Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Vinna á eftir, frí á morgun...

Jæja finnst ykkur vera kominn tími á blogg?? Já kannski. maður þarf bara svo mikið að hafa fyrir gömlu konunni hún er bara óþekk sko hlustar ekkert á mig og hlýðir ekki útivistarbanninu. LoL Fer að loka hana bara inni með þessu áframhaldi Smile Haha Neinei segi svona hún er búin að vera ósköp ljúf og góð gamla konan.

Mamma kom á Fimmtudaginn og við Gummi sóttum hana kíktum svo aðeins í kaffi til tengdó og vorum að skoða myndir úr klettafjallaferðinni þeirra Cool Það voru sko flottar myndir. En svo urðum við að drífa okkur niðureftir vegna þess að Gummi þurfti að fara að vinna, ætluðum að skilja hann eftir á Reyðarfirði en hann gleymdi passanum þannig að hann varð að koma með okkur niðureftir.  Það kvöld var lítið gert annað en að spjalla og hafa það kósý var með svo mikinn hausverk að ég fór bara snemma í bólið.

Föstudagur: þá fór ég að vinna og var að vinna frá 8 til 7 og það var alveg brjálað að gera seinnipartinn svo vorum við bara 2 frá 6 til 7 og við vorum sko alltof fáar. En svo kom ég heim og vakti Gumma og svo borðuðum við og svo var bara haft það kósý.

Laugardagur: Var ég í fríi og við vöknuðum frekar snemma og vorum bara að dúllast hérna heima borða morgunmat og svona en svo steinsofnaði ég í sófanum og vaknaði um 3 þá var farið út í bæ. Það var alveg heljarinnar fjör og mest spennandi var  brunaslönguboltinn og vorum margir sem blotnuðu í því. En svo var haldið heim og farið að halda grillveislu Nei ég segi svona. Mamma og Pabbi Gumma komu og borðuðu með okkur og svo komu Þóra, Palli, Oddný Edda og Benedikt í kaffbolla og það var bara gaman. En svo var bara haft það kósý hér heima eftir að gestirnir voru farnir og svo tókum við smá rúnt. En jæja nú er runninn upp Sunnudagur og ég þarf að fara að vinna eftir klukkutíma en blogga meira þegar ég nenni.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband