14.4.2008 | 22:29
Hafið þið spáð í því?


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 13:23
Góðan og blessaðan daginn.
Hvað segist gott í dag???
Hjá mér segist allt sæmilegt er reyndar búin að vera einhvað pínu döpur í dag og í gær. Ætli það sé ekki bara árstíminn, alveg að koma sumar en það er samt svo langt í það Langar helst að fá sumarið bara í dag. Vá, það á ábyggilega eftir að vera geggjað sumar hjá mér eða ég vona það allavega. Ég ætla að byrja á því að reyna að fara suður eftir 15 maí og taka allt mitt dót þar sem Mamma er að fara að flytja. Á samt eftir að sakna stekkjargötunar alveg geggjað mikið en Mamma ætlar sem betur fer að taka að ég held borðið hans Pabba og sófann hans og elsku myndin af honum og pípan hans verður þar líka.
Ég og Gummi ætlum líka að reyna að fara til Vestmanneyja í sumar hef nefnilega aldrei komið þangað ætlum að reyna að draga mömmu með líka, en ætli það þurfi nokkuð að draga hana með trúi því frekar að hún komi alveg sjálfviljug . Svo verða einhverjar styttri ferðir líka. Langar alveg geggjað mikið að reyna að fá öll systkyni mín og konur þeirra og menn og börnin náttla líka til að hitta mig og Gumma einhverstaðar á miðri leið og gista saman öll á einhverju tjaldstæði. En það er spurning hvort maður nái þeim öllum í svoleiðis óvissuferð. Það er víst búið að plana einhvað ættarmót hjá Gumma family í júní þannig að það er alveg möguleiki að maður kíki þangað
En svo ætla ég mér sko að reyna að fara til útlanda næsta sumar og jájá engar áhyggjur Gummi má audda koma með
.
Er eiginlega í fríi í dag er í svona hreinsa hugann fríi og það sem ég er búin að gera í morgun er eiginlega bara að vera í leti ég er búin að sauma pínu og svo horfði ég á Bend it like Beckham alveg snilldarmynd. En annars er ekkert búið að gerast hérna megin við fjallið. Það er reyndar fjall af þvotti sem ég á eftir að brjóta saman
Annars er ég búin að vera að láta mér líða vel. Gumminn minn kemur heim um 5 og hann er búinn að segja að við ætlum að gera einhvað skemmtilegt. Svo verður helgin vonandi alveg frábær stefnan er sett á að Berglind komi og mig hlakkar svo til. Þá verður sko gert einhvað spennó hef sko ekki hitt neinn af minni fjölskyldu síðan í Janúar og ég er farin að sakna þeirra svo mikið. En jæja það er kannski best að segja þetta gott í bili BÆjó...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 22:16
Fyndið :)
Þetta er bara snilld er búin að liggja úr krampa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 21:01
Ég á afmæli í dag :)
Jæja, nú er ég sko búin að eiga góðan dag. Fór að vinna í dag og var að vinna til klukkan 5 ( átti að vera til 7 en skipti við eina) því ég og Gummi ÆTLUÐUM að fara upp á Egilstaði og fara út að borða. En nei, það náttúrulega varð að koma leiðinlegt veður og varð þar af leiðandi bara ófært yfir skarð. Svo að ég og Gummi ákváðum að fara bara út að borða vorum búin að ákveða að fara á Capitano en þar var náttla lokað. Svo að ég og Gummi fórum bara á Kaffihúsið. Fengum okkur crepes og það var svo gott síðan fengum við okkur einn Kaffibolla í eftirrétt.
Gummi vildi svo taka smá rúnt svo að ég sætti mig bara við það en núna set ég fyrir framan tölvuna og blogga.
Var að spá í einu með svona afmælisdaga, þegar maður var lítil þá var þetta eiginlega bara mjög heilagur dagur. Maður fékk að halda afmælisveislu og maður varð svo stór. Manni finnst bara spennandi og spennandi að verða eldri þegar maður er yngri. Sko þegar maður er 6 ára þá byrjar maður í skóla og svo er maður í skóla þangað til maður verður 16 ára. En maður fermist náttla þegar maður er 14 ára. Svo verður maður 17 ára og fær bílpróf vá rosalega spennó og ennþá meira spennandi að verða 20 ára því þá má maður fara í ríkið. En eftir 20 ára aldurinn þá kvíðir manni fyrir að verða eldri þá þarf maður að fara að vinna ( svona í flestum tilfellum) og sjá um heimili, borga reikninga, eignast börn og þegar maður er kominn í þann hring þá er sko ekki aftur snúið. Lífið batna varla fyrr en maður er orðinn eldri svona sirka 67 ára og fer á eftirlaunaaldurinn. Þá byrjar lífið aftur. Þá eru börnin farin að heiman, maður er búinn að borga upp öll lán og maður er hættur að vinna, þá fyrst getur maður farið að leika sér aftur. Þá fer maður að fara í utanlandsferðir, eða kaupir sér húsbíl og er bara á flakki allt árið.
Stjórnmálin eru alltaf að koma upp í kollinn á mér. En þetta er bara svo erfitt að skilja. Gummi er alltaf að reyna að kenna mér einhvað en ég segi bara jájá en er engu nær.
Maður ætti nú samt að reyna að opna hugann fyrir þessu en ég bara get ekki einu sinni munað nafn stjórnmálamanna. Það var einhver stjórnmálamaður í kastljósi um daginn og hann hélt því fram að þessi einkaþota sem þeir leigðu sér væri ódýrara heldur en að kaupa almennt fargjald en það kom svo í fréttunum að þessi einkaþota hafi verið 200 til 300 þús. dýrari heldur en venjulegt fargjald. Hvað ætli þessir menn séu með svo há laun að þeim muni ekkert um 200 -300 þús kr. En það sem málið er að ég held að við borgum þennan pening.
En jæja núna er ég hætt þessu blaðri reyni að nota restina af afmælisdeginum í einhvað annað en blogg.
ps. Kíkið aðeins á efri hluta bloggsins. þegar ég var að lesa yfir þá tók ég eftir að það var alveg helling af orðinu maður eða manni, allir að koma með hugmynd um orð sem ég gæti notað í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 22:36
Afmælistúlkur mánaðarsins eru???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 22:23
1 Apríl :)
Jæja, hverjir hlupu í dag? Ekki ég, það var ekki einu sinni reynt að gabba mig, nema það má kannski segja að Barnaland hafi náð mér pínu . Fór minn venjulega morgunrúnt á netinu í morgun og náttla fór inn á barnaland en hvað er þá ekki bara allt komið á Dönsku
Ég fór inn á skilaboðin og þar var sagt að þetta væri gert í hagræðingarskyni og þeir sem vildu fá þetta aftur á íslensku gætu keypt forrit í Bt átti að kosta 999 kr bara í dag en annars 2100 og ég var alveg búin að ákveða að fara í dag en fattaði svo að það væri 1 Apríl.
Ég á margar góðar minningar með 1 Apríl, þar sem ég á afmæli 3 Apríl þá hélt ég einu sinni upp á afmælið mitt 1 Apríl og ein vinkona mín hringdi í mig svona 10 sinnum sama daginn til að vera alveg viss um að þetta væri ekki Aprílgabb.
Annars var eiginlega ekkert að gerast hjá mér í dag. Var að vinna til 7 og svo er ég bara búin að vera í leti hérna heima. Fékk mér að borða og horfði svo á Veronica mars svo er ég bara búin að vera í tölvunni síðan ég kom heim. Hefði samt átt að vera að gera helling nenni bara eiginlega engu þessa dagana.
Annars veit ég ekkert hverju ég á að ljúga meira að ykkur þannig að ég segi bara bless bless og hafið það gott. Þið eina manneskja sem virðist lesa þetta blogg mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 20:55
Er allt að fara til FJANDANS???
Þá er ég að tala um allt saman sko launin okkar hækkuðu um alveg nokkrar krónur um síðustu mánaðarmót, en í staðinn er matvöruverðið að hækka eða komið upp í það sama og það var áður en þeir lækkuðu matvöru skattinn í 7 %. Þetta er náttla bara geðveiki. Nú er til dæmis bensínlíterinn kominn upp í 148 kr spáið í þessu, þetta er alveg bara ÖMURLEGT. Reyndar var ein sem ég er að vinna með við vorum að tala um að það á að fara að hækka mjólkurlíterinn upp í 100 kall og henni fannst það bara allt í lagi. Hún sagði að fyrst að fólk tímir að kaupa hálfan líter af kók á 100+ þá ætti fólk að tíma að kaupa einn líter af mjólk á 100 kr. Þessu er ég alveg sammála en ég væri frekar til í að þeir myndu reyna að halda öllu nauðsynlegu eins og matvörur og bensín á ráðanlegu verði en myndu frekar hækka allar ónauðsynjavörur eins og kók og snakk og nammi og allt það.
En nóg um það. Helgin er bara búin að fara í leti, við gummi gerðum tilraun til að fara upp á Egilstaði á Laugardaginn en við urðum að snúa við á skarðinu vegna veðurs bílarnir voru bara fastir þarna uppi og maður sá ekkert fram fyrir bílinn vegna snjófoks En svo í dag var fagridalurinn þungfær en við reddum skattaskýrslunni sem betur fer
.
Vikan verður bara góð held ég. Fyrir þá sem ekki vita þá á ég afmæli á Fimmtudaginn og ég fæ að fara heim klukkan 5 Gerður ætlar að vinna fyrir mig frá 5 til 7 Svo ætlar Gummi að bjóða mér út að borða og mig hlakkar mikið til alltaf gott að borða góðan mat
En jæja það eru komnir gestir best að fara að tala við gestina bless í bili :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2008 | 11:09
Hvað er að ske???
![]() |
Ránstilraun í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 22:41
Jæja, páskafríið búið.:(
Þá er vinnan byrjuð aftur! Sem er gott en samt ekki, var farið að leiðast pínu mikið sérstaklega að vera ein En Allavega þá fæ ég að hafa Gumma minn um helgina við verðum bæði í fríi núna. Það er ekkert orðið planað að gera um helgina nema að fara upp á Egilstaði og gera skattaskýrsluna, Frænka hans Gumma ætlar að hjálpa okkur, það er svona pínu meira mál að gera skattaskýrslu þegar maður er búinn að kaupa sér eins og eitt stykki hús
Eldamennskan hjá mér fer alltaf bara síbatnandi og er ég farin að búa til uppstúf og brúnaðar kartöflur og hef ég sko eiginlega séð um eldamennskuna þessa vikuna. Í dag var til dæmis bara grjónagrautur og slátur og brauð. Á annan í páskum var svo etið hangjkjöt og kartöflur og heit eplakaka og ís í eftirrétt Nammi namm. Hef ekki enn ákveðið hvað á að elda á morgun en mig langar svoldið í fiskibollur í tómatsósu
Lillan mín er sko alltaf jafn sæt og við Gummi höldum stundum að hún sé að hlæja að okkur og ef vel liggur á henni reynir hún að tala við okkur eins og núna er hún að láta okkur vita að hún sé sko ekki sátt hún var úti og er rennandi blaut og fær þá ekki að koma lengra en inn í forstofu En oft er hún mjög góð í að láta okkur vita hvað hún vill til dæmis áðan þá kom hún með verkjatöfluspjald í kjaftinum hehe hefur ábyggilega legið á gólfinu eða einhvað en við vorum nógu snögg að taka það af henni. Skildi hún hafa verið að segja okkur að hún væri með hausverk???
Ætli henni finnist þá vanta meira blóm á heimilið??? Hún var allavega byrjuð að naga blómið sem var af páskaegginu. Hún er sko orðin verri en litlu börnin við þurfum að fara að kaupa lás á allt saman
Elsku Pabbi minn: Það er svo margt sem mig langar til að segja þér og gera með þér Ég sakna þín svo innilega sárt. Ég býst ábyggilega við því næst þegar ég kem suður að þú munir standa með Mömmu á flugvellinum og þú sendir mér þetta fallega bros sem þú sendir mér ( Alltaf varstu jafn glaður að fá stelpuna þína heim, enda er ég og verð alltaf litla barnið þitt). Við systkynin fundum alltaf svo mikla ást frá þér þó þú hafir ekki sagt það með orðum þá vissum við það alltaf að þú elskaðir okkur meira en allt og gerir enn. Ég vil svo bara láta þig vita að ég mun ávallt eiga fallegar minningar um þig og mig klæjar alltaf í fingurnar að hringja í þig það var svo gott að tala við þig og ennþá betra í eigin persónu.
En jæja nú ætla ég að fara að ljúka þessu bloggi það er víst annar vinnudagur á morgun verið þið bless og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Ps: málsháttur ársins hjá okkur Gummar var Ástin gefur endurást :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 13:08
Gleðilega páska !
Jæja þá fékk ég loksins að opna páskaeggið mitt Reyndar þá tók Gummi upp á því að fela það þannig að ég var alveg heillengi að leita að því, svo hljóp ég niður og sagðist vilja fá vísbendingu þá sagði hann - Eggið er á sínum stað! hann orðaði það einhvern veginn svona og ég hugsaði náttla bara í ískápinn en Nei þá var það enn upp á hillunni hann var bara búinn að halla því niður þannig að það sást ekki nema að fara á stól og kíkja upp á skápinn.
Hann er nefnilega svoldið hrekkjóttur þessi elska!
En ég fékk allavega páskaeggið mitt á endanum fékk sko Freyja ævintýraegg með rís og málshátturinn var ( Ást gefur endurást )
En jæja veit ekki hvað ég á að blogga meira og munið bara að passa ykkur á páskaeggjunum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 1208
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar