Smá blogg

Góðan daginn Smile Nú er sko komið langt síðan ég bloggaði síðast :) Allt gengur vel hérna við erum bara heima hjá Mömmu á meðan það er verið að laga fæturnar á litla prinsinum mínum, það gengur alveg rosalega vel og það er sko komin mikil breyting frá fyrsta gifsi. Hann er búinn að fá 5 gips :)

Nú er sko orðið stutt til jóla, maður bara eiginlega trúir þessu ekki. Ég hef svona verið að spá hvað maður má fá á sig mörg aukakíló um jólin, vona bara að þau verði ekki of mörg en þetta er náttúrlega þannig að maður étur góðan mat og það alveg helling af honum, svo borðar maður konfekt og smákökur þannig að maður býst allavega ekki við því að grennast Crying. Þetta árið er ég búin að baka sörur hef aldrei gert það áður og þær heppnuðust svona prýðilega vel en núna er ég að baka lakkrístoppa, hef sko aldrei náð að gera þá án þess að brenna þá. En jæja best að fara að huga að lakkrístoppunum svo þeir brenni ekki líka.

Picture 021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já elsku ljúfa fallega vina mín,ég vil óska þér innnilega gleðilegra jólahátíðar og þakka fyrir allt það liðna á þessu ljúfa ári,megi nýja árið veita ykkur mikla ást,hamingju og gleði......knús knús í fagurt jólahús frá mér og mínum.....GLEÐILEG JÓL :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2009 kl. 16:21

2 identicon

alveg svaka girnilegar kökur kv Kolla

Kolla Karls (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband