4 Október

Ojj Ég er að horfa á ljósið inni í stofu og það er sko allt fullt af flugum Þögull sem gröfin

En jæja nóg um það Það var fínt í vinnunni í dag, komu vörur og því var mikið að gera. Ég og ein önnur þarna erum orðnar rosa góðar vinkonur hún ætlar að plokka mig og lita. Annars erum við gellurnar í vinnunni að fara út að borða saman Hlæjandi Það verður sko gaman.

Var að panta mér tíma í klippingu og litun í dag fæ tíma á Föstudaginn. JIBBÝ. Og ég tók nýja símann minn í notkun í dag svo mig vantar alveg nokkur númer, Þannig að þið sem ég hringi ekki í þá biðst ég fyrirgefningar. Hehe Já en nóg blaður í bili blogga meira seinna.

PS ég var alveg ógeðslega dugleg í gær var að bíða eftir þvottavélinni og tók allt og skúraði + þreif klósettið hehe en áður en ég hætti að blaðra þá verð ég að segja ykkur frá einu ýkt fyndnu sem ég lenti í í gær. Eins og áður sagði var ég mjög að setja í þvottavél og svo fattaði ég að ég þyrfti að þvo vinnubolinn minn svo ég fer og finn fleiri rauð föt og fer með inn í þvottarhús, En þegar ég kem inn í þvottarhús þá sé ég að það er einhvað skrítið í gangi með þvottavélina svo Gummi kemur inn og hjálpar mér og ýtir aðeins við þvottinum sem er upp á þvottavélinni, svo fer Gummi fram og ég læt í þvottavél og fer svo og nudda Gumma( hann er búinn að vera svo slæmur í bakinu greyið) Skömmustulegur Svo leggst hann bara upp í rúm og róar sig niður. Svo þegar ég er búina að taka úr þvottavélinni þá sé ég að vinnubolurinn minn er ekki í vélinni svo ég fer og leita og leita og fatta svo að hann hefur dottið bakvið þvottavélina þegar hann ýtti við þvottinum. Svo ég fer inn í herbergi til hans og segi Elsku Gummi minn ég veit að þú ert að ná að slaka alveg geðveikt vel á og sollis en viltu koma og hjálpa mér að ná bolnum, svo hann kemur og nær bolnum, svo ég segi við hann jæja farðu nú aftur upp í rúm og slakaðu á svo hann segir já ég geri það og gekk út og læsti þvottarhússhurðinni.

HEHEH Ekki mikil hætta á að ég trufli hann þegar ég er læst inn í þvottarhúsiGlottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe snillingur;) guðmundur heheh hann er snillingur... hehe við eigum eftir að sakna ykkar við förum suður á morgun keyrandi... knús frá okkur hér ;) fingur koss frá pál helga

magga (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband