Síðasta blogg ársins :)

Góða kvöldið!

Þessi dagur er búin að vera alveg æðislegur og á bara eftir að batna. Ég vaknaði í morgun um 10 leitið og var bara að væflast hér um með kaffibollann í hendinni. Svo klæddum við Mamma okkur upp og löbbuðum út í Olís og keyptum Lottó ætluðum sko að vinna í kvöld en ég var bara með 2 rétta og bónus og maður fær víst ekkert fyrir það en ég sagði við Mömmu að það yrði að vera 3 á miðanum en það var það náttla ekki bara 2 en ef ég hefði verið með þessa þrjá þá hefði ég unnið 630 kr. Alltaf er maður að tapa. Whistling En þegar við komum heim þá drógum við Gumma á fætur og keyptum flugelda. - Ég var búin að segja við Gumma að hann mætti kaupa fyrir 5000 kr en Nei við komum út 13.000 kr fátækari. En maður hefði ábyggilega bara eytt peningunum í einhverja ennþá meiri vitleysu. Við létum allavega gott af okkur leiða og styrktum Björgunarsveitina. Smile Svo þegar heim var komið þá var bara farið í sturtu ( síðustu sturtu ársins) og það var alveg æðislegt. Svo sléttaði ég á mér hárið og gerði mig sæta. Svo tók ég Mömmu líka. Blés á henni hárið og slétti hún er alveg GULLFALLEG eins og alltaf.

En þar sem við vorum búin að ákveða að liggja yfir sjónvarpinu í dag þá horfðum við á nokkra þætti af Dagavaktinni. Enduðum þar sem Gugga ætlaði að fara að fá sér gott í kroppinn með Georg en hann sló hana í hausinn með pönnu. En verð bara að segja eitt að þetta eru alveg snildar þættir. Mæli alveg með þeim.

Auperin mín er búin að standa á haus við að elda í dag ég þurfti ekki að gera neitt nema leggja á borð og Gummi þurfti að skera kjötið. Og kjötið var svo gott vorum með Hamborgarahrygg frá Kea alveg rosalega góður en nú er maður bara alveg rosalega þyrstur Cool

Svo í kvöld er planið að fara að horfa á Flugeldasýninguna og svo verður bara étið í kvöld. Er að búa til pláss fyrir 12 manna ístertuna mína. Kissing Svo ætlar Pálína Hrönn dóttir Garðars og Freydísar að lúlla hjá okkur í nótt. Garðar og Freydís ætla á einhvað djamm.

En jæja nú segi ég þetta gott í bili og vil ég þakka ykkur fyrir samfygldina á árinu sem er að líða og vona ég að við eigum eftir að eiga margar aðrar góðar stundir á komandi ári.

Áramótaheit ársins eru að koma mér í form og fitna svo aftur þar sem ég stefni á að vera komin með eitt lítið kríli eða að minnsta kosti að vera orðin ólétt á nýja árinu. Sjáum hvort ég nái þessu. En góða skemmtun í kvöld og hafið það gott.

IMG_0253

Ætlaði að setja inn flugeldamynd en fann enga þannig að þið fáið bara fallegan himin í staðinn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Flott mynd .Og passaðu bara að skjóta mér ekki upp með þessum bombum ykkar ,ætla að halda mig inni hehe

Ólöf Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband