Hef sko ekki verið að standa mig í blogginu.

Enda er nú kannski ekki neitt spennandi að gerast hjá mér. En við skulum reyna að segja smá frá. Grin

Síðustu helgi ætlaði Berglind að koma og mig var búið að hlakka til alla vikuna. En Svo rennur föstudagurinn upp og Neinei þá er ekki pláss í vélinni. En jæja ég jafna mig á endanum þegar Gummi hringir og segist ætla að bjóða mér til Akureyrar varð sko geggjað ánægð gistum á hóteli og allt saman. Garðar og Freydís pössuðu Lillu fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir það Kissing En Lilla var ekkert sérstaklega sátt grét mikið og neitaði að borða þangað til að við komum aftur þá fór hún beint í matardallin sinn.

En á Akureyri var bara farið í smá verslunarleiðangur fórum í rúmfatalagerinn og keyptum dúk á borðið og herðatré og svona. Og svo var farið í Hagkaup. En þegar ég fór inn í Hagkaup þá pípti þjófavarnarkerfið á mig sko þegar ég labbaði INN ótrúlegt sko ég er viss um að það hefur verið að vara Gumma við að fara með mig þarna inn. En ókey við stóðum þarna eins og vitleysingar þangað til að það kom einhver stelpa og tala við stelpuna sem vinnur í afgreiðslunni og fyrsta sem hún spurði mig var hvort ég væri í fötum frá útlöndum og þá fattaði ég að ég var í peysunni frá sússu. Þá var einhvað merki inn í henni sem maður á að klippa úr og ég varð að fara inn í mátunarklefinn í Hagkaup og taka þetta merki úr. LoL Þetta var sko algjör ævintýraferð.

En við vorum komin frekar snemma heim eða við lentum í mat hjá Garðari og Freydísi fengum kjötfarsbollur í káli og ég gat borðað það án þess að verða veik Cool En Páll Helgi sagði mér að það hafi verið padda með ljótt andlit sem vildi eiga húsið hans alveg frábært sem þessum börnum dettur í hug.

En já svo gekk vikan bara eins og í sögu og ég fór í vinnuna og svona. En þetta var náttla bara stutt vika og nú er maður bara í páskafríi og veit eiginlega ekkert hvað maður á af sér að gera Devil

Gummi er á næturvöktum núna þannig að ég og Lilla erum bara mest tvær að dunda okkur. En jæja fer að láta þetta vera gott í bili og munið ekki borða yfir af ykkur af páskaeggjum :)


Fermingarstrákar ársins eru ?

Þorsteinn Ingi Karlsson fermdist 24 Febrúar Asdís 104

Konráð Ólafur Eysteinsson fermist 9 Mars Asdís 016


Afmælisbörn mánaðarins eru ?

Davíð Freyr 7 ára þann 5 Mars P1010104

 

Maríana 1 árs þann 7 Mars ''Eg 'Ola 029

 

Og vil ég óska þeim innilega til hamingju. Þar sem ég og Gummi komust ekki í afmælið þá bjuggum við til afmælisköku og erum við enn að japla á henni.


Erfið byrjun á degi.

Vaknaði klukkan 6 í morgun og fór á klósettið hélt ég þyrfti bara að pissa en Nei nei er mín ekki komin með bullandi niðurgang, Sit á klóesettinu í svona 30 mín en fer svo niður aftur og er þá svo kalt að ég verð að hafa 2 sængur. En jæja vakna svo um 8 ætlaði að fara að gera mig reddý fyrir vinnu og ætla að fara að hleypa Lillu út en Nei ég næ varla að krækja í ólinu og þarf að komast á klósettið aftur og ég er búin að vera þar af og til í allan dag. Og til að toppa þetta þá er ég líka á bullandi túr og með bullandi túrverki.Crying

En annars var helgin mjög góð. Við Gummi fórum yfir á Eskifjörð til Garðars og Freydísar, tókum Garðar reyndar með því hann var hérna niður frá og þegar við komum þangað var Freydís að baka skonsur. En jæja við stoppuðum þar smá stund og brunuðum svo yfir aftur.Halo

Laugardagur, Ég og Gummi vöknuðum snemma og fórum upp á Egilstaði og versluðum alveg helling. Ég keypti mér eyrnalokka, fataskáp, inniskó, heimasíma og svo smá mat í bónus. Þvílíkur verðmunur þar og hérna í Samkaup tökum sem dæmi Ben&jerrys ís hann kostar 749 hjá okkur hann kostaði að mig minnir 549 kr í bónus og þetta er sko alveg nákvæmlega sami ísinn... En jæja nóg um það svo náttla fórum við í Kaffi til Tengdó og þar voru Þóra, palli, Benedikt og Oddný og þar að auki voru Heiða og Amma hans gumma og svo að sjálfsögðu tengdó. Og það var mikið fjör og mikið gaman.Blush

Vorum svoldið að fylgjast með Benedikt árna og Oddný eddu þau fóru inn í herbergi til Heiðu og svo var Benni allur í sjónvarpinu og vídeoinu en Oddný var að rífa bækurnar úr hilluni og svo til að toppa allt þá stóð Benni ofan á bókunum og náði lengra inn í hilluna.Wink

Um kvöldið var svo brunað beint hérna niðureftir og byrjað að elda. Garðar, Freydís, Páll helgi og Magnús Orri komu öll hingað í mat og það var mjög fínt.En svo urðu þau að bruna yfir fjallið með 2 þreytta stráka. Og við Gummi gengum bara frá hérna heima og fórum svo að sofa.Sleeping

Sunnudagurinn: Löguðum til allan daginn og breyttum hérna heima, fórum reyndar stutta ferð yfir á Eskifjörð og tengdó komu á móti okkur þau fengu lyklaborð hjá okkur en annars var allt tekið í gegn. En jæja fer að segja þetta gott í bili. Reyni kannski að setja inn fleiri myndirHappy

IMG_0310


Góða kvöldið :)

Jæja hvað segið þið gott?

Nú er Gummi byrjaður á vöktum var að taka sína 1 núna og það er næturvakt og svo á hann að vinna alla helgina á næturvöktum. Er nú eiginlega með smá áhyggjur af honum, hann vaknaði svo snemma í morgun og gat ekkert sofnað í dag það var alltaf verið að trufla hann.

En á Miðvikudaginn náði ég að detta niður stigann hérna heima, en hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því og fór þar af leiðandi ekki að vinna á Fimmtudaginn. Komst varla í buksur var svo slæm í bakinu. En ég var bara hérna heima með Lillu og við létum okkur leiðast saman Errm

En já svo fór ég að vinna í dag og það var bara fínt, við Gummi fengum okkur kjúlla áður en hann fór að vinna en núna erum við Lilla bara einar heima.

Ég pantaði mér hillu af Ikea alveg hrikalega flotta það er molger hillueining vantaði svo hrikalega mikið einhvað undir handklæði og svoleiðis. Hún kom svo í dag fékk sko kortið hennar Mömmu til að kaupa hana  og nú hlakkar mig svo til þegar hún verður sett saman. Gummi ætlar að gera það fyrir mig á morgun. Hann eiginlega bannaði mér að opna sko kassann. Hann þekkir mig greinilega mjög vel. Cool Hún hefði sko ábbygilega verið á hlið þegar hann hefði komið heim :)

En já maður veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja á svona bloggi. Sérstaklega þegar maður á sér ekkert líf.

Þorsteinn Ingi frændi minn á að fermast á Sunnudaginn og óska ég honum alveg innilega til hamingju með það. Kissing En ég á einmitt að vera að vinna á Sunnudaginn.

Er samt alveg í fríi á morgun og mig hlakkar mikið til ætla samt að fara til Reyðarfjarðar og láta stilla gleraugun mín. Þau eru sko meira en skökk. Cool

En jæja ég veit ekki hverju meira ég á að ljúga í ykkur. Svo ég segir bara BLESS BLESS :)

 

 

 

 


Á ég að segja ykkur leyndarmál :)

Djók það er ekki leyndarmál ef að maður segir Tounge 

En það er ekkert nýtt að frétta af mér, var bara að vinna um helgina á Laugardeginum frá klukkan 12- 16 og Sunnudeginum frá klukkan 12 til 18. Fór upp á Egilstaði á Laugardeginum og þar voru Þóra og tvíburarnir það var voða gaman að sjá þau. Það er svo gaman að sjá svona börn sem maður sér ekki í á hverjum degi hvað þau hafa alltaf stækkað mikið þegar maður sér þau næst Smile 

En það var mjög gaman á Egilstöðum vorum í mat þar og allt vorum svo komin heim um 10 leitið eða einhvað. En svo var eiginlega ekkert spennandi gert á Sunnudeginum. Leigðum okkur mynd sem er oceans 13 hún var ágæt. En svo var bara farið frekar snemma í bólið.

Í dag var svo bara annar vinnudagur og hann gekk ágætlega. Reyndar er ég orðin leið á því að við erum sko 5 að vinna og þær fara alltaf báða kaffitímana 4 saman í kaffi og svo fer ég ein mér finnst það alveg frekar boring sko. En jæja segi þetta gott í bili. Reyni að blogga meira næst Tounge


Vinna og vinna og vinna

Það er því miður ekki neitt annað sem ég geri mér finnst ég vera í vinnunni allan sólahringinn Crying En eins og er þá sit ég bara fyrir framan tölvuna með kaffibollann minn og er að skoða hitt og þetta og + að blogga náttúrulega Smile Er að fara að vinna frá 12:00 til 15:00 og svo ætla ég og Gummi að fara upp á Egilstaði Halo Það var verið að bjóða okkur í mat og svo eru Þóra, Palli og tvíburarnir þar þannig að það verður fjör. Á morgun er svo bara meiri vinna þá er ég að vinna frá 12:00 til 18:00 þannig að það er sko alltaf nóg að gera sko hjá vinnandi fólki Gasp

Þann 14 Febrúar síðastliðinn áttu Gummi minn og Thelma Lind frænka mín afmæli og vil ég óska þeim innilega til hamingju með það. Gummi er orðinn 26 ára og Thelma er 11 ára. Kissing

Um næstu helgi á svo Þorsteinn Ingi að fermast en því miður komumst hvorki ég né Gummi vegna þess að við erum bæði að vinna og svo er mánuðurinn hálfnaður þannig að maður á sko engann pening það kostar okkar 20.000 að keyra og 40.000 að  fljúga það er að segja ef maður bókar með stuttum fyrivara Cool En ég ætla að bæta Elsku Þorsteini mínum þetta einhvern veginn upp. Ætla að reyna að koma svo suður fljótlega.

Í vinnunni gengur allt sinn vanagang og mér líður rosalega vel þar en ég er orðin þokkalega pirruð á öllu þessu veseni á að manna helgarnar og frá 5 til 7 virka daga en það er ekki minn hausverkur sem betur fer. Ekki myndi ég vilja vera verslunarstjóri ég hef ekki þessa stjórahæfileika í mér.

En jæja ætla að láta þetta gott heita í bili ætla að sjá hvort ég geti ekki sett inn einhvera góða mynd hérna á. Er að spá í að finna mynd af Maríönu frænku minni.

''Eg 'Ola 029


Ólukkan eltir mig núna!

AngryÞetta er sko búið að vera skrítinn dagur. Hann byrjaði allavega ekki vel því ég svaf yfir mig Sleeping Vaknaði 10 mínótur yfir 9 svo er ég búin að vera með geggjaðan höfuðverk í dag og svima annaðslagið held að þetta séu gleraugun Cool Alveg er þetta pirrandi. En já ég mætti í vinnu í morgun og fór svo heim í hádeginu og lék aðeins við hana Lillu mína Tounge Hún er alveg vitlaus í augnablikinu því ég og Gummi erum að borða pulsupasta ohh svo endalaust gott.

Ég var að vinna til 7 í dag og veit ekkert hvað á að gera í kvöld. Það er ekkert að gera. Nema kannski fara út að labba með Lillu. Og jú horfa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni.

Ætla að reyna að finna mér einhvað sniðugt að blogga um. :)

Fann eitt það er bensínverðið. Líterinn hérna á Olís er kominn upp í 144 kr líterinn er þetta hægt. Það hækkar alltaf allt en þeir vita ekki hvað að lækka er Ohh maður verður bara reiður að hugsa um þetta. Maður bíður eftir að það komi tilboð á Bensín þá verða allir komnir með tank í bílastæðið sitt og versla bara inn á hann þegar tilboð eru Woundering En ég meina það hvernig á fólk að hafa efni á þessu. Ef þú ert með til dæmis 70 lítra tank þá kostar það þig 10.080 kr að fylla á einn tank þetta er bara glæpur.

Hver man ekki eftir því þegar bíómiðinn kostaði 600 kr en svo varð að hækka hann vegna dollarans en hann er búinn að lækka þvílíkt síðan þá en ekki datt þeim í hug að lækka bíómiðann aftur. Angry

Þetta er eins og alltaf er sagt það HÆKKAR allt nema Launin það er bara skömm að þessu.

En jæja takk fyrir mig í dag ég skal reyna að blogga meira á morgun.

Þarf að fara að ganga frá í eldhúsinu. Gumma finnst það svo sanngjarnt að sá sem eldar þarf ekki að vaska upp en það gildir bara þegar hann eldar. Ef ég elda þá á ég að elda og vaska upp Wink En USSS


Helgin búin :(

Ohh hvað ég þoli það ekki hvað helgarnar eru fljótar að líða. Maður er varla búin að setjast niður á Föstudagskvöldi  og þá er bara allt í einu kominn Mánudagsmorgun Alveg óþolandi Shocking

En annars var helgin ágæt! Það var mjög mikið að gera í vinnunni svo að eftir hana þá var eiginlega bara farið beint að sofa. Ætlaði reyndar að horfa á Útsvar en þá var það komið í frí og Gettu betur byrjað í staðinn. held ég hafi farið upp í rúm um 12 leitið eða einhvað.

En á Laugardaginn fór ég að baka með Gerði og var frá 11 til 1 svo fór ég heim og gerði ekki neitt nema þrífa.

Á Sunnudaginn fór ég og Gummi upp á Egilstaði. Kíktum í Bónus og Kaupfélagið ( Mollheilkennin voru farin að segja til sín Wink ) En svo komum við bara heim í góða veðrið, reyndum að fara til Garðars og Freydísar en það var enginn heima á þeim bænum. Þegar heim var komið var glampandi sól svo vorum við bara einhvað að bardúsast heima. Garðar, Freydís, Páll helgi og Magnús Orri kíktu svo á okkur og við ákváðum að borða bara öll saman. Gummi eldaði Lasagne með kjúkling rosalega gott. En svo urðu þau að fara heim því strákarnir voru orðnir vel þreyttir og ég og Gummi og Lilla fórum svo fljótlega að sofa.

Mánudagurinn var sko ekkert að láta bíða eftir sér. Vildi stundum að ég ætti svona Klukkur þar sem ég gæti stoppað tímann þannig að ég gæti bara sofið pínu lengur en það er víst ekki búið að finna það upp. En ég fór á Bílnum í vinnuna og kom svo heim í hádeginu og fór að leika við Lillu var svo skrítin í maganum að ég vildi ekkert borða. Sick Reyndi samt bara að vera dugleg í vinnunni og kom svo heim klukkan 6 fór þá bara í tölvuna og einhvað svona dútl. En núna nenni ég ekki þessu bloggi meira Heyrumst. Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband