Jóla hvað?

Góðan daginn Smile Hættu svo bara allir að blogga? Ég ákvað að reyna að byrja aftur, mér finnst svo gaman að glugga í gömul blogg frá mér þá sér maður hvað var helst á dagskrá hjá manni.

Jólin voru rosalega fín hjá okkur. Kalli og Kolla buðu mér Mömmu, Gumma og litla gumma í mat og það var rosalega góður matur fengum hamborgarahrygg og sósu og meðlæti og allt það og svo var konfekt ísterta í eftirrétt ohh hún er svo góð ég bíð spennt í heilt ár eftir að fá hana en núna ætla ég að kaupa svoleiðis fyrir áramótin líka :)

Í gær vorum við hérna að borða það var Mamma, Ég, Gummi og litli Gummi og náttúrulega Lilla líka borðuðum sko yfir okkur af hangikjöti. Mér leið hálfilla eftir matinn varð að leggjast bara inn í rúm að lesa.

Það er stundum svo erfitt að finna eitthvað að skrifa um en oft er það bara eitthvað sem fer í mann í þjóðfélaginu sem maður vill ræða og þá getur maður sett það hérna inn.

En jæja nenni þessu ekki lengur í bili, en þetta blogg er búið að taka langan tíma því litli vildi fá hreina bleiu og svo að borða. En jæja bara over and out :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ takk fyrir síðast. Það var rosalega gaman að hafa ykkur hjá okkur á aðfangadagskvöld og borða saman góðann mat. 'Eg kíki reglulega inn á síðuna hjá þér og finnst gaman að lesa það sem þú ert að skrifa. ef þú verður uppiskroppa með efni þá skrifar þú bara um litla prinsinn og hvað er að frétta af honum. (hvað hann er duglegur að brosa,hlæja og k... og þess háttar) kv Kolla

Kolla Karls (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Hæ  Ásdís

Já það eru allir í blogg leti held ég .

Ég ætla á stað eftir áramót  segir sú lata

Knúss  Vallý

Valdís Skúladóttir, 27.12.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband