19.6.2008 | 22:46
Shitturinn-Titturinn
Dísin kom austur klukkan 8 í gær þá var fínt að vera komin heim en það var alveg brjálæðislega kalt. Fór úr sólinni í Rvk í snjóinn fyrir austan. Ég er sko ekki að ljúga það snjóaði hérna í gær.
Þegar ég kom heim í gær tók Jói tengdapabbi á móti mér og var leiðinni haldið heim til þeirra skötuhjúa og beðið eftir Gumma þar. Tengdamamma gaf mér að borða enda var ég orðin svöng. En lilla greyið var einhvað svakalega róleg og svaf bara inni í búrinu sínu. Á meðan beðið var eftir Gumma var bara drukkið kaffi og reynt að fræða mig um hina og þessa hluti en ég átti mjög erfitt með að læra um þessa ætt en þetta var flókið þannig að ég hef afsökun.
Gummi kom svo að vanda og urðu fagnaðarlæti þar þegar Lilla sá hann. En uppúr 23:30 var haldið heim á leið. Byrjuðum reyndar á að fara í sjoppu og kaupa að borða þar sem Gummi minn var orðinn mjög svangur.
Í morgun fórum við Lilla á fætur klukkan 13:30 já það mætti halda að maður hefði ekkert sofið fyrir sunnan og ég var bara að hanga í tölvunni og svollis svo hringdi ég í Svövu hún sagði mér að hoppa yfir í kaffi og svo keyrði hún mig í búð. En hún var að fara upp á Egilstaði þannig að ég gat ekki stoppað lengi þar.
Ég prófaði að elda kjúkling en ég varð eiginlega fyrir miklum vonbrigðum með hann en borðaði nú samt en þegar ég var búin að borða þá lagðist ég upp í sófa og já ég verð að viðurkenna það ég sofnaði. Vaknaði þegar Gummi kom heim. Ætla að setja inn smá myndir líka læt fylgja eina með hér á forsíðunni sem tekin var i gær 18 Júní á Fagradalnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2008 | 17:02
Peningaspreðið!!!
Þá er það búið. Búin að fara í Reykjavík og eyða peningum. Og alveg búin að eyða nóg af þeim.
Við mæðgur byrjuðum á að fara í Elko þar keypti ég blek í prentarann minn hann var búinn að var bleklaus lengi ótúlegt hvað litlir auðveldir hlutir geta orðið erfiðir. Litlir hlutir eins og að vekja karlinn minn geta verið erfiðir ætlaði ekki að skrifa þetta en mundi það allt í einu að ég var víst búin að lofa honum að vekja hann klukkan 4 og var að hringja í hann klukkan 10 mínótur í 5.
Lilla hefur það mjög gott hérna og eins og er þá er hún að leika við Ástþór stóra frænda. Og það finnst henni gaman. Ein smá fyndin saga af Lillu, Ég Mamma og Ástþór fórum smá rúnt í gær og vorum að keyra frá Innri Njarðvík og í bílframrúðunni er fluga. Lilla fylgist með henni alveg heillengi og við fylgdumst með Lillu og allt í einu fer hún upp út með tunguna og bara nammi gott svo er bara sleikt útum Það var eiginlega eins og að hún væri að ákveða hvernig flugan skildi vera elduð
En ætla nú að fara að gera einhvað af meira viti en að blogga Bæjó :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2008 | 23:37
Dísin komin úr sveitinni :)
Góða kvöldið
þá er maður komin heim úr sveitinni öðru nafni Þjórsárdalnum og þar var bara alveg æðislegt Fyrir utan smá læti í unglingum en það lifir maður svo sem af eins og er Alla vega á meðan maður er bara 24 ára ennþá. En ég ætla að koma með smá sögu af helginni.
Föstudagur: Vaknaði klukkan 9 og byrjaði daginn á að fara í eina hressandi og góða sturtu. Svo var haldið af stað með Lillu í klippingu hún átti að mæta klukkan 10. Þegar ég var búin að skila af mér hundinum þá ákvað ég að fara að vekja Stínu og Eystein ( Hvað þau hafa ekki gott af því að sofa meira) Stoppaði þar og drakk með þeim kaffi þangað til klukkan að verða 12 þá fór ég heim að gera mig til. Fara með dótið allt út í bíl og sollis vesen. Þegar draslið var komið í bílinn og allt var tilbúið þá fór ég að kaupa mér að borða og athuga svo með hundinn en hún var ekki tilbúin þannig að ég fór til Ástþórs og við förum að vesenast versla í matinn og sollis. Um 2 leitið var Lilla tilbúin og
var haldið af stað í Rvk. Þurftum aðeins að snúast í Reykjavíkinni og svo var haldið austur fyrir fjall.
Kvöldið var svo bara í kaffidrykkju og afslöppun.
Laugardagur: Var bara í leti, Göngu, éta, Hlægja og bara hafa gaman kíktum í Árnes og Ástþór fékk
keyra þangað voða stuð á drengnum En hann keyrir mjög vel. Ps. Veðrið var alveg guðdómlegt.
Sunnudagur: Fór í að laga til og koma sér heim. Ástþór keyrði bara alla leiðina. Svo komum við Ástþór hingað heim og fórum að spila og svo að elda. Elduðum pulsupasta en svo lét drengurinn sig hverfa og fór á rúntinn með einhverju gaurum. Mamma litaði á mér hárið og svo fór ég í bað og nú sit ég hér og þykist vera að blogga einhvað af viti :)
ps. Vallý ég er að kenna kerlunni að vera með bloggsíðu. slóðin er http://olofk.blog.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 20:22
Komin í mengunina.
Jæja þá er maður komin í Keflavíkina Lenti í Reykjavíkinni um 16:35 og þá var leiðinni haldið suður til Keflavíkur en maður var nú ekki langt kominn þegar maður og byrjaði að ybba sig og segja- Mamma sérðu ekki hina bílana Ein orðin frekar smeyk . Það var byrjað á því að koma við heima hjá Sússu og ná í bílinn þannig að Mamma komist í vinnu um helgina Ég er víst að fara upp í Þjórsárdal, og mig hlakkar mikið til að hitta vitleysingana þar . Eitt er víst að þar verður hlegið .
Lilla varð aftur alveg trítilóð eftir róandi töfluna held hún hafi öfug áhrif á hana. Svo á að fara með hana í klippingu á morgun og það verður fjör hún verður svo sæt á eftir. En jæja ég ætla að fara með Mömmu að taka bensín blogga kannski meira í kvöld. See ya.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 20:35
Allir að svara :)
1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR?
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?
26. ÞINN HÁRALITUR ?
27. AUGNLITUR ÞINN ?
28. NOTARÐU LINSUR ?
29. UPPÁHALDSMATUR ?
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
42. HVAR FÆDDISTU ?
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Mömmu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2008 | 23:01
Bara sætt !!!
Hann lifir sig svo inn í þetta bara mikið krútt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 22:58
Nýjar myndir :)
Í albúmi sem heitir sumarmyndir 2008.
Jæja þá er komið að bloggfærslu og ætla ég að byrja á því að biðjast fyrirgefningar á að hafa ekki bloggað fyrr það er bara búið að vera alveg nóg að gera hjá mér og ætla ég að reyna að segja frá heilli viku en tek bara einn dag í einu.
Föstudagur: Var að vinna til 6 og ég og Gummi fórum að keyra á móti Mömmu og co hittum þau á Egilstöðum. Fórum með þau á pizza 67 og fengum okkur pizzu svo var haldið áfram niðureftir. Þegar heim var komið var bara aðeins spjallað og svo var farið að sofa snemma allir orðnir þreyttir eftir þann daginn.
Laugardagur: Vöknuðum öll hress og kát ( líka Gummi en hann fór að vinna ) og fórum á einhvað flakk. Það var náttla nóg um að vera þar sem það var sjómannadagshelgi Ég og Mamma fórum í system og keyptum okkur föt ég keypti mér leggings, kjól, pils og hlýrabol og var alveg geggjað ánægð með það allt saman. Svo fór Mamma og varð að kaupa sér líka einhvað svo hún keypti sér leggings og kjól Annars man maður svo lítið frá þessu. Man að við fórum í sund hér á nesk og það var alveg æðislegt ég og Mamma syntum meira að segja nokkrar ferðir og fórum í gufu og á meðan skemmtu Konnig og Berglind sér mjög vel í rennibrautinni. Minnir að svo hafi bara verið farið heim og slakað á enda er það alltaf nauðsynlegt svona inn á milli.
Sunnudagur: Vöknuðum snemma um 8 leitið og fórum í siglingu klukkan 10 og það var alveg æðislegt. Þetta var alveg 2 tíma sigling og sem betur fer var Elín inn í búð að opna annars hefði verið opnað seint þann daginn. Mætti svo í vinnu og Berglind náttla með og hún var með mér alveg til klukkan 6 dugnaðarforkur alveg. Eftir vinnu var svo bara farið heim og spjallað og svona og líka horft á Næturvaktina og það var sko æði Mamma eldaði alveg súpergott spagettý þann daginn líka hehe sést á einni mynd af konna :)
Mánudagurinn: Var mikill ævintýradagur. Fór að vinna og var þar til klukkan 6. Veit eiginlega ekkert hvað fólkið gerði á meðan nema að fara í sund. En þegar ég var búin að vinna var eldað Grjónagrautur og þegar allt var að verða tilbúið þá varð náttla ein býfluga að fljúga inn og við náttla öll alveg dauðhrædd við þær og vorum öll komin út á stétt á meðan býflugan lét sem hún ætti heima hér. Ég var búin að standa með eitrunarbrúsann í hendinni en hafði mig ekki í að spreyja á hana en Mamma var sko ofurhuginn og spreyjaði á hana og hún dó strax ( og ég náttla með samviskubit yfrir að hún væri dáin). Haha verð að segja ykkur frá því sem Konni sagði eftir að búið var að drepa býfluguna hann sagði - Amma þú hefðir átt að segja við býfluguna GAS GAS áður en að þú sprautaðir á hana Haha. Svo var horft meira á næturvaktina lol lol.
Þriðjudagur:Fór að vinna klukkan 9 og þar sem það var frekar rólegt þá fékk ég leyfi til að fara heim klukkan 3 og við fórum því öll í sund á Eskifirði og það var æði Nema að sundlaugin var allt of köld og litli heita potturinn líka og hinn potturinn var of heitur ( Greinilega erfitt að gera mér til hæfis) En eftir sundið fórum við krónuna og versluðum rosalega góðan mat þetta var svona síðasta máltíðin saman í bili allavega. Og svo var klárað að horfa á síðustu 3 þætti af næturvaktinni og þar með var serían búin .
Miðvikudagur: Ég þurfti að vakna snemma því ég átti tíma hjá tannlækni mætti hjá honum um 8 leitið og svo í vinnu klukkan 9 og það var ekki mjög gaman hjá honum. Þurfti enn og aftur að deyfa 2 sinnum og aftur í góminn. Held að ég sé orðin ónæm fyrir deyfingunni. Mamma, Konni og Berglind komu að kveðja mig í búðinni og lögðu snemma af stað ( var samt soldið erfitt að kveðja). Eftir vinnu hjá mér var alveg ferlegar skrítið að vera allt í einu ein Gummi að vinna og bara ég og Lilla heima það var skrítið. Úff nenni þessu varla lengur.
Fimmtudagur: Vaknaði fór að vinna, kom svo heim, lagaði aðeins til og fór svo út að labba með Lillu kom aðeins við hjá Svövu á leiðinni heim og svo var bara farið að sofa.
Föstudagur. Fór að vinna, var til klukkan 6 kom heim og fór í fín föt. Ætluðum að fara í ferðalag en hættum við því tjaldið er einhvað leiðinlegt. Ætlum að fara á morgun að leita að nýju tjaldi. En við grilluðum kjöt og ostapylsur og það var mjög gott og nú sit ég hér og er að blogga og er sko komin með nóg af bloggi í bili en segi bara bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 08:38
Er bara að láta vita að ég er á lífi :)
Er bara búin að vera með fullt hús af gestum Mamma, Konni og Berglind komu keyrandi austur. Og það er sko búið að vera alveg hryllilega gaman hef skemmt mér alveg ljómandi vel. Konni hefur reytt af sér brandarana og ég man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið yfir matmálstíma.
En þetta verður bara stutt blogg núna þar sem ég á að vera mætt í vinnu eftir 20 mín. Blogga meira í kvöld see ya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 21:16
Ég er með tannpínu :(
Hver vill koma og rífa úr mér tönnina??? Einhver hlýtur nú að bjóða sig fram við það Hefur fólk ekki alltaf gaman að því að pína aðra?
Vitið þið um einhvern stað sem vantar fólk í vinnu? Er sko að mygla í vinnunni minni. Það er sko ein kona fullorðin og hún er farin að vera leiðinleg við mig. Hún er farin að fara inn í grænmetistkæli og leita uppi einhvað ónýtt þannig að hún geti sett út á mig. Í dag kom hún með 3 rauð vínber Æji, maður á ekki að láta aðra fara í taugarnar á sér og þessi kona er fín inn við beinið og vill ábyggilega bara vel en það er bara erfitt þegar þetta er farið að vera á hverjum degi .
Verðrið er búið að vera alveg yndislegt hérna og það er sko bara búið að vera fúlt að þurfa að hanga inni í vinnunni Hef samt passað mig á því að vera úti í kaffinu og held að ég sé komin með smá lit. Svo á veðrið víst að vera svona á morgun líka veit svo ekki með vikuna þar á eftir. Ég og Gummi erum búin að ákveða að fara í ferðalag núna 6 Júní vitum ekki hvert en bara í sólina. Á samt ábyggilega eftir að vera erfitt að hugsa til þess að ég gæti verið að fara út 7 Júní.
Veit samt ekki hvað ég á að bulla meira í ykkur. Fer að segja þetta gott í bili. En ég var að leika mér með myndavélina um daginn tók nokkrar myndir set eina inn með svona sumarmynd :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2008 | 10:30
Best að blogga bara :)
Hef víst ekkert þarfara að gera. Er að bíða á meðan Gummi klárar kaffibollann, erum sko að fara upp á Egilstaði í stúdentsveislu hún Heiða systir hans Gumma var að klára stúdentinn. Innilega til hamingju Heiða mín Vildi að ég væri svona dugleg að verða stúdent.
Veðrið hérna úti er alveg yndislegt og á að vera alla vikuna bara þá erum við að tala um 25 stiga hita ekki leiðinlegt það og ég akkúrat í fríhelgi meiri heppnin maður
Eurovison er í kvöld og nú er bara að leita eftir partíi til að fara í í kvöld. Þannig að ef einhver ykkar ætlar að vera með eurovison partý þá endilega bjóðið mér Neinei segi bara svona. Það verður rosalega gaman hjá mér og Gumma í dag ég er sko búin að ákveða það Ég meina hver skemmtir sér ekki í 25 stiga hita hahaha aðeins að núa ykkur upp úr þessu þar sem flest allir sem lesa bloggið mitt eru fyrir sunnan í skýjunum
Á ég að reyna að finna einhvað sniðugt að blogga um en hvað ( hugsi, hugsi, hugsi).
Gullkorn barnana minna. Vonandi að þeim sé sama þó ég seti einhvað inn en mér finnst alltaf svo gaman að heyra svona gullkorn og ætla að reyna að koma með nokkur sem ég man.
Berglind. Var einu sinni í mat hjá Sússu og þeim og það var spagettý í matinn og Sússa var að spyrja berglindi hvort hún vildi tómatsósu út á og þá heyrist í þeirri stuttu - Verður þetta þá gott?
Haha ætli mamma sé ekki góður kokkur??? hahaha En nei ég veit það af reynslu að sússa mín er góður kokkur.
Önnur af Berglindi, Vorum að leita af geisladisk að hlusta á í bílnum og Berglind var að leita af Barnalögum allt í einu tekur hún upp einn disk sem er Bandalög og svo heyrist í henni - Eru Barnalög sama og Bandalög??? Æji þau eru alveg yndisleg þessi gull.
Davíð Freyr á eitt rosalega gott gullkorn frá honum. Var að passa og Davíð Freyr sofnaði í sófanum og fyrir ofan sófann var mynd þar sem eru úlfar sem þú þarft að finna. Ég ætlaði að fara að taka hannn upp og setja hann inn í rúm en þá rumskar hann og segir - Nei, ekki ég er að horfa á myndina. Greinilega svaka spekingur þegar hann er sofandi.
Jæja læt þetta gott heita í bili. Allir að koma með fleiri gullkorn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar