Gleðilegt sumar :)

Jæja þá er sumarið komið, sem betur fer. Var orðin frekar leið á þessum snjó og öllu því en nú tekur vonandi við sól og blíða og allir að éta ís Wink 

Fyrsta býfluga sumarsins hefur komið og heilsað upp á mig, sat út í tröppu hérna heima og kemur þá ekki þessi svaka hlunkur Lilla lá inni í rúmi og hún flaug inn og svo strax út aftur sem betur fer. Ætli hún hafi ekki verið að gá hvort ég væri búin að gera sumarhreingerninguna. Haha þessar flugur.

Ohh ég þoli þetta ekki maður er alltaf komin með í huganum alveg helling að blogga um en maður man aldrei neitt þegar maður er sestur við bloggið.

Á eftir er ég að fara að vinna er að vinna frá 12 til 18 það versta við það er að ég er með alveg geggjaða TÚRVERKI og mér sýnist að ég sé alveg geggjað föl í framan allavega finnst mér hárið á mér alveg óvenju dökkt Smile Það er búið að ákveða hvenær ég á að fara í sumarfrí og ég fer 10 Júní og verð til 14 Júlí Mikið hlakkar mig til. Verð ábyggilega bara að dóla mér hérna til 20 Júní þá fer ég á ættarmót með Gummas family og ætla svo að reyna að húkka mér far með einhverjum þar suður og fara og hitta ruglaða fólkið mitt fyrir sunnan svo kemur Gummi að sækja mig og við ætlum að reyna að fara til vestamanneyja ji hvað mér hlakkar til.

En jæja er ég ekki búin að bulla nóg í ykkur núna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilekt sumar alltaf nóg að gera ,gaman að fara í sumarfrí ég fer 26 mai til 16 júní get varla beðið

og snjórin er farin og komin rigning nei meinti sól bæbæ 

Mamma (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband