Dettur ekkert í hug sem fyrirsögn :(

En ég er samt í smá fíling til að blogga.

Í dag vaknaði ég ekki fyrr en klukkan 12:40 og var sko mjög reið út í sjálfa mig fyrir að sofa svona en hei manni hlýtur að vera fyrigefið þar sem ég er í sumarfríi Cool Reyndar svona mér til málsbóta þá vaknaði ég klukkan 9 hljóp upp pissaði og las svo einn kafla í bókinni minni og svo ákvað ég að kúra aðeins lengur. Ætli mér verði ekki fyrirgefið.

Við Gummi fórum í gær með Lillu upp á snjóflóðavarnagarða og leyfðum henni að hlaupa frjáls en hún var einhvað óvenju óþekk að koma inn í bíl og fór aðeins í burtu frá okkur og var einhvað að þefa. Við Gummi ákváðum að fara og setjast inn í bíl og gá hvort hún myndi ekki koma og Nei hún leit bara á okkur og það var eins og að hún væri að segja- þið mynduð ekki þora. Svo lét hann bílinn í gang og hún leit aftur á okkur en hélt svo áfram að þefa en var samt svoldið vör um sig en þegar Gummi lagði af stað ( bakkaði aðeins) þá kom hún sko hlaupandi, hún ætlaði sko ekki að vera eftir. LoL

Klósettið á Urðarteigi er farið að leka. Woundering Þannig að ég og Gummi kíktum aðeins í byko áðan og erum farin að tala í alvöru um að taka baðherbergið í gegn. Höldum að það kosti svona 300 þús kallinn svo kannski ég búi bara til svona styrktarreikning þar sem fjölskylda og vinir geta lagt inn. Og líka þeir sem langar að gera góðverk. Woundering Er búin að ákveða að fá vegghengt klósett og þá verður líka mun auðveldara að þrífa þarna inni Cool

Vá, hvað maður er orðinn sjúkur ég er orðin svo væmin einhvað að um leið og dagvaktarauglýsingin byrjar þá fer ég bara að gráta.

Prinsessa Garðars og Freydísar er svo sæt. Ég er búin að búa til nafn á hana en ég ætla ekki að segja það hér þessu nafni laust í mig um leið og ég sá hana. Svo er bara að sjá hvaða nafn foreldrarnir velja það verður fallegt prinsessunafn.  Ég og Gummi fengum að sitja yfir  henni áðan á meðan Garðar og co skruppu aðeins og hún var svo góð grét pínu en allt var búið þegar hún fékk hreina bleiu.

Stjórnmál eru farin að fara í taugarnar á mér það er að segja ef þetta kallast stjórnmál. Sko eins og með bíómiðann þeir urðu að hækka hann úr 600 kr upp í 800 kr vegna þess að dollarinn var svo hár en þegar hann lækkaði aftur þá datt þeim sko ekki í hug að lækka hann aftur, og svona er þetta með bensínið líki, þeir eru búnir að hækka það upp úr öllu valdi og loksins þegar það kemur lækkun þá lækkar það ekki í samsvarandi og heimskaupsverð og hvað gerum við Íslendingar réttum þeim vaselinið. Crying

Aseneth og Maríana komu heim  í dag og er ég að vona að Geiri verði duglegur að taka myndir. En jæja ætla að fara að hætta þessu bulli set inn eina mynd af Á***** H**** prinsessu Garðars og Freydísar. Kissing

 

IMG_0714

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gott að leyfa Lillu að hlaupa um ,svo er bannað að sofa svona lengi nema bara þegar maður er þreittur,já það er auðvelt að gráta þessa dagana,og ég er hætt að pirra mig á þessum hækkunum ,launin duga ekki það hækkar allt nema launin.Enn knúsaðu Garðar og Freidísi frá mér og segu til hamingu með prinssesuna ,ég þarf að kaupa eitthvað handa henni voð sætt.En kveð í bili bæbæ

Ólöf Karlsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband