L E T I :(

Vá hvað ég er löt núna Sick Var alveg geggjað dugleg í gær en ekki í dag.

 Á Föstudaginn kom ég heim úr vinnu og eldaði pylsur, það er nú kannski ekki mikið að elda en Gummi var að fara að vinna svo að maður varð að hafa einhvað sem tekur innan við klukkutíma að elda. Svo fór Gummi að vinna klukkan 7 og ég var alveg geggjað þreytt eitthvað og var eiginlega bara í leti. Horfði á Útsvar og var í tölfunni en ákvað að fara bara snemma að sofa. Kláraði bókina um Önnu á Hesteyri og hún var alveg mjög góð sko.

Á laugardaginn fór ég framm úr um 10 leitið og lét í Þvottavél, vaskaði upp, skúraði alla efri hæðina og þvoði klósettið og vaskinn, fór svo í sturtu og svo í búðina og var búin að þessu öllu um 2 leitið. Fór þá í afmæli hjá Magnúsi Orra hann er orðinn 2 ára ( ótrúlegt hvað tíminn líður). Hann var alveg frábær fékk Pakka frá ömmu sinni opnaði hann það var bara mjúkt þannig að hann henti því frá sér leit upp á alla brosti og sagði svo MEIRA. Hahahhahaahhah Alveg frábær. Svo þegar hann fékk pakkana í hendurnar þá sagði hann bara JÓLAPAKKI Smile  Þessi börn eru bara æðisleg. Fékk far með Pálínu og Guðna foreldrum Garðars þar sem Gummi var að vinna og ég treysti mér ekki til að keyra sjálf. En við komum heim um 5 og þá var bara slakað á í smá tíma og farið svo að elda  í þetta skiptið voru hamborgarar með eggi og beikoni. Rosalega gott. En ég var svo rosalega þreytt eftir afmælið að ég dottaði bara yfir fréttunum. Var svo í rosalegu leti stuði yfir spaugstofunni og söngvakeppninni. Ætlaði svo að hafa það bara rólegt um kvöldið en Lilla vildi fara að labba þannig að ég tók smá göngu með hana í grenjandi rigningu en eftir göngutúrinn vaknaði ég og fór að horfa á mynd sem heitir Collage Road Trip hún var alveg rosalega góð svo fór ég niður að sofa.

Í morgun vaknaði ég og byrjaði á því að laga aðeins til á borðunum en reyndi svo að fara að læra en bara var í engu stuði þannig að ég fór í tölvuna, hringdi svo í Mömmu og fór að brjóta saman þvott og ganga frá honum. Svo reyndi ég aftur við lærdóminn en varð að hvíla mig því ég var orðin svo þreytt á að skrifa. Og nú sit ég hér og ætla að fara að taka úr þvottavélinni, setja í hana aftur og lesa. Svo á að reyna við lærdóminn aftur :)

ps. Ég sagði mig úr Íslenskunni. Var ekki alveg að skilja hana þannig að þá verður maður bara að leggja ennþá meiri áherslu á Sálfræðina. En hafið það gott og ég skal reyna að blogga um helgina Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ásdís mín.

Það er allt í góðu að vera svolítið löt/latur annað slagið. Það er bara ágætt að slappa af stundum að mínu mati. Ég er búin að slappa af í allan dag. Það er bara gott.

Hafðu það sem best Ásdís mín. Þú ert flott eins og þú ert.!!!

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Þú varst dugleg annan daginn er það ekki nóg.maður þarf að hvíla sig líka  

Gangi þér vel að læra resst ,og svo er gott að fara útað labba með elskuna

þína .þá elskar hún þig  .Ég var að hætta á gleðipillunum mínum og er orðin eðlileg aftur með skap og husanir sem angra mig ,en vil ekki lengur 

vera svona dofin en er á uppleið ,love you all 

Knúsí knús mamsa og vala

Ólöf Karlsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Walking DogKnús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Takk fyrir viðkomu þína á blogginu mínu hún er mér mikils virði það skaltu vita.Þú er góð og kærlegsrík frænka og aldrei breyta þérSú manneskja sem þú hefur að geima mun fleyta þér langt í lífinu mín kær,vertu viss.Ef þú værir ekki búinn að reina allt það sem þú ert búinn værir þú ekki þessi Ásdís sem við höfum í dag mín kær

Elska þig mín kær

Ber virðingu fyrir því sem þú segir mín kær

Og því sem þú ert mín kær

Blíðlegar birtu kveðjur mín kær

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt dúlan mín .Er að fara að sofa reyna það allavega .Knúsí knús Mamma rugla :-)

Ólöf Karlsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband