Hrúturinn...

Mundu að þú ert þinn eiginn gæfusmiður og enginn getur lifað lífinu fyrir þig. Þú verður í smá tilvistarkreppu og margt leitar á hugann, þú hefur valið þér góða leið, passaðu þig á útúrdúrnum. Happadagur 17. Ágúst. ( Tekið úr vikunni)

Svo þar sjáið þið það ég á í tilvistarkreppu ég hélt að gamlir karlar með bláa fiðringinn fengju bara svoleiðis en svo virðist ekki vera.

Ég er hætt að kenna Mömmu á tölvur, hún verður alltaf betri en ég. Sko ég lét hana hafa blogg og hvað haldið þið kellan er duglegari að blogga en ég Tounge Og svo sagði hún mér að fara inn á facebook skráðum okkur á svipuðum tíma og ég náttla bjóst við því að hún myndi alls ekki ná mér í vinum en hvað haldið þið kerlan á fleiri vini en ég hún á sko 20 vini og ég 13 eða einhvað álíka. Wink Fer að aftölva mömmu. Haha það er samt eitt sem hún nær mér ábyggilega aldrei í og það er að skrifa á lyklaborðið og vera ekki með neinar stafsetningarvillur. Cool Hehe Fyrirgefðu Elsku Mamma mín.

Lífið gengur sinn vanagang hér í Borghól. Haha það er sko nafnið á húsinu okkar flott nafn. Gummi er búin að fá gröfu til að moka upp hjá okkur hann er að fara að drena og þá loksins getum við farið að nota hitt herbergið og svo var hann að panta nýjan glugga á baðið og geymsluna niðri það er sko allt að gerast í borghól. Wink 

Nú er að koma fríhelgi hjá mér og það verður bara æði. Hlakkar sko geggt til. Ætla sko að reyna að fara upp á Egilstaði og gera einhvað spennandi. Kannski reyna að fara í gæludýrabúðina og kaupa sjampó fyrir hvítan feld handa Lillu. Woundering Og svo bara að slaka á eða reyna það allavega.

Lilla dró mig út að labba áðan hún er sko búin að væla við hurðina þangað til ég drattaðist á fætur og fór út löbbuðum alveg í klukkutíma með einu sígarettustoppi hjá Sveinu og Svövu og co :) Ég reyki samt ekki lét þau bara reykja fyrir mig. En jæja blogga meira þegar ég nenni LoL Og munið að kvitta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Lady mín hvernig vissir þú um stubbaknúsið hennar Dísu minnar ha .Já passið ykkur bara ég er á leiðinni í stubbaknús Dísa mín bíddu bara það kemur sko mála meira um helgina verð bara að fara aðeins upp í heiðardalinn  og slaka smá á þar ,láta líða smá úr mér þreytuna .Sko ég er ekki góð í stafsetningu vegna þess að ég er alltaf að flíta mér þið sjáið það  elska ykkur góða nótt er að fara að safna kröftum til að geta farið í dalinn á morgun  ég bara verð bææææ

Ólöf Karlsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Er mikið að hugsa um Borghól núna er að fara í Dalinn geima málninguna

Ólöf Karlsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband