Dugnaðarforkurinn Ásdís!

CoolÉg er sko búin að vera geggjað dugleg í dag. Vaknaði um 10 leitið og fór að vinna frá 11 til 1.

Kom svo heim og skúraði alla efri hæðina. Tók svo eldhúsið mjög vel í gegn hjá mér og þreif svo baðherbergið hátt og lágt nema hilluna á hana eftir. Svo fór ég að ná niður þvottinum hjá mér og braut náttla saman hitt og gekk frá því. En svo kíktum ég og Gummi smá rúnt, fórum í Samkaup og keyptum okkur að borða og svona. Svo reyndar sofnaði ég í svona 1 klukkutíma og Gummi vakti mig til að koma að borða.

Það sem er helst að frétta samt af okkur hér er það að ég er farin að keyra hérna Halo  Er sko líka geggjað stolt af mér. Svo er ég í fríi um helgina þannig að ég er að spá í að reyna að fara upp á Egilstaði á morgun. Komast í Bónus og svona.

Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska fyrir sunnan síðustu daga en vonda veðrið kom ekki hingað fyrr en í gærnótt. En það var greinilega mjög hvasst vegna þess að það hafði fokið kerra og hún lá brotin á miðjum vegi.

En eitt sem ég fatta sko alls ekki, það er hvað sumt fólk er furðulegt það er búið að loka veginum en fólk fer samt yfir ég meina hversu heimskur er hægt að vera. Er ekki nær að leyfa björgunarsveitunum að vinna við þarfara verkefni heldur en að hjálpa einhverjum vitleysingum sem urðu að gá hvort þeir kæmust ekki yfir.

Öskudagurinn var mjög sérstakur það var sungið alveg helling fyrir mig og fullt af nammi var gefið þann dag en nú ætla ég að fara að horfa á Spaugstofuna. Blogga meira seinna BÆJÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja bar farin að aka það er nú gott ,var orðin smeik um að þú myndir glata prófinu,nú ert þú búin að redda því gott hjá þér .Já sumir eru svo skrítnir það gengur allt betur hjá mér,og bíllinn min er betri en þinn,en hvað svo.Fékstu gott að borða og Lilla mín saknar hún mín ekki.Hvað varst þú á öskudag ég var sjúklingur  bæbæ elska ykkur 

mamma og ég (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband