað hér á heimilinu.

Var til dæmis að spá í að taka til undir stiganum hérna niðri þarf bara að redda mér nokkrum kössum og þá er ég góð tek kannski bara helgina í þetta. En jæja ætla að fara að setja í þvottavél. Heyrumst seinna KOSSAR OG KNÚS Frá Austulandinu og snjónum...Kissing


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband