Gleðileg Jól.

Elsku vinir mínir. Nú er erfiðasti dagurinn á þessum jólum liðinn. Það er Aðfangadagur því þá var eitt ár síðan hann elskulegur pabbi minn dó. Ég vildi svo óska þess að ég fengi að hafa hann hjá mér. En ég reyndi að vera glöð og ánægð því ég veit að hann hafi viljað það.

Netið heima er úti þannig að ég vona að þið fyrirgefið bloggleysið hjá mér. Núna sit ég heima hjá Tengdó og blogga.

Jólin voru fín hjá mér. Var að vinna fram að hádegi á Aðfangadag og fór svo heim fékk mér kaffibolla og fór í jólabaðið og svo var gert allt tilbúið til að leggja af stað. Ég keyrði yfir á Reyðarfjörð að sækja Gumma og það gekk rosalega vel en ég var pínu smeyk að mæta bílumSmile En það gekk þó og svo var haldið til Egilsstaða. Þar var góður matur á boðstólnum rjúpur og hamborgarahryggur alveg rosalega gott en ég smakkaði bara smá rjúpur. Svo var ís í eftirrétt og svo var farið í að opna gjafirnar. Það sem að við fengum var.

Frá Geira, Aseneth og Maríönu=Kaffikarfa og mynd af Maríönu.

Sússu og börnum= Glös svona safnglös sko

Mömmu. Ég fékk bók sem heitir hvernig á að baka brauð en Gummi fékk hellahandbókina.

Tengdó. Ég fékk bók með fullt af kjúklingaréttum og Gummi fékk Flotta sokka, útkall í eyjum bókina og man ekki meira í augbnablikinu

Þóra systir Gumma og co= Rosalega flott ljós

Bjössi bróðir Gumma og co= Kaffi og konfekt.

 

Annars ætla ég að láta þetta gott heita í bili. ps Ég náði uppeldisfræðinni með 8 en fékk bara 4 í Íslenskunni hefði þurft 4,5 til að ná en tek það bara aftur. En hafið það gott og vonandi njótið þið jólanna. Munið bara að ég er netlaus heima þannig að vonandi fyrirgefið þið þó að ég bloggi ekki strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já elskan mín þessi erfiði dagur er búin ,en við ákváðum að hafa hann góðan því að pabbi hefði viljað það .Netið mitt liggur  líka niðri vegna skemmda Knús á ykkur mamma

Ólöf Karlsdóttir, 26.12.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband