Er kominn tími á blogg???

Ha, hvað segið þið er kominn tími á blogg? Ha ég heyri ekki. Okey hér kemur smá blogg.

Ég fór inn í 21 helgi ársins með fílusvip því ég er ennþá lasin. Mikið hrikalega er ég orðin þreytt á þessu. Gummi minn er búinn að vera á næturvöktum alla helgina þannig að ég og Lilla erum bara búnar að vera 2 í kotinu. En ég skal svona segja ykkur í stuttu máli frá helginni.

Föstudagur: Vaknaði og fór að vinna, fór til tannlæknis og það var óvenju ódýrt kostaði bara 5700 og það fyrsta sem Gummi sagði þegar ég sagði honum frá þessu þá sagði hann- Hvað var tannlæknirinn ekki við Grin Já hann er ágætur hann Gummi minn. En það voru bara 2 tennur skemmdar og fæ ég tíma á Miðvikudaginn í að láta gera við 1 tönnina og mig hlakkar sko ekki til. En þegar ég kom heim úr vinnu á Föstudaginn þá var ég svo þreytt og slöpp einhvað að ég var bara komin upp í rúm um 10.

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur utandyra en ekkert sérstaklega bjartu innandyra á mínu heimili. Ég var sko bara drulluslöpp og alveg hrilliega ánægð að vera í fríi. Fór sko ekkert út nema til að fara í ápótekið. Annars horfði ég á 3 bíómyndir þann daginn. Var sko búin að ákveða að taka því rólega og byrjaði á að horfa á myndina i now prenounce you chuck and larry og hún var sko bara fyndin. Þegar hún var búin horfði ég á mynd sem heitir the perfect man og hún var bara svona venjuleg stelpumynd og já mér fannst hún góð en svo síðast en ekki síst þá horfði ég á mynd sem var á stöð eitt og heitir Captein Corelli´s Mandolin og hún var líka rosalega góð. En svo fór ég bara niður að sofa.

Sunnudagurinn: Var nú aðeins skárri, þó ég væri að vinna þá vaknaði ég um 9 hélt vöku fyrir Gumma til 10 náði þá að svæfa hann fór þá í sturtu og svo bara upp að fá mér að borða og sollis. Svo var ég að vinna frá 12 til 18 og það var bara frekar rólegur dagur. Svo kom ég heim og ég og Gummi elduðum Franskar og Gordon Blue og það var svo gott. En svo fór Gummi að vinna og ég gekk frá eftir matinn og nú sit ég hér og blogga.

Vikan verður vonandi góð. Er að fara út að borða með Gumma og vinnufélögum hans á Þriðjudaginn og svo á Fimmtudaginn er náttla Evrovision undankeppnin og hana ætla ég sko að horfa á. Svo á Laugardaginn er stefna tekin á Egilstaði að fara í stúdentaveislu hjá Heiðu systir Gumma og svo er náttla aðal evrovision keppnin og ég ætla sko að horfa á hana en ég ætla að enda þetta blogg með þessum frábæru orðum Áfram Ísland...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ vorum að koma úr dalnum. Mjög fínt veður. Verðum þar líka næstu helgi. Allir voða hressir hérna (nema Kalli )sem er að byrja að fá eitthvað í hálsinn. Verðum að vinna upp í flugstöð alla vikuna að gera klárt fyrir fyrsta sláttinn (vei Vei) Veit ekki meir hvað ég á að segja Skrifa meira til þín næst. Kv Kolla

                       p.s. Flottur póstur sem þú sendir okkur

Kolla (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband