1 Apríl :)

Jæja, hverjir hlupu í dag? Ekki ég, það var ekki einu sinni reynt að gabba mig, nema það má kannski segja að Barnaland hafi náð mér pínu Grin. Fór minn venjulega morgunrúnt á netinu í morgun og náttla fór inn á barnaland en hvað er þá ekki bara allt komið á Dönsku LoL Ég fór inn á skilaboðin og þar var sagt að þetta væri gert í hagræðingarskyni og þeir sem vildu fá þetta aftur á íslensku gætu keypt forrit í Bt átti að kosta 999 kr bara í dag en annars 2100 og ég var alveg búin að ákveða að fara í dag en fattaði svo að það væri 1 Apríl.

Ég á margar góðar minningar með 1 Apríl, þar sem ég á afmæli 3 Apríl þá hélt ég einu sinni upp á afmælið mitt 1 Apríl og ein vinkona mín hringdi í mig svona 10 sinnum sama daginn til að vera alveg viss um að þetta væri ekki Aprílgabb. Wink 

Annars var eiginlega ekkert að gerast hjá mér í dag. Var að vinna til 7 og svo er ég bara búin að vera í leti hérna heima. Fékk mér að borða og horfði svo á Veronica mars svo er ég bara búin að vera í tölvunni síðan ég kom heim. Hefði samt átt að vera að gera helling nenni bara eiginlega engu þessa dagana.

Annars veit ég ekkert hverju ég á að ljúga meira að ykkur þannig að ég segi bara bless bless og hafið það gott. Þið eina manneskja sem virðist lesa þetta blogg mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg hljóp ekki fyrsta apríl í þetta sinn ,en það var soldið skrítið að það var allt á dönsku á barnalandi

En ég á samt margar góðar miningar af 1 apríl samt

annars er ég bara búin að vera veik hér heima og voða pirruð einhvað má ekki vera að þessu

Er að fara að flitja og sollis

Enn það er ekki góð tifinning ver smá tíma að jafna mig á því 

En bæbæ í bili Kveðja Mamma gamla 

Mamma (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband