9 Dagar til stefnu :)

Geggjað hvað mig hlakkar mikið til núna hehe. En ég var að fatta að það er mjög lítið eftir af vinnu þangað til ég fer í sumarfrí. Sko það er lokað núna 1 Maí en ég vinn á morgun er svo í fríi á Laugardaginn en vinn frá Sunnudegi til Fimmtudags og svo er ég komin í frí til Þriðjudags Grin Af því að ég ætla að koma suður og taka dótið mitt svo að Mamma greyið þurfi ekki að burðast með það líka Cool. En þar sem ég fer í frí 10 Júní 27 daga og einungis 3 Sunnudaga með þessum sem er að koma núna :) Enda hlakkar mig alveg endalaust mikið til.

Við Gummi erum ekki búin að plana neitt stórkostlegt í dag. Ætla að reyna að nota daginn og þrífa aðeins hérna ekki veitir af,  og svo ætla ég að elda Læri og bjóða Freydísi og Garðari í mat og börnunm þeirra ( sem við Gummi teljum okkur eiga pínu í ) Pál helga og Magnús Orra þeir eru sko flottir strákar. Annars sit ég bara við tölvuna núna og er að reyna að blogga einhvað er búin að setja í eina þvottavél og uppvöskunarvélin er komin í gang. Ég er sko algjör súperkona Police og get allt.

Í gær keypti ég bein handa Lillu og hún var svo hryllilega æst og ætlaði að taka tilhlaup og hoppa upp í sófa en einhvað misheppnaðist þetta hjá henni greyinu og hún náði ekki og hoppaði á sófann ekki upp í hann og ég kvikyndið skellihló svona þegar ég var búin að vera viss um að hún væri ekki slösuð. LoL

Hef spurt sjálfa mig að því hvert þjóðfélagið er að fara... Sko í fyrsta lagi eru allir vörubílstjórar í uppreisn og eru að loka vegum um hvippinn og hvappinn og hafa komið upp svaka slagsmál frá því. Í öðru lagi er allt að fara til fjandans í heilbrigðiskerfinu og verðbólgan hefur ekki verið mæld svona há í herrans tíð. Og hvað gera þessir ráðamenn á meðan götur Reykjavíkur eru stopp og svaka slagsmál í gangi þar, heilbrigðiskerfið í molum, Ja þeir leigja sér bara einkaþotur og ferðast um hvippinn og hvappinn vegna þess að þeir vilja ekki vera ókurteisir að þiggja ekki boð annara ráðamanna. Ætli hinir fínu kallarnir myndu virkilega verða svo reiðir??? Maður spyr sig. Geta þeir ekki bara sagt við komum þegar Ísland er orðið gott aftur og verið hér og reynt að semja við Vörubílstjóra og heilbrigðisstarfsmenn. Æji ég veit það ekki kannski hefur maður bara ekkert vit á þessu.

En jæja ætla að fara að stinga ryksugunni í samband og setja á mig þrífihanskana heyrumst í næsta bloggi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég koma og fá læri líka með ykkur.'Eg og Stína erum líka súperkonur ,búnar með mikið í dag pakka pakka fer að flytja bráðum losa sig við drasl svo maður flytji það ekki með sér hehe .Og ráðamenn hækkuð launin sín ekki gengur að vera á lúsarlaunum ha  kveðja mamma

Mamma (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:24

2 identicon

Sæl dúllan mín Erum farin að telja niður dagana þangað til þið komið suður. Davíð fékk gips á fótinn í dag og bíður eftir að þið krotið nafnið ykkar á það. Thelma og Steini eru að hjálpa mömmu þinni að pakka núna og verða með í að hjálpa til við að flytja. Davíð var að senda þér þennann kall. ( þessir eru líka frá Davíð)  kveðja Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband