4 Janúar 2008

Vá, ég trúi því sko ekki að það sé komið 2008. Maður má varla snúa sér við og þá er bara komið nýtt ár.

En ég hef haft það bærilegt og reynt að eyða bara miklum tíma með fjölskyldunni. Fór til dæmis í dag að passa Maríönu á meðan Geiri og Gummi fóru í rvk að kaupa þvottavél handa Aseneth, ég og maríana skemmtum okkur mjög vel en bara allt í einu þá fór hún að hágráta og ég var búin að gera alllt sem ég gat til að hugga hana og svo allt í einu var Brandur farinn að gráta með henni Crying En svo lét á bara spænska tónlist á handa henni og þá róaðist hún. Svo þegar Aseneth kom heim þá horfðum við á Daddy day camp og meet the robinsons ( báðar voru rosalega góðar) en svo þegar Geiri og Gummi komu þá hjálpaði Gummi Geira að koma vélinni fyrir svo borðuðum við og svo fórum við Gummi heim til Mömmu.

Við vorum svo öll bara að hanga hér heima og fórum svo á Subway og fengum okkur Salat maður verður víst að fá einhvað sollis eftir allar kræsingarnar um jólin en svo komum við heim borðuðum og horfðum á útsvar og svo labbaði Ég, Gummi og Lilla til Sússu og co og sátum við þar í eina 3 tíma eða einhvað og bara að spjalla. Rosa fjör. Svo ætla ég að fara heim á Sunnudaginn og Mamma ætlar að koma með og vera í viku sem er bara gott og blessað.

Á morgun ætla ég að reyna að kíkja til Ömmu og fara svo í Rvk og kíkja í Ikea og sollis svo verðum við bara í afslöppun eftir það og þangað til á Sunnudag og svo fer ég að vinna á Mánudaginn.

En jæja höfum þetta nóg í bili Kossar og knús InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ sæta mín bara að kvitta fyrir mig allavega svona fyrir innlitið...

Bogga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:31

2 identicon

Jæja þá er maður komin heim aftur ,og það var bara leiðinlekt að koma heim .Flyt kanski bara austur það er rólegra þar,mér líður allavega ekki vel núna sakna ykkar mikið ,sakna líka Lillu vantar að hafa hana hjá mér .Það er ekki gott að vera einn  'Eg kem aftur austur þegar ég er búin að vinna í mínum málum elska ykkur bæbæ

Mamma (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband