Blogg tími :)

Alltaf lofar maður öllu fögru um að ætla að verða dugleg að blogga en ég hef ekki enn sem komið er geta staðið við það. En ég ætla að koma með smá blogg núna.

Í dag vaknaði ég með smá ónot í hálsi og er frekar slöpp held ég sé komin með streptokokka Crying Og ég er svona frekar slöpp núna varð samt að fara að vinna aðeins áðan og kenna einni að baka Smile Annars er þetta fríhelgi hjá mér og ég ætla að njóta þess að vera í fríi. Ætlunin var að fara í barnaafmæli í dag en miðað við líðanina þá held ég að ég fari bara í kvöld.

Í gærkvöldi kom Snorri vinur Gumma í kaffi og það var voða gaman alltaf gaman að fá gesti Wink

En jæja núna held ég að ég sé búin að blogga nóg í bili ætla að athuga hvort ég finni ekki einhvað skemmtilegt að blogga um ætla samt að segja ykkur frá svoldið skrítnu með Lillu. Sko á morgnana þegar ég er að vinna þá vill hún sko ekki fara á fætur en núna þegar loksins ég má sofa út þá byrjar hún að væla alveg eldsnemma svo ég gefst upp og hleypi henni út og er komin á fætur og svona og svo þegar ég er komin á fætur þá er hún alveg til í að sofa meira. Brosti meira að segja svona fallega til mín í morgun þegar ég var komin á fætur og hún upp í rúm Alveg hreint ótrúleg :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hún er leiðinleg þessi hálsbólga ,ég er með hana og smá hósta líka  .Já hun Lilla er ekki hér getur ekki verið ,því ef ég missi einhvað matarkinns í gólvið þá er það þar þangað til ég tek það upp hehe bless í bili

Mamma (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband