Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Smá blogg í morgunsárið...

Góðan daginn bloggvinir mínir nær og fjær. Vonandi hafið þið það gott.

Ég er öll að hressast núna hafði meira að segja orku í að henda inn einni bloggfærslu. Og þá er nú mikið sagt. Annars er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég nenni sko ekki að segja frá því öllu sem á daga mína hefur drifið síðan þá. En ég held að þegar maður man varla lengur aðgangsorðið á sína eigin bloggsíðu þá er kominn tími á blogg.

Eins og er núna þá er ég bara að bíða eftir að fara að vinna. Verð þar til 6 og kem þá heim og fer að ?????? Veit það ekki sjálf. Kannski bara hanga í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Gasp

Núna styttist í sumarfrí og mig er farið að hlakka svo geggjað mikið til. Ætla að koma suður og vera þar í smá tíma og svo kemur Gummi. Ég þarf líka að fara í 20 vikna sónarinn fyrir sunnan. Mig hlakkar bara svo til að fá krílið mitt í hendurnar en auvitað á maður að njóta meðgöngunnar líka. En jæja er að verða stopp á orðum þannig að ég blogga meira seinna :)


LLLLLEEEEETTTTTTIIIIIIII

Það lýsir mér vel síðustu daga. Er ekki að standa mig í þessu bloggi. Segjum bara að ég sé farin í frí frá bloggheimum í smá tíma.

Mamma fór á Mánudaginn og ég sakna hennar svo mikið. Langar að hafa hana lengur.

Ég geri ekki annað en að hugsa um mat svo núna langar mig svo mikið í samloku eins og Kolla kenndi mér að gera. Hún er þannig að maður tekur 2 brauðsneiðar, smyr þær með majonesi, set svo aromat á, svo skinku,ost, salatblað og Gúrku geggjað gott.

En jæja nú nenni ég ekki meiru Bæ í bili.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband