2 Dagar :)

Vá hvað ég á erfitt með að bíða og mig hlakkar svo til að fá að hitta og knúsa fjölskylduna mína. Mamma fær vonandi lyklana af nýju íbúðinni á Fimmtudaginn en átti að fá í dag. Það besta við nýju íbúðina er að þar er Baðkar og vá hvað ég ætla að fara í bað þar. Mamma segist ætla að draga mig og Gumma í bláa lónið á Sunnudaginn og það verður vonandi gott veður.

Það á að banna mig inn í eldhús alveg sama hvað ég er að gera. Sko, snillingurinn ég fór að elda kjúkling og var einhvað að bisast við að ná forminu út úr ofninum og rak hendina ( í stóra og klunnalega ofnahanskanum) í járnið og svo tek ég hendina út og hanskinn logar. Cool Fyrstu viðbrögð mín voru náttla að blása og það slokknaði en mér var sagt að ég ætti ekki að gera það Man það næst.

Annars er bara búið að vera vinna hjá mér og það er samt búið að vera fínt. Góðir og skemmtilegir dagar við höfum líka geta hlegið mikið í vinnunni. Ég geri nú samt ekki mikið eftir vinnu annað en að  hugsa um heimilið hanga í tölvunni og horfa á tv. Og eins og er núna þá er ég að telja niður þangað til ég kemst suður vá hvað börnin mín eru ábyggilega orðin stór og Davíð ætlar sko að fá að lesa fyrir mig. Þorsteinn Ingi og Thelma Lind eru búin að vera alveg rosalega dugleg að hjálpa Mömmu að pakka og svona sem er náttla bara fínt. Það er náttla erfitt verk fyrir höndum.

Elsku pabbi minn hefur verið mér mjög ofarlega í huga síðustu daga og ég finn lyktina af honum þannig að ég veit að hann er hér hjá mér. Ætli hann sé ekki að lesa bloggið mitt. Þess vegna sé ég svona dugleg að blogga. En ég sakna hans svo sárt. Langar svo að sjá hann, tala við hann og vera bara með honum. Reyndar tala ég við hann á hverjum degi hvort sem það er upphátt eða í hljóði og það er bara gott og hann fær að vita af öllu sem ég geri. Vá, pabbi minn ég sakna þín svo sárt, en samt finnst mér svo erfitt að hugsa um að fara til Kef og sitja í sætinu sem þú sast alltaf í  og sjá öskubakkann þinn og allt það. Vonandi verður það ekki alltaf svona erfitt. Ég veit að þú ert hjá okkur öllum stundum.InLoveHeartKissing

Jæja þá er ég búin að segja ykkur frá því helsta sem á daga mína hefur drifið. Ætla að fara að koma mér í bólið Góða nótt og takk fyrir Kolla og co fyrir að kvitta :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú og eldhús eigið enga samleið ,þú heldur það humm það lærist smátt og smátt lofa því

Já það er erfit að vera án Pabba þíns ,ég vona að það lærist að búa án hans

En mig vatar svo oft að tala við hann

En veit að hann er í kring um okkur alla daga

Ef mér líður illa fin ég liktina af honum misjafnlega sterka fer eftir líðan minni

En nóg í bili sjáumst á Föstudag bæbæ Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:43

2 identicon

Jæja skvís nú er bara 1 dagur þangað til við sjáum ykkur. Hlökkum mikið til. Mamma þín er búin að fá lykilinn og það verður fjör að flytja með henni um helgina. krakkarnir á Akurbraut ætla að hjálpa til. Vorum uppi í flugstöð áðan að tína rusl og hreinsa tjörnina. Jæja nóg í bili hittumst á morgun ( nú teljum við tímana ;ekki dagana)  Keyrið varlega knús knús Kolla og co  

Kolla (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband