Nýjar myndir...

Sko mig var að setja inn nýjar myndir albúmið heitir Apríl 2008.

Helgin er búin að vera mjög góð. Á föstudaginn var ég búin að vinna klukkan 6 og var búin að ákveða að elda kubbasteik en ákvað að byrja á því að fara í sturtu. Þegar sturtan var búin og ég var búin að smyrja formið og nýbyrjuð að hita ofninn þá hringir síminn. Það er hann Gummi minn og hann spyr hvort mig langi ekki að pakka niður fyrir helgina og setjast inn í bíl og skutlast að ná í hann og ég náttla geri það. Keyrði alveg alein frá Neskaupsstað og yfir til Reyðarfjarðar og svo keyrði ég frá Reyðarfirði og yfir til Egilstaða í þoku, en Gummi minn var náttla með þá. Og vá hvað ég var stolt af mér. W00t Stefna var tekin á að koma surprise suður, við byrjuðum reyndar á að koma við á Egilstöðum og kaupa nesti og taka bensín og koma svo við heima hjá Tengdó og sækja buxurnar sem hún var að stytta fyrir mig. Takk æðilslega Sveina mín Joyful Svo var haldið í hann. Og við keyrðum og keyrðum og keyrðum í ÞOKU og sáum ekki framm á að hún myndi klárast þannig að við snérum við upp á Jökuldal svona fór um sjóferð þá.  En á leiðinnni til baka ákváðum við að koma við á  Eskifirði hjá þeim hjónakornum Garðari og Freydísi fengum okkur kaffibolla þar svo að við kæmust alveg pottþétt yfir. Þegar heim var komið voru tennurnar burstaðar losað pissublöðruna og svo var bara farið niður að sofa enda var maður orðin vel þreyttur á þessari ævintýraferð okkar.

Laugardagurinn rann upp með ennþá meiri þoku en hún var farin um hádegið sem betur fer. Ég náði Gumma framm úr um hádegi og þá náttla þurfti Dísin að komast í búðir og það var farið í krónuna og pex en ég sá ekki neitt þar sem mig langaði í en einhvað var verslað í krónunni og komst ég út úr krónunni án þess að kaupa nammi Whistling Vá hvað ég var stolt af sjálfri mér þá en svo var haldið til Breiðdalsvíkur að heimsækja Þóru, Palla, Benedikt Árna og Oddný Eddu. Það var mjög fínt þar fengum við kaffi og kökur :) Það var alveg rosalega gaman en svo var haldið yfir aftur ætluðum okkur sko ekki að vera annað kvöld að heiman en þar sem við vorum orðin frekar sein þá hringdi Garðar og sagði að við værum að koma í mat til sín og við fengum engu um það ráðið þannig að við fengum rosalega gott pasta og ofnrétt. Heima hjá þeim skötuhjúum var fullt hús þar voru 3 bræður  Freydísar ásamt Mömmu hennar og Fósturpabba. Um 9 eða 10 leitið var svo bara komið sér heim aftur. Þar var opnað snakk og popp og horft á einhverja mynd sem var á stöð 1 og heitir the mad house og var hún frekar ógeðsleg... En þar sem við fundum okkur enga aðra mynd að sjá aðra þá fórum við bara niður í rúm.

Í morgun var svo sofið út Sleeping Eða ég var komin framm úr um 10 leitið þar sem Lilla passar upp á það að ég sofi ekki of mikið þannig að ég henti mér svo bara í sturtu og svo baðaði ég Lillu og setti í þvottavél er sko búin að hengja einu sinni út á snúru og svo sit ég bara hér með vatn í munninum og hugsa um kubbasteikina sem ég ætla að elda í kvöld er búin að eiga að vera í matinn alla helgina  Blush Já og þannig er nú það.

Verð að segja ykkur samt frá einu fyndnu sem ég sagði í gær. Ég var að skamma Gumma fyrir að segja aldrei ástin mín við mig og þar sem hann var að bjóða mér snakk þá sagði ég við hann að hann ætti að segja við mig - Fáðu þér ást, ástin mín. hahahah Ætlaði náttla að segja honum  að segja við mig að segja - fáðu þér snakk ástin mín. Já svona getur talið farið með mann :) Jæja þetta er nóg í bili elsku mamma mín. Segi þetta þar sem ég held að hún sé sú eina sem les þetta :) Og ef þið eruð fleiri viljið þið þá gjöra svo vel að kvitta :) InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur stundum verið latur við að kvitta en við skulum bæta úr því Dúllan mín. Héðan er allt gott að frétta og talið niður í að skólinn fari í frí. Ætla að fara að virkja betur síðuna hans Davíð og setja inn fréttir Kv Kolla og family.

Kolla (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:48

2 identicon

Já hún er ekki góð þessi þoka hjá ykkur,hún er svo lengi þegar hún kemur.

Það hefði verið gaman ef þið hefðuð komið surprise

Hlakka til að fá ykkur 9 mai timi til komin að koma suður

Svo helgin reddaðist hjá ykkur ,Og ég öfunda þig af útisnúrunum þínum

Svo kem ég austur til ykkar akandi það verður surprise

segi ekki hvenær ég kem er búin að breita tímanum bæbæ mamma  

Mamma (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:08

3 identicon

Hæ Hæ Ásdís

Já austfjarðar þokan   hún getur verið hund leiðileg

Er gamla flutt í Keflavíkina .

                   Knússý knússý.Vallý

Vallý (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 01:46

4 identicon

Sæl Vallý nei Gamlan er ekki flutt ennþá vona að hún verði búin að fá afhent þegar ég kem suður :)

ásdís ósk (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:25

5 identicon

Ég les líka bloggið þitt elskan :) Er bara ekki nógu dugleg að kvitta

Svana frænka

Svanhildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband