Hafið þið spáð í því?

Hvað tíminn er ógeðslega fljótur að líða þegar hann á ekki að gera það.Ég tók eftir því um helgina. Stefnan var tekin  á að Berglind kæmi um helgina, en það sem ég vissi ekki var að Mamma var búin að ákveða að koma líka J Þannig að Gummi fór upp á Egilstaði að ná í þær konur og koma þeim niðureftir svo þær gætu strítt mér mikið. Gummi reyndar vissi allan tímann að Mamma ætti að koma hehe. ToungeBerglind kom til mín í vinnuna og ég sagði hva hvar er Gummi? Þá heyrist í henni hann fór út í olís og ég náttla bara okey svo er  hún einhvað að fylgjast með mér kemur þá ekki einhver kona til mín inn í Grænmetiskæli og segir – Áttu nokkuð til  vínber og góðan ég ætlað að fara að benda henni á þau en er þetta ekki bara þá hún Mamma gamla. Þannig að það voru mikil fagnaðarlæti í grænmetiskælinum þann daginn...  InLove Eftir þetta var maður með fast bros á andlitinu sem bara náðist ekki af og var maður farin að telja mínóturnar þangað til ég kæmist heim. Þegar heim var komið var Tengdapabbi heima og  hann var að hjálpa Gummanum mínum að setja upp  hurð í svefnherberginu okkar. Verðum nú að geta lokað okkur inni þegar maður er með gesti ég meina hver veit hvað er í gangi þarna inni á næturnar. JMamma var búin að elda hakk og spagetty þegar ég kom heim þannig að maður gat eiginlega bara sest strax og nært sig ekki veitti af eftir ævintýri dagsins J Svo var bara kósý kvöld hér heima það var horft á útsvar og bara átt góða kvöldstund. Á Laugardaginn skelltum við konur okkur í sundlaugina hér. Berglind og Mamma fóru báðar í báðar rennibrautirnar en ég bara í minni mér svelgdist svo mikið á að ég þorði ekki í hina L ( já ég veit að ég er chicken) Skulda Mömmu reyndar ennþá ís því ég sagðist ætla að gefa henni ís ef hún færi í rennibrautina J Um 2 leitið var svo bara komið sér upp úr og farinn smá rúntur fórum á Reyðarfjörð í krónuna og svona, það er sko alltaf hægt að versla. En svo var farið heim að borða Pizzu a la Gummi en hún varð ekki eins góð og hún átti að verða vegna þess að Mamma og Gummi misskildu hvort annað svo illilega ( Gummi hélt að mamma hefði keypt Pissasósu en hún keypti spagetty sósu þannig að það var bara tómatsósa þann daginn) J Svo var aftur bara letikvöld fyrir framan sjónvarpið. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur (  eins og er náttla alltaf hér fyrir austan) og það var bara borðað saman morgunmat og pakkað niður og sollis og svo var haldið af stað í aðra ævintýraferð. Stefnan var tekin á Egilstaði og var einhvað aðeins brallað þar. Þar var farið á rúnt og búðarferð ( eins og ég segi alltaf er hægt að versla) ;) Svo var bara komið við á hemili tengdó og þar voru mamma og Berglind nærðar fyrir flugið. Um 5 leitið var haldið upp á Flugvöll og þeim konur skildar eftir þar á meðan ég og Gummi fórum út að Lagarfljótsorminu og fylgdust með þeim fara í loftið. Þegar þær voru svo komnar í háloftin þá héldum við Gummi okkar leið aftur heim til tengdó þar sem Gummi var klipptur og hann varð svo sætur varð sko skotin í honum aftur. Þegar hingað var komið til sögunnar var bara brunað niðureftir og svo var bara Halló fallega rúm... En núna saknar maður kvennanna sinna svo mikið þetta var bara allt of fljótt að líða.  Lilla mín var líka ekki sátt þegar ég og Gummi komum bara 2 til baka af flugvellinum hún hoppaði á milli glugganna og vældi og vældi L En jæja nú veit ég ekki hverju ég get bullað meira í ykkur. Er bara að bíða eftir að Thelma Lind frænka verði búin að venjast lyfjunum þá ætla ég sko að fá báðar prinsessurnar mína til mín...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja helgin of fljót að líða skrifa meira annað kvöld er að fara í bólið bæ í bili

Mamma (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:14

2 identicon

Hæ Hæ Ásdís.

Haha ég  vissi að hún ætlaði austur og ætlaði að djóka í þér

Gott að þetta heppnaðist hjá henni .

Knússý Knússý.Vallý

Vallý (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:27

3 identicon

Já helgin góða var sko fljót að líða Er búin að ákveða að koma þér á óvart aftur .Það var notalekt að fara í sund og slaka á í heita pottinum ,og fara í rennibrautirnar.Og við áttum 2 kósi kvöld við 3,og vá hvað lilla var glöð að sjá okkur Berglindi hún hoppaði og skoppaði og sleikti okku hún var svo kát .og já það hepnist sko að koma henni á óvart gaman að sjá framan í þig þegar þú sást mig þú trúðir ekki þínum eigin augum haha .En þetta er nóg í bili sjáumast 9 eða 10 mai kv Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband