Helgin búin

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg. Berglind er farin Gráta ekkert smá tómlegt hér án hennar en jæja ég ætla að segja aðeins frá helginni.

Föstudagurinn 13.

Komst í gegnum hann án þess að slasa mig eða neitt Svalur en allavega ég og Gummi sóttum Berglindi upp á Egilstaði um klukkan 11 og það var geðveikt gaman að hitta hana aftur. Svo kom Berglind með lopapeysuna mína sem var búið að taka 2 ÁR að gera geðveikt flott, TAKK MAMMA. Já, svo keyrðum við aftur niðureftir og ég fór í vinnu og Gummi líka. Berglind vildi ekki vera með Gumma þannig að hún var með mér í vinnunni og það var bara fínt( hún fékk að vera á kassanum og allt með Svövu) Og svo var alveg rosalega gott að hafa hana hún sagði mér bara hvað þyrfti að setja niður og ég fór og gáði hvað var til uppá. Góð samvinna. En eftir vinnu vorum búnar klukkan 6 fórum við bara heim og horfðum á sjónvarpið mjög kósí kvöld og berglind var mjög fljót að sofnaGlottandi

Laugardagurinn 14.

Vöknuðum um 9 leitið og horfðum á skrípó ákváðum að fara ekki neitt vegna veðurs fórum bara smá rúnt um Neskaupsstað og fórum svo heim og elduðum kjötsúpu. Berglind var að mála alveg á fullu og teikna og svona og svo leifðum við henni að leigja sér mynd, Hún valdið litli kjúllinn Hlæjandi og svo var bara kósíkvöld aftur fyrir framan sjónvarpið horft á spaugstofuna og sollis og spilað rummikub.

Sunnudagurinn 15.

Vöknuðum seint eða um 11 leitið og var bara glápt á sjónvarpið til klukkan 1 þá var haldið á Reyðarfjörð í krónuna og keypt smá mat þar á meðal í Pulsupasta. þar var líka leitað að handklæðum en þau voru ekki til Fýldur svo var bara farið heim og átt kósíkvöld :)

Mánudagurinn 16.

Þá var vaknað alveg eldsnemma og keyrt Berglindi í flugSaklaus Ég sakna hennar svo mikið. Svo þegar ég og Gummi komum heim þá fórum við bara að gera okkur klár fyrir vinnu og svo er bara að bíða eftir næstu helgiUllandi

 

ps. Var að setja inn myndir frá helginni allir að skoða Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband