Alveg finnst mér þetta furðulegt...

Að ég Ásdís sem hef yfirleitt aldrei getað haldið bloggsíðu úti lengur en í mánuð eða einhvað er farin að finna hjá mér þörf til að blogga. LoL Þegar ég sit stundum á kassanum upp í vinnu og það er ekkert að gera þá er ég farin að hugsa svo mikið, og oft er það hvað ég á að blogga um og er ég oft komin með fleiri fleiri bloggatriði en ég man þau reyndar yfirleitt ekki lengur þegar ég kem heim. Blush

Heilinn er eitt alveg stórundarlegt fyrirbæri og stundum held ég að það sé verið að gera mann að hálfgerðum aumingjum með allri þessari tölvu tækni. Til dæmis þegar ég var yngri þá gat maður munað allan fjandann alla afmælisdaga og maður gat flett upp alveg fleiri fleiri símanúmerum á bara no time en í dag er maður með öll símanúmer og alla afmælisdaga skráða í símann sinn. Hver kannast ekki við það að þið séuð beðin um að segja YKKAR símanúmer en þið þurfið að flétta því upp í símanum. HEHE ToungeHef sko alveg lent í því... Núna er líka komið svoldið nýtt í símana og það er skipuleggjari þar getur þú skrifað inn í símann tími í klippingu klukkan 10 eða einhvað álíka og þá hringir síminn og minnir þig á það, ég skal nú samt viðurkenna að það er nú kannski skárra en að vera með note miða út um allt hús.

Annað sem ég er að spá í með þetta heiladæmi. Sko ég er algjör snillingur í að týna hlutum. Venjulegur morgun hjá mér er kannski svona.

Fer í úlpuna og held á lyklunum en nei mig vantar veskið og símann svo ég fer inn aftur og leita og leita að veskinu en finn það á endanum sting því í úlpuvasann en þá er síminn eftir og mér er orðið svo heitt að ég fer úr úlpunni legg hana frá mér og held áfram leit minni af símanum og loksins finn hann en þá er komið babb í bátinn ÉG MAN EKKI HVAR ÉG LAGÐI ÚLPUNA Undecided og þá er maður bara kominn sama hringinn.

Annars hefur ekki verið neitt spennandi að frétta af mér frá síðasta bloggi. Fór út að borða áðan með kellingunum úr vinnunni og reyndar 2 kk með vorum að kveðja Þuríði sem ætlar því miður fyrir okkur að láta verða að því að fara frá okkur Vá hvað ég á eftir að sakna hennar. Svo á víst að vera partý hjá henni í kvöld það er spurning hvort maður eigi að láta sjá sig.

Veðrið hér fyrir austan hefur verið yndislegt síðustu viku er sko búin að liggja út í sólbaði síðustu daga. Er sko búin að plana það að ef veðrið verður svona á morgun þá fer ég í sund og verð kannski brún. Cool En jæja nóg af þessu blaðri í bili BÆJÓ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nóg með þetta sem þú ert að segja heldur lætur maður vissa hluti á góðan stað ,mjög góðan því maður finnur hann ekki aftur.Skrítið tæki þessi heili í okkur ,ég tíni minum stundum það er satt,og það er gott veður hér líka með köflum 

en bæbæ í bili 

Mamma (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband