Ekki í bloggstuði.

En ég hef enga afsökun fyrir því að blogga ekki, eða ég hef allavega ekki fundið hana enn. Látið mig vita ef þú sjáið hana á rölti einhversstaðar. Smile

Netið kom inn í gær og það var sko rifist um tölvuna. Fyrir nokkrum árum þá vissi varla nokkur maður hvað tölva var en nú eru komnar 2 til 3 inn á hvert herbergi :)Var líka að rifja aðeins upp áðan með netið ég man þegar maður var bara með módem og þurfti að hringja inn og það var ekki hægt að nota heimasímann á meðan maður var tengdur. Vá hvað það er fljótt að breytast.

Annars er gamla kerlan komin til mín og það er sko bara yndislegt að hafa hana. Langar ekkert að hún fari. Fínt að hafa svona ( Au pair) sem passar Lillu, hjálpar til við að elda og þvær þvott. Þetta er bara yndislegt.

Það var alveg rosalega erfitt að vakna á Mánudagsmorguninn en maður lét sig hafa það. Þurfti meira að segja að fara í blóðprufu um morguninn en svo fór ég að vinna og var að vinna til klukkan 6 fór þá heim og át afganga. Gerðum Grýtu eitt kveldið og það var svo mikill afgangur að við borðuðum það í Kvöldmat, Ég í hádegimat og svo var það aftur í kvöldmat í gær en svo í dag gerðum við lambarif og það var svo rosalega gott. var sko að laga til í frystinum til að koma ískökunni fyrir. Við verðum bara 3 í mat ( 4 með Lillu á morgun) en ég keypti ísköku fyrir 12 manns Smile Ja allur er varinn góður. Við gætum fjölgað okkur.  En jæja nú er ég orðin svo þreytt að ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að sofa.

En smá svona auka. Þann 28 Desember átti Ástþór Ingi frændi minn afmæli hann var 17 ára og er kominn með bílpróf. Innilega til hamingju Elsku Ástþór minn.

IMG_1098Því miður dömur hann er frátekinn :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæjj ástin mín.. ég veit ekki hvort ég kemst þegar vörutalningin verður.. ég er bara fárveik hérna á Höfn og treysti mér ekki til að keyra ein austur...:( vona að þetta lagist sem fyrst.. ætla að senda Elínu sms á eftir um leið og ég get... og jáhh.. ekki gaman sko:(

Gerður Ósk (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband