18.10.2008 | 09:33
Afmælisbarn dagsins er?
Þessi sæti herramaður Þorsteinn Ingi Karlsson. Innilega til hamingju með 14 árin
14 ára í dag hann er
þessi sæti strákur
það er eins og vera ber
að hann borðar ekki krákur.
Haha var smá að leika mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 10:54
Helgarblogg
Góðan daginn. Vonandi hafið þið getað notað helgarinnar.
Mín helgi hefði alveg mátt vera betri það er einn hlutur sem ég þrái svo innilega og það er ekki víst að ég fái nokkurn tímann að njóta þess. En nóg um það
Á föstudaginn eftir vinnu fór ég náttla beint í tölvuna eins og ég geri alltaf, það þarf sko að fylgjast vel með ykkur rugludöllunum Svo fékk ég mér að éta borðaði pítubrauð með grænmeti, skinku og að sjálfsögðu pítusósu. Svo horfði ég á útsvar og svo kom húsbóndinn heim um 9 leitið og fékk sér að borða og svo kíktum við á rúntinn og hann reyndi að fræða mig meira um þessa kreppu en svo fórum við heim og ég var orðin svo þreytt á öllu þessu krepputali að ég fór bara beint niður í rúm nennti varla að bursta tennurnar
Á Laugardaginn var ég bara að hangsa hérna heima og fór mörgum sinnum niður að vekja letidýrið mitt en hann ætlaði bara ekki að vakna. En ég náði honum framm úr um 12 og þá var farið yfir á Reyðarfjörð. En þegar á Reyðarfjörð var komið þá var lokað í Byko vegna vörutalningar þannig að ekki fengum við mikið timbur þar. Þá var leiðinni haldið í Húsasmiðjuna en Gumma leyst ekkert á timbrið þar og svo var það rándýrt þannig að þetta var bara fýluferð. En við ætluðum að gera gott úr þessari fýluferð og kíkja til Garðars og Freydísar en þá voru þau bara á leiðinni út úr dyrunum. Þannig að við urðum bara að gjöra svo vel að halda heim á leið. Þegar heim var komið fór ég að lesa er að lesa núna bók sem heitir flugdrekahlauparinn og hún er svo góð en svo ætlaði ég að aðeins að loka augunum í svona 15 mín en Nei mín vaknaði klukkan 19:00 og var sko ekki sátt. Hélt þá reyndar að það væri bara komin nótt því það var svo dimmt og allt slökkt. Gummi lagði sig niðri í rúmi. Ég náði honum nú framm úr á endanum og við horfðum bara á sjónvarpið og svona Gleymdi að segja að ég fór í gær í blómabúðina og notaði gjafabréfið mitt sem ég fékk í Apríl keypti bolla og mjókurglas í því sem ég er að safna heitir held ég Ritsenhoff alveg geggjað flott.
Og núna í dag er ekkert planað ætla reyndar að reyna að laga vel til hérna og svo kannski fara út að labba með Lillu eða einhvað. Kannski býður maður einhverjum í kaffi En jæja þetta hlýtur að vera nóg blogg fyrir ykkur. Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.10.2008 | 22:24
Leti blogg...
Vá hvað ég er hryllilega þreytt og löt. Erfiður dagur í dag, allar tölvurnar hrundu hjá okkur í dag í smá stund allavega urðum að loka búðinni í smá tíma. En þar sem ég nenni ekki að blogga þá koma smá kreppulög eða textinn við þau.
Þetta er nýr texti við lag Vilhjálms Vilhjálmss. söknuður:Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Höfundur ókunnur
Nýji texti við ísland er land þíttÍsland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt ...Njótið vel um að gera í kreppunni að reyna að hlæja smá líka þó svo að allt sé að fara fj***** til. Eitt smá fyndið áður en ég lýk þessari bloggfærslu. Var að tala við Lillu mína áðan og var samt einhvað annars hugar og hló mikið þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt. Lilla var að væla við hurðina hérna uppi og þar sem það er enginn stigi til að komast í grasið þá sagði ég við Lillu- þarftu að pissa? Komdu þá niður það er betra klósett þar Hef ætlað að leyfa henni að pissa í sturtubotninn eða einhvað. Over and Out. Dísin kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 19:24
Krepppannnnn.
Í dag þegar maður fléttir blöðum þá sér maður ekkert annað en einhvað um krepputal. Og það sama ef maður kveikir á útvarpi þá er ekkert um talað nema kreppa. Ég reyndar skal alveg fúslega viðurkenna það að ég skil ekki mikið í þessu en ástín mín hann Gummi reyndi að vera þolinmóður og lýsa þessu út fyrir mér. Hann var að tala um að þessi kreppa væri tilkomin vegna þess að þessir RÍKU kallar eiga svo mikið af skuldum í útlöndum. Þetta eru víst bara örfáir karlar og það er ekki talað um annað en að BJARGA ÞJÓÐINNI. Af hverju ekki að láta þessa ríku karla bara súpa seyðið af þessu? Svo þegar það var farið að tala um að nota lífeyrissjóðinn okkar til að borga þetta þá fyrst varð ég reið. Var farin að ýminda mér að eftir nokkur ár þegar við verðum gömul þá fáum við ekki neitt úr lífeyrissjóðnum og búum kannski 10 manns í pínulitlum bílskúr á meðan þessir karlar munu ekki geta ákveðið á hversu margra milljóna króna bíl hann eigi að fara í í vinnuna. En nóg um það, verð að tala um einhvað annað því ég verð svo reið á þessu.
Lífið hefur sinn vanagang hérna. Ég er bara ennþá að vinna og læra.
Ætla að skamma rugludalladósirnar eða allavega eina þeirra ( þú veist hver þú ert ) fyrir að taka góða veðrið héðan. Ég sagði að þú mættir fá snjóinn en ég vildi ekki fá Grenjandi rigningu í staðinn. Í gær rigndi hérna eins og hellt væri úr fötu. Þurfti að synda í vinnuna . ÆÆÆ þetta er svo erfitt veit ekki hvað ég á að segja meira ætla bara að koma með eina góða uppskrift handa ykkur af ódýrum, fljótlegum og góðum mat.
Það sem þarf í það er:
Hrísgrjón, fajitas kökur, beikon, maísbaunir og grænmetissósu.
Sýður hrísgrjón og steikir beikon, ( gott að nota beikonkurl ) svo blandaru saman í skál hrísgrjónunum, beikoninu og maísbaunir. Svo tekuru pönnukökuna og seturu hrísgrjónablönduna inn í svo grænmetissósuna yfir. Lokar pönnukökunni, opnar munninn, tekur bita, tyggur og svo að lokum kyngiru þessu Og svo rennur þetta í gegnum magann á þér og svo ferðu á klósettið og skilar þessu. Kúkurinn fer í sjóinn og fiskurinn étur kúkinn. Og daginn eftir er nýveiddur fiskur í matinn hjá þér. HHHHHHaaaaa Njótið vel...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2008 | 08:40
Hún er snillingur.
Þessi stelpa sem er með mér hérna er snillingur hún var að semja ljóð og ég fékk leyfi hjá henni til að setja það inn á síðuna hjá mér.
Hér kemur það.
Má ég segja fáein orð,
Öll spilin mín er lögð á borð.
Ás og tvistur líka þristur,
Sá er fær er kemur fyrstur.
Haltu vonina í,
hún ekki má fara fyrir bí,
þannig er það,
ekkert amar að.
Nú skaltu segja það hátt,
að þú hefur þinn mátt,
og á morgun sólin skín,
aldrei máttu hennar dvín,
Nú skaltu halda vonina í,
og aldrei sleppa...
Höf: Thelma Lind Karlsdóttir.
Hún er bara snillingur þessi frænka mín og mér finnst þetta svo flott hjá henni.
En nóg um það ég stefni á að blogga meira í kvöld þegar ég er búin að vinna. Hafið það gott.
Kveðja: ein af mörgum rugludalladósum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2008 | 19:10
Endalaus leti...
Þessi mynd er lýsandi fyrir helgina hjá mér. Gerði sko ekki mikið. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja ykkur. Þegar ég kom heim úr vinnu á Föstudaginn þá var ég eiginlega bara í leti og sama fór Laugardagurinn bara í leti. En ég hafði það samt í mér að fara út að labba með Lillu og var pínu fúl út í hana að hafa dregið mig út en eftir göngutúrinn leið mér svo roslega vel þannig að ég var ekki lengi að fyrirgefa henni. Svo horfði ég á mynd. Í dag lærði ég bara hérna heima og tók próf fékk 9.33 í dag og 10 í gær. Svo fór ég út að labba með Lillu áðan og það var mjög gott tók með mér myndavélina svo að ég tók nokkrar myndir. En jæja nenni ekki að blogga meira bææ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.10.2008 | 07:56
Það snjóar...
Já, þetta er ekki lygi. Þegar ég vaknaði í morgun var orðið hvítt úti. Sem þýðir að ég þarf að skafa af bílnum og svona skemmtilegheit áður en ég fer að vinna Vallý þú mátt alveg stela snjónum Ég skal lofa að skamma þig ekki. Annars er lítið um að vera hjá mér annað en að borða, vinna og sofa og svo kannski einstaka klósettferðir. Vinnan er bara söm við sig en ég get varla hugsað þá hugsun til enda að s*** hætti, það verður rosalegur missir. Gerður var svo góð að hún ætlar að taka Þriðjudagana fyrir mig þá verð ég bara til 7 á Fimmtudögum og svo ætlar Soffía að hjálpa mér með Sunnudagana. Hún ætlar tildæmis að taka Sunnudaginn núna en ég mæti samt líklegast með henni og kem henni af stað og svona Þannig að ég eyði kannski aðeins minni tíma í vinnunni og það verður æði get kannski farið að gera einhvað hér á heimilinu.
Var til dæmis að spá í að taka til undir stiganum hérna niðri þarf bara að redda mér nokkrum kössum og þá er ég góð tek kannski bara helgina í þetta. En jæja ætla að fara að setja í þvottavél. Heyrumst seinna KOSSAR OG KNÚS Frá Austulandinu og snjónum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.9.2008 | 21:42
Elsku besti pabbi minn...
Eins og flestir vita er að þegar maður missir ástvin þá finnst manni oft að maður sé bara með martröð. Mig langar að deila með ykkur smá vísu sem ég bjó til, ég er samt ekki góð í þessum stuðlum og höfuðstöfum þannig að ég vona að þið fyrirgefið þó það sé ekkert svoleiðis en hérna kemur vísan.
Elsku besti pabbi minn
þín mun ég alltaf sakna
núna ertu einn um sinn
eða þangað til ég vakna.
Annars er allt gott að frétta héðan. Maður er alltaf með alveg helling í huga sem maður ætlar að blogga um en svo er eins og það slökkni á heilanum þegar maður er að blogga. En ég ætla aðeins að tala um dekur. Mörg börn kunna mjög vel á foreldra sína, oft fylgir líka dekur með yngsta barni. Kannski foreldrar létti svo mikið við að vera búin að koma börnumnum sínum til manna að þau ofdekra litla barnið sitt. Tökum mig sem dæmi. Ég alveg elskaði það þegar mamma var að vinna hjá Ístak því alltaf þegar hún fékk útborgað þá græddi ég vel á því. Þá var farið með mann í fatabúð og keypt handa manni einhvað flott oftast valdi ég föt. Þegar ég kom suður síðast þá tók ég eftir því að ég hef enn þessi áhrif á Mömmu. Ég og Mamma sáum síma í símanum í Smáralindinni og það var svona útborgun það var einhvað 6000 kr útborgað og svo borgaði maður vist mikið á mánuði svo ég fór að stríða Mömmu og sagði - viltu gefa mér þennan síma. - Já, sagði hún ef hann kostar bara þetta. Hahaha Svo benti ég Mömmu á rétta verðið og þá kom nú annað hljóð í kelluna. Töfraráðið er bara að horfa á Mömmu sína hvolpaaugum ég meina hver stenst þetta????
Ekki ég og alveg ábyggilega ekki Mamma.
En jæja nenni ekki að ljúga meira í ykkur. Kveðja frá litlu vitlausu rugludalladósinni í snjókommunni fyrir austan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2008 | 23:06
Helgarfrí :)
Jæja þá er ég komin í helgarfrí mjög langþráð. En það byrjar á kolvitlausu veðri, þvílíkt rok, fór áðan með Lillu út að varð að halda fast í tauminn hjá henni svo ÉG myndi ekki fjúka. Annars er kannski ágætt að fjúka svona annarslagið, svona til að spara bensínið. Annars er lítið búið að gerast hjá mér frá seinasta bloggi, ekkert nema bara vinna, skíta, borða og R++a hahhahahhaa þetta varð að fá að fylgja með.
Veit nú ekkert hvað ég á að ljúga í ykkur núna. Segi ykkur smá sögu af Lillu á meðan ég hugsa. Sko um daginn þá var ég að borða og vildi ekki gefa henni neitt af mínum mat, benti henni bara á sinn matardall og hvað gerir skvísan??? Hún pissar á gólfið við matarborðið. En svo í gær þá poppaði ég og gaf henni ekki neitt og þar sem poppið var brennt og vont þá henti ég því og hvað gerir daman?????? Kem ég ekki að henni upp í sófa að kúka. Vá hvað ég varð foj. Ætti kannski að fara að prófa þetta heima hjá Mömmu :) Ef ég fæ ekki það sem ég vill þá er bara að girða niðrum mig og kúka í sófann. Já kannski maður geti lært ýmislegt af dýrunum sínum...
Ég er búin að fá út úr myndatökunni sem ég fór í og það var allt eðlilegt nema það vantaði heilann Hhahahahahhahahahah DJÓK Djöfull er maður ruglaður...
Þið Sunnlendingar viljið þið gjöra svo vel að taka rokið ykkar og skila okkur góða veðrinu??? Ég er eiginlega farin að hallast að því að Vallý hafi verið fyrir austan... Ég meina ef hún hnuplar hurðarhúnum þá er allt eins víst að hún nappi veðri líka Fer að senda lögguna á hana bara.
Helgin er ekki alveg plönuð. Reyndar var Gummi að tala um að einhver vinnufélagi hans hafi ætlað að bjóða okkur í kaffi og svo kannski kíkir maður á Garðar og Freydísi og börnin þeirra. Já, ég skal lofa að kúka ekki í sófann þó ég fái ekkert meira með kaffinu en mjólk, ég lofa...... Bónus er líka farinn að kalla á mig langar alveg að komast þangað. Svo fer Sunnudagurinn í það að læra og byggja stiga reikna ég með allavega ef að Vallý sér sér fært um að skila veðrinu.
En jæja ætla að hætta að ljúga í ykkur núna :) Hafið það gott og ekki hlaupa hratt í gegnum gleðinnar dyr þið lofið annars er mér að mæta...
Kveðja Litli rugludallavitleysingurinn fyrir austa í rokinu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2008 | 19:03
Giftingar...
Hafið þið einhverntímann spáð í hefðum í giftingum? Ég var að lesa í Skakka turninum nokkra fróðleika um giftingar og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja nokkra punkta hér inn.
Af hverju er brúðurin með blæju?
Þessi siður á uppruna sinn til þess tíma þegar foreldrar brúðhjóna sáu alfarið um hjónabönd barna sinna og litið var á hjónabönd fyrst og fremst sem bandalög milli fjölskyldna. Oft var brúðurin beinlínis seld fjölskyldu brúðgumans. þá var hún látin vera með blæju við hjónavígsluna til að minnka hættuna á að brúðguminn hætti við á síðustu stundu þegar hann uppgvötar að brúðurin væri forljót, tannlaus, bólugrafin...
Af hverju leiðir faðir brúðarinnar hana inn kirkjugólfið?
Það er svo að hún hætti ekki við á síðustu stundu.
Njótið þessa vel... Og þessar hefðir haldast enn þann dag í dag :) Vonum samt bara að það sé ekki af sömu forsendum.
Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig. Var að vinna og passa Töru. Haha Tara þessi stóri hundur tróð sér inn í búrið hennar Lillu snéri sér við og labbaði út aftur og vitið þið það að ég beið alltaf eftir að búrið myndi springa.
En jæja ætla að fara að hætta þessu röfli og fara að læra. Megið endilega setja inn ef þið vitið einhvað meira um giftingar :)
Kveðja Litli vitleysingurinn fyrir austan :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar