Shitturinn-Titturinn

Dísin kom austur klukkan 8 í gær þá var fínt að vera komin heim en það var alveg brjálæðislega kalt. Fór úr sólinni í Rvk í snjóinn fyrir austan. Ég er sko ekki að ljúga það snjóaði hérna í gær.

Þegar ég kom heim í gær tók Jói tengdapabbi á móti mér og var leiðinni haldið heim til þeirra skötuhjúa og beðið eftir Gumma þar. Tengdamamma gaf mér að borða enda var ég orðin svöng. En lilla greyið var einhvað svakalega róleg og svaf bara inni í búrinu sínu.  Á meðan beðið var eftir Gumma var bara drukkið kaffi og reynt að fræða mig um hina og þessa hluti en ég átti mjög erfitt með að læra um þessa ætt en þetta var flókið þannig að ég hef afsökun. LoL

Gummi kom svo að vanda og urðu fagnaðarlæti þar þegar Lilla sá hann. En uppúr 23:30 var haldið heim á leið. Byrjuðum reyndar á að fara í sjoppu og kaupa að borða þar sem Gummi minn var orðinn mjög svangur.

Í morgun fórum við Lilla á fætur klukkan 13:30 já það mætti halda að maður hefði ekkert sofið fyrir sunnan og ég var bara að hanga í tölvunni og svollis svo hringdi ég í Svövu hún sagði mér að hoppa yfir í kaffi og svo keyrði hún mig í búð. En hún var að fara upp á Egilstaði þannig að ég gat ekki stoppað lengi þar.

Ég prófaði að elda kjúkling en ég varð eiginlega fyrir miklum vonbrigðum með hann en borðaði nú samt en þegar ég var búin að borða þá lagðist ég upp í sófa og já ég verð að viðurkenna það ég sofnaði. Vaknaði þegar Gummi kom heim. Ætla að setja inn smá myndir líka læt fylgja eina með hér á forsíðunni sem tekin var i gær 18 Júní á Fagradalnum.

 

IMG_0582


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Jæja góða mín best að skoða þessar myndir langar ekki ´í snjóin þinn bæbæ

Ólöf Karlsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband